Sport

Mynda­veisla: Skæl­brosandi hlauparar í Öskju­hlíðinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þó svo að flestum finnist það óbærilegt að hugsa til þess að maður sé að fara að hlaupa í kringum hundrað kílómetra þá voru flestir skælbrosandi við upphaf hlaupsins í gær.
Þó svo að flestum finnist það óbærilegt að hugsa til þess að maður sé að fara að hlaupa í kringum hundrað kílómetra þá voru flestir skælbrosandi við upphaf hlaupsins í gær. Birkir Már Kristinsson

Um helgina fór fram hlaupakeppnin Bakgarður 101 í Öskjuhlíðinni. 150 manns tóku þátt en þetta var í annað skiptið sem keppnin er haldin. 

Hlaupið var um stíga Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og var hringurinn 6,7 kílómetrar. Keppendur lögðu af stað á heila tímanum og stendur hlaupið yfir þar til einn hlaupari er eftir. Þegar þetta er skrifað eru tveir keppendur eftir og hafa þeir verið hlaupandi í þrjátíu klukkustundir.

Birkir Már Kristinsson, framkvæmdastjóri Náttúruhlaupa, tók nokkrar myndir af keppendum í gær.

Fólk var skælbrosandi við upphaf hlaupsins.Birkir Már Kristinsson

Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk stóðu sig vel í gær.Birkir Már Kristinsson

Kristinn Gunnar á ferð og flugi. Hann er einn af tveimur sem enn hleypur.Birkir Már Kristinsson

Guðjón er líka enn að hlaupa.Birkir Már Kristinsson

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir úr hlaupinu.

Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Birkir Már Kristinsson
Kristinn Gunnar og Guðjón að hlaupa af stað.Birkir Már Kristinsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×