Portúgalski boltinn

Fréttamynd

Fótboltaheimurinn syrgir fallna fé­laga

Portúgölsku bræðurnir og knattspyrnumennirnir Diogo Jota og André Silva létust í bílslysi á Spáni í nótt. Fótboltamenn og fleira íþróttafólk, alls staðar að úr heiminum, syrgir fallna félaga sem létust langt fyrir aldur fram. Liverpool fána er flaggað í hálfa stöng fyrir utan Anfield leikvanginn og stórstjörnur senda fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica vann Bayern og vann riðilinn

Portúgalska félagið Benfica vann 1-0 sigur á þýska stórliðinu Bayern München í lokaleik riðils þeirra á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Funduðu á eyju um kaup Arsenal á Gyökeres

Stærsti fótboltamiðill Portúgals, Record, fullyrti í dag að Arsenal væri búið að leggja fram fyrsta tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres hjá Sporting Lissabon, eftir að forráðamenn félaganna hittust á spænsku eyjunni Menorca í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ein­vígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“

Handboltamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson varð um helgina þrefaldur meistari með Sporting í Portúgal annað árið í röð, eftir magnað einvígi gegn Íslendingaliðinu Porto. Honum líkar lífið í Lissabon vel og ætlar að halda áfram að vinna titla með liðinu næstu tvö árin hið minnsta.

Handbolti
Fréttamynd

Eftir­maður Amorim strax á út­leið

João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Þor­steinn Leó Gunnars­son, hefur stimplað sig inn í at­vinnu­mennskuna af krafti með liði sínu Porto. Þor­steinn, sem minnti ræki­lega á sig með skotsýningu í lands­leik Ís­lands gegn Bosníu á dögunum, tók skrefið út í at­vinnu­mennskuna og samdi við sigursælasta lið Portúgal, Porto fyrir yfir­standandi tíma­bil frá Aftur­eldingu þar sem hann hefur náð að fóta sig vel og býr úti ásamt kærustu sinni.

Handbolti
Fréttamynd

Sporting stað­festir á­huga United á Amorim

Manchester United ætlar sér að ráða Rúben Amorim sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Sporting hefur staðfest áhuga United á honum og að félagið sé tilbúið að greiða tíu milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans.

Enski boltinn
Fréttamynd

Portúgalar syrgja mikla goð­sögn á miðju Evrópu­móti

Cristiano Ronaldo og Jose Mourinho eru meðal þeirra sem minnast portúgölsku fótboltagoðsagnarinnar Manuel Fernandes sem lést í gær. Portúgalska þjóðin syrgir þessa miklu goðsögn en fram undan er leikur á móti Slóveníu í sextán liða úrslitum EM.

Fótbolti
  • «
  • 1
  • 2