Íslandsbanki Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:04 Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16.2.2025 10:03 Betra og skilvirkara fjármálakerfi Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Skoðun 16.2.2025 09:02 Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. Viðskipti innlent 15.2.2025 18:51 Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Viðskipti innlent 15.2.2025 13:30 „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Viðskipti innlent 14.2.2025 20:15 Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Viðskipti innlent 14.2.2025 18:10 Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.2.2025 16:45 Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. Viðskipti innlent 13.2.2025 16:25 Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. Viðskipti innlent 5.2.2025 21:50 Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. Innherji 3.2.2025 15:33 Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Örn Ólafsson í stöður verkefnastjóra og Helena Wessman í starf sérfræðings. Viðskipti innlent 3.2.2025 12:52 Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Viðskipti innlent 31.1.2025 13:54 Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:32 Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45 Spá meiri arðsemi Arion en minni vaxtatekjur taki niður afkomu Íslandsbanka Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum. Innherji 18.1.2025 13:34 Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. Innlent 18.1.2025 12:24 Til skoðunar að selja almenningi bankann Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 14.1.2025 12:14 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Viðskipti innlent 14.1.2025 06:24 Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Lilju Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns viðskiptaeftirlits og Steinar Arason í stöðu forstöðumanns regluvörslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 13.1.2025 13:10 Íslandsbanki umbreytir láni til Havila í hlutafé og verði einn stærsti hluthafinn Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug. Innherji 3.1.2025 14:36 Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Viðskipti innlent 9.12.2024 14:35 „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. Viðskipti innlent 4.12.2024 12:04 Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00 Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01 ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna. Neytendur 22.11.2024 11:27 Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31 Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59 Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt. Viðskipti innlent 20.11.2024 08:53 Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Viðskipti innlent 13.11.2024 11:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 14 ›
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:04
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16.2.2025 10:03
Betra og skilvirkara fjármálakerfi Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Skoðun 16.2.2025 09:02
Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. Viðskipti innlent 15.2.2025 18:51
Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Viðskipti innlent 15.2.2025 13:30
„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Viðskipti innlent 14.2.2025 20:15
Almenningur fær forgang og lægsta verðið Fjármálaráðuneytið hefur kynnt fyrirkomulag sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem fyrirhuguð er á næstu misserum. Í því felst að einstaklingar fá lægsta verðið í sölunni, allt að fimm prósenta afslátt frá markaðsvirði, og forgang við úthlutun. Viðskipti innlent 14.2.2025 18:10
Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Stjórn Arion banka ákvað á fundi sínum í dag að lýsa yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna félaganna. Bréf þess efnis hefur verið sent til stjórnarformanns og bankastjóra Íslandsbanka. Viðskipti innlent 14.2.2025 16:45
Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka, nam 87,8 milljörðum króna á síðasta ári. Mestur var hagnaður Landsbankans. Ráðgert er að þar af verði tæpur helmingur greiddur í arð til hluthafa. Viðskipti innlent 13.2.2025 16:25
Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi. Viðskipti innlent 5.2.2025 21:50
Olíusjóðurinn ekki átt meira undir á Íslandi síðan 2007 eftir kaup á ríkisbréfum Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu, hélt áfram að stækka verðbréfastöðu sína á Íslandi í fyrra þegar hann bætti talsvert við sig í ríkisskuldabréfum. Olíusjóðurinn átti eignir í skuldabréfum á íslensk fyrirtæki og ríkissjóð fyrir samtals um jafnvirði 40 milljarða í lok ársins og hefur umfang hans ekki verið meira í nærri tvo áratugi. Innherji 3.2.2025 15:33
Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, Guðríður Svana Bjarnadóttir og Ólafur Örn Ólafsson í stöður verkefnastjóra og Helena Wessman í starf sérfræðings. Viðskipti innlent 3.2.2025 12:52
Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði lækkað um hálft prósentustig næst þegar peningastefnunefnd kemur saman þann 5. febrúar. Deildin telur þó að aðeins 25 punkta lækkun sé möguleg. Viðskipti innlent 31.1.2025 13:54
Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:32
Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Neytendur 22.1.2025 08:45
Spá meiri arðsemi Arion en minni vaxtatekjur taki niður afkomu Íslandsbanka Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum. Innherji 18.1.2025 13:34
Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við. Innlent 18.1.2025 12:24
Til skoðunar að selja almenningi bankann Fjármálaráðherra segir koma til greina að eftirstandandi hlutur ríkisins verði seldur í almennu hlutafjárútboði. Mikilvægast sé að söluferlið verði gagnsætt og hafið yfir allan vafa. Viðskipti innlent 14.1.2025 12:14
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi að 42,5 prósenta hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur á árinu. Viðskipti innlent 14.1.2025 06:24
Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Lilju Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns viðskiptaeftirlits og Steinar Arason í stöðu forstöðumanns regluvörslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 13.1.2025 13:10
Íslandsbanki umbreytir láni til Havila í hlutafé og verði einn stærsti hluthafinn Íslandsbanki hefur umbreytt lánum sem voru veitt til Havila Shipping í hlutafé og verður bankinn í kjölfarið einn stærsti hluthafi norska fyrirtækisins með um sjö prósenta eignarhlut. Hlutabréfaverð skipafélagsins féll um liðlega sjötíu prósent í fyrra samhliða versnandi afkomu en íslenskir bankar – Íslandsbanki og Arion – töpuðu milljörðum króna á lánveitingum sínum til Havila fyrir um einum áratug. Innherji 3.1.2025 14:36
Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Greingardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist í 4,8 prósentum næstu tvo mánuði. Hún muni þó hjaðna nokkuð hratt eftir það og ná efri mörkum verðbólgumarkmiðs í mars. Viðskipti innlent 9.12.2024 14:35
„Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. Viðskipti innlent 4.12.2024 12:04
Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00
Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Þrátt fyrir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni hefur stór hluti fjármálastofnanna hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum og vísar til hárra raunvaxta. ASÍ fordæmir vaxtahækkanirnar og forsætisráðherra furðar sig á þeim. Innlent 22.11.2024 19:01
ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fordæmir þá ákvörðun Íslandsbanka að hækka vexti á verðtryggðum lánum á sama tíma og verðbólga gangi niður og vonir vakni um að hagur almennings taki að batna. Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður er meðal þeirra sem eru hugsi yfir vaxtahækkunum bankanna og lífeyrissjóðanna. Neytendur 22.11.2024 11:27
Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Allir viðskiptabankarnir ætla eða hafa gert breytingar á vaxtakjörum sínum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabankans í morgun. Hjá Íslandsbanka hafa vextir á óverðtryggðum lánum þegar lækkað en hækkað á verðtryggðum lánum. Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir harðlega hækkun á verðtryggðum lánum. Innlent 20.11.2024 21:31
Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Seðlabankinn býst við að verðbólga verði komin niður í 2,5 prósent árið 2026. Seðlabankastjóri segir þó óvissuþætti í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. Innlent 20.11.2024 18:59
Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Íslandsbanki ætlar að lækka óverðtryggða vexti á útlánum sínum um allt að 0,5 prósentustig í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti sína. Tilkynning Íslandsbanka var send út innan við stundarfjórðungi eftir að ákvörðun Seðlabankans var kynnt. Viðskipti innlent 20.11.2024 08:53
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Viðskipti innlent 13.11.2024 11:29