Læknir og lögmaður í hár saman vegna Plastbarkamáls Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2024 13:41 Sigurður G. Guðjónsson og Magnús Karl Magnússon eru á öndverðum meiði í Plastbarkamálinu. Sigurður hefur nú dregið fram gamalt viðtal við Magnús sem hann segir ekki eldast vel. Magnús Karl spyr á móti hvers vegna Sigurður vilji sækja Landspítalann til saka meðan Karólínska hefur ekki viðurkennt sök í málinu. vísir/vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar. Sigurður hefur krafist skaðabóta frá Landspítalanum og hótað því að annars verði Tómas kærður til lögreglu fyrir aðkomu sína að máli Andemariam. Magnús Karl tók nýverið til máls vegna Plastbarkamálsins, hann skrifaði viðhorfspistil á Vísi þar sem hann meðal annars átelur RÚV vegna óábyrgs fréttaflutnings í frétt þess efnis að Tómas Guðbjartsson skurðlæknir sé nú í sjúkraleyfi vegna plastbarkamálsins. Vísir greindi skömmu síðar frá því að Tómas væri í leyfi að eigin ósk. Hann sneiðir jafnframt að lögmanninum Sigurði Guðna sem á móti deilir stuttu viðtali við Magnús Karl frá í júlí 2011 sem hann segir ekki hafa elst vel. Í kjölfarið fer fram athyglisvert og upplýsandi orðaskak þeirra á milli. Þyrfti að biðjast afsökunar á viðtalinu Sigurður segir að af viðtalinu megi ráða að Magnús Karl telji þetta „læknisfræðilega afrek aðeins byrjunina á því sem koma skyldi“. Nokkuð sem kom á daginn að varð ekki. Og Sigurður spyr á hvaða rannsóknum og ritrýndum fræðigreinum staðhæfingar Magnúsar Karls séu byggðar? „Það er skoðun mín að fá viðtöl við lækni, sem krefst þess nú að vera tekinn alvarlega, hafi eldst jafn illa. Viðtalið ber aðeins vott um að viðmælandi vildi njóta ljómans sem stafaði af stjörnunni Paolo Macchiarini og fylgihnöttum hans. Vera maður með mönnum,“ skrifar Sigurður. Segir viðtalið frá 2011 eldast illa Hann bendir á að Magnús Karl hafi ekki spurt neinna gagnrýninna spurninga í júlí 2011 og ekki heldur 9. júní 2012 þegar stjarna Paolo Macchiaríni skein skært á ársafmæli barkaígræslunnar, sem læknadeild Háskóla Íslands hélt hér á landi. Læknadeild stóð fyrir tveimur málþingum umræddan dag í tilefni þess að ár var liðið frá aðgerðinni. „Magnús Karl skuldar mér enga afsökunarbeiðni, þó hann hafi reynt að vega að lagaþekkingu minni í grein sinni á visir.is á dögunum. Hann ætti hins vegar að líta í eiginn barm og velta fyrir sér hvort ekki sé tímabært biðjast afsökunar á efni viðtalsins frá 8. júlí 2011, sem enginn fótur var fyrir.“ Magnús Karl svarar Sigurði og segir höfnun á líffæri vera ónæmisfræðilega svörun við framandi vef. „Vandamálið í þessari sorglegu sögu var ekki höfnun heldur alvarlegar sýkingar. Þetta mál er hrikaleg sorgarsaga og glæpur var framinn eins og við vitum. Hvað læknisfræðina varðar er enn verið að reyna að blanda saman verkfræðilegum og frumulíffræðilegum aðferðum til að finna leiðir til að gera við skemmd líffæri og vefi.“ Af hverju vill Karólínska ekki bera ábyrgð Magnús segist ekki skilja, sé litið til lögfræðinnar, hvers vegna sænskt lögreglu- og ákæruvald ákærðu ekki Tómas sé hann sekur um líkamsárás? „Það eru nákvæmlega engin gögn sem benda til Tómas hafi haft nokkra vitneskju um að umrædd aðgerð (sem hann var beðinn um að taka þátt í af yfirmönnum sínum á LSH og að beiðni sænskra lækna) væri brotleg við lög.“ Magnús segir ennfremur að Sjúkratryggingar Íslands hafi meðal annars farið fram á að Karólinska sjúkrahúsið bæri alla ábyrgð á að tryggja vísindalega hluta þess svo sem að tryggja tilhlýðilegt upplýst samþykki og leyfi siðanefnda. „Það gerðu stjórnendur og ábyrgðarlæknar Karólinska ekki og er ein meginástæða þessarar hrikalegu sögu.