Bakgarðshlaup

Fréttamynd

Mari Jaersk sigraði Bakgarð 101 eftir 43 hringi

Mari Jaersk bar sigur úr býtum í Bakgarði 101 en hlaupinu lauk rétt fyrir klukkan 4 í nótt. Mari hljóp 43 hringi, samtals 288,1 km, en í öðru sæti var Þorleifur Þorleifsson, sem hóf 43. hringinn en snéri við eftir um 15 mínútur.

Sport
Fréttamynd

Einvígi Mari og Þor­leifs heldur áfram eftir 255 kíló­metra

Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir.

Sport
Fréttamynd

Standa tvö eftir í Bak­garði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kíló­metra

Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst.

Sport