Innherji

Þor­steinn Már hlaut heiður­s­verð­laun Þjóð­mála

Ritstjórn Innherja skrifar
Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, fékk verðlaunin meðal annars fyrir að hafa verið leiðandi í að koma íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð á alþjóðavettvangi.
Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, fékk verðlaunin meðal annars fyrir að hafa verið leiðandi í að koma íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð á alþjóðavettvangi.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála á fimmtudag í síðustu viku.

Verðlaunin eru veitt honum fyrir ævilangt framlag til uppbyggingar íslensks atvinnulífs og því að hafa verið leiðandi í að koma íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð á alþjóðavettvangi.

Fyrri handhafar heiðursverðlaunanna eru þeir Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, og Grímur Sæmundsen, stofnandi og forstjóri Bláa lónsins.

Sigurður Sævar Magnúsarson listmálari og Þorsteinn Már Baldvinsson afhjúpa málverk af þeim síðarnefnda.

Hátíðarkvöld Þjóðmála fór fram á Hvalasafninu á Granda og mættu til leiks um 280 gestir sem fylgdust meðal annars með því þegar Þorsteini Má var afhent portrett-málverk sem málað var af listmálaranum Sigurði Sævari Magnúsarsyni.

Fleiri verðlaun voru veitt af sama tilefni. Þannig hlutu forsvarsmenn Vekru viðskiptaverðlaun ársins 2025 fyrir sölu á bílaumboðinu Öskju og tengdra félaga til breska bílafyrirtækisins Inchcape.

Hjörleifur Jakobsson, stjórnarformaður Vekru, og Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju.

Bjartasta vonin var valin laxeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum en nú standa yfir þar í bæ umfangsmestu fjárfestingar sögunnar og stefnir í að innan fárra ára muni útflutningsverðmæti fyrirtækisins nema um 50 milljörðum króna á ári hverju.

Samfélagsverðlaun Þjóðmála féllu í skaut Íslandsbanka sem hefur staðið tryggilega við bakið á Reykjavíkurmaraþoni í áratugi og meðal annars haft forgöngu um áheitasöfnun sem í dag er orðin ein mikilvægasta tekjulind nokkurra af stærstu góðgerðar- og líknarfélaga landsins.

Hjónin Sigríður M. Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, eigendur og stofnendur Skógarbaðanna, og Þórður Gunnarsson sem veitti verðlaunin.

Kaupmaður ársins var valinn ferðaþjónustufyrirtækið Skógarböðin við Eyjafjörð. Hjónin Sigríður M. Hammer og Finnur Aðalbjörnsson hafa byggt upp fyrirtæki á grunni heitavatnsstraums úr Vaðlaheiðargöngum og stefnir í að fyrirtæki þeirra skapi hundruð starfa á Eyjafjarðarsvæðinu. Hefur uppbyggingin aukið fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins og gert það að meira aðdráttarafli fyrir ferðamenn en áður.


Tengdar fréttir

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., ritaði í dag bréf til starfsfólks þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að láta af störfum sem forstjóri félagsins í júní næstkomandi. Hann er þó ekki sestur í helgan stein enda situr hann í stjórnum fjölda félaga, þar á meðal Samherja.

Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög

Bílaumboðið Askja, Una, Dekkjahöllin og Landfari hafa verið seld til alþjóðlega bílafyrirtækisins Inchcape, sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu bifreiða á heimsvísu og er skráð í kauphöllina í Lundúnum.

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út

Fimm hæða hótel við Skógarböðin, sem mun rísa innan tveggja ára fyrir norðan, á að verða það flottasta sinnar tegundar að sögn eiganda. Í ágúst geta baðgestir fengið að upplifa Skógarböðin eftir miklar framkvæmdir. Verið er stækka böðin um meira en helming og byggja maskabar, gufubað og nuddstofu.

Eldis­fyrir­tækið Lax­ey klárar nærri tuttugu milljarða fjár­mögnun

Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áformar uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum með árlegri framleiðslugetu upp á 36 þúsund tonn, hefur lokið við um 35 milljóna evra hlutafjáraukningu ásamt því að gera nýtt langtímasamkomulag við Arion banka um lánsfjármögnun. Félagið stefnir að því að hefja fyrstu slátrun á fiski á haustmánuðum þessa árs sem er í samræmi við upphaflega tímalínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×