“ Plastbarkamálið Lögmennska Svíþjóð Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas rýfur þögnina: „Ég er mannlegur“ Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina. 8. janúar 2024 18:30 Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00 Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sigurður hefur krafist skaðabóta frá Landspítalanum og hótað því að annars verði Tómas kærður til lögreglu fyrir aðkomu sína að máli Andemariam. Magnús Karl tók nýverið til máls vegna Plastbarkamálsins, hann skrifaði viðhorfspistil á Vísi þar sem hann meðal annars átelur RÚV vegna óábyrgs fréttaflutnings í frétt þess efnis að Tómas Guðbjartsson skurðlæknir sé nú í sjúkraleyfi vegna plastbarkamálsins. Vísir greindi skömmu síðar frá því að Tómas væri í leyfi að eigin ósk. Hann sneiðir jafnframt að lögmanninum Sigurði Guðna sem á móti deilir stuttu viðtali við Magnús Karl frá í júlí 2011 sem hann segir ekki hafa elst vel. Í kjölfarið fer fram athyglisvert og upplýsandi orðaskak þeirra á milli. Þyrfti að biðjast afsökunar á viðtalinu Sigurður segir að af viðtalinu megi ráða að Magnús Karl telji þetta „læknisfræðilega afrek aðeins byrjunina á því sem koma skyldi“. Nokkuð sem kom á daginn að varð ekki. Og Sigurður spyr á hvaða rannsóknum og ritrýndum fræðigreinum staðhæfingar Magnúsar Karls séu byggðar? „Það er skoðun mín að fá viðtöl við lækni, sem krefst þess nú að vera tekinn alvarlega, hafi eldst jafn illa. Viðtalið ber aðeins vott um að viðmælandi vildi njóta ljómans sem stafaði af stjörnunni Paolo Macchiarini og fylgihnöttum hans. Vera maður með mönnum,“ skrifar Sigurður. Segir viðtalið frá 2011 eldast illa Hann bendir á að Magnús Karl hafi ekki spurt neinna gagnrýninna spurninga í júlí 2011 og ekki heldur 9. júní 2012 þegar stjarna Paolo Macchiaríni skein skært á ársafmæli barkaígræslunnar, sem læknadeild Háskóla Íslands hélt hér á landi. Læknadeild stóð fyrir tveimur málþingum umræddan dag í tilefni þess að ár var liðið frá aðgerðinni. „Magnús Karl skuldar mér enga afsökunarbeiðni, þó hann hafi reynt að vega að lagaþekkingu minni í grein sinni á visir.is á dögunum. Hann ætti hins vegar að líta í eiginn barm og velta fyrir sér hvort ekki sé tímabært biðjast afsökunar á efni viðtalsins frá 8. júlí 2011, sem enginn fótur var fyrir.“ Magnús Karl svarar Sigurði og segir höfnun á líffæri vera ónæmisfræðilega svörun við framandi vef. „Vandamálið í þessari sorglegu sögu var ekki höfnun heldur alvarlegar sýkingar. Þetta mál er hrikaleg sorgarsaga og glæpur var framinn eins og við vitum. Hvað læknisfræðina varðar er enn verið að reyna að blanda saman verkfræðilegum og frumulíffræðilegum aðferðum til að finna leiðir til að gera við skemmd líffæri og vefi.“ Af hverju vill Karólínska ekki bera ábyrgð Magnús segist ekki skilja, sé litið til lögfræðinnar, hvers vegna sænskt lögreglu- og ákæruvald ákærðu ekki Tómas sé hann sekur um líkamsárás? „Það eru nákvæmlega engin gögn sem benda til Tómas hafi haft nokkra vitneskju um að umrædd aðgerð (sem hann var beðinn um að taka þátt í af yfirmönnum sínum á LSH og að beiðni sænskra lækna) væri brotleg við lög.“ Magnús segir ennfremur að Sjúkratryggingar Íslands hafi meðal annars farið fram á að Karólinska sjúkrahúsið bæri alla ábyrgð á að tryggja vísindalega hluta þess svo sem að tryggja tilhlýðilegt upplýst samþykki og leyfi siðanefnda. „Það gerðu stjórnendur og ábyrgðarlæknar Karólinska ekki og er ein meginástæða þessarar hrikalegu sögu.“
Plastbarkamálið Lögmennska Svíþjóð Landspítalinn Tengdar fréttir Tómas rýfur þögnina: „Ég er mannlegur“ Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina. 8. janúar 2024 18:30 Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00 Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tómas rýfur þögnina: „Ég er mannlegur“ Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina. 8. janúar 2024 18:30
Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00
Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38