Vinnuaflið sjálft eigi að leiða Alþýðusambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 15:07 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur að með sigri nýfrjálshyggju frá níunda áratug 20. aldar hafi farið að fjara undan markvissri stéttabaráttu. Í kjölfarið hafi innleiðing og yfirtaka „sérfræðingastétta“ átt sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“ ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sólveig Anna ræddi kreppuna í verkalýðshreyfingunni á Sprengisandi í morgun. „Þetta snýst fyrst og fremst um lýðræði. Hvort við trúum því að vinnuaflið sjálft eigi að leiða stefnuna og ASÍ vinni eftir þeirri stefnu en ekki að skipanirnar komi að ofan,“ segir Sólveig Anna í upphafi viðtals síns. Þetta segir hún stóra viðfangsefni verkalýðshreyfingar núna. Hlusta má á viðtalið við Sólveigu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Það er þess vegna sem við höfum alfarið hafnað þessu SALEK módeli, því þar finnst hugmyndafræði um að það sé hægt að ná stöðugleika af því allir ætli að passa saman upp á hófsemdina. Það sem er hins vegar öllum augljóst er að þessu er þröngvað upp á stétt vinnandi fólks á meðan stjórnendur fyrirtækja virða þetta með engum hætti; ójöfnuður eykst og svo