
ASÍ

Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga
Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið.

Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu
Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust.

Óttast að ofbeldismenning taki yfir verkalýðshreyfinguna
Stjórn Bárunnar, stéttarfélags, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hún fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis. Báran segir ömurlegt að fylgjast með forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar fagna afsögn Drífu Snædal.

Hópur fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum
Formaður Öldunnar, stéttarfélags innan Alþýðusambandsins (ASÍ), segir framtíð verkalýðshreyfingarinnar svarta eftir sviptingar innan hennar undanfarið. Hann segir hóp fólks hafi komist til valda með offorsi og eineltistilburðum, sem fáir séu spenntir að vinna með.

Formenn innan SGS harma aðstæður sem urðu til afsagnar Drífu
Ellefu formenn aðildarsambanda innan Starfsgreinasamband Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir þakka Drífu Snædal, sem sagði af sér embætti formanns Alþýðusambands Íslands í gær, fyrir farsælt og gefandi samstarf.

Undarlegt ár að baki hjá verkalýðshreyfingunni
Fyrrverandi ríkissáttasemjari segir það mjög óvenjulegt að forseti Alþýðusambandsins segi af sér vegna deilna inna verkalýðshreyfingarinnar. Átökin hafi verið óvenju opinber síðasta árið. Sviptingarnar gætu haft nokkur áhrif á gerð kjarasamninga í haust.

Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan.

Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart
Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart.

Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“

Tjáir sig lítið um sjónarmið Drífu en vill stilla saman strengi
Kristján Þórður Snæbjarnarson hefur tekið við forsetaembætti Alþýðusambands Íslands, í kjölfar afsagnar Drífu Snædal í morgun. Hann gegnir því embætti að minnsta kosti fram að aðalþingi ASÍ um miðjan október. Hann vill ekki gefa það upp hvort hann stefni á kosningabaráttu í haust en segir sóknarfæri felast í því að stilla saman strengi innan hreyfingarinnar.

Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum
Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“

Drífa segir af sér embætti forseta ASÍ
Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands. Vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar kveðst hún ekki treysta sér til að vinna áfram innan sambandsins. Skynsamlegra sé því vegna kjaraviðræðna og undirbúningi þingsins, að hætta sem fyrst.

„Villandi framsetning og illa unnið“
Forseti Alþýðusambandsins segir sannarlega svigrúm til launahækkana í haust en sérfræðingar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru á öðru máli. Á almennum markaði losna kjarasamningar í nóvember og umræðan í aðdraganda viðræðna er tekin að þyngjast.

Ábyrgðin á herðum einstaklinga á meðan fyrirtækin mengi áfram
Alltof mikil ábyrgð er lögð á herðar einstaklinga í loftslagsmálum, að mati fulltrúa ASÍ í loftslagsráði. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, að mati sérfræðingsins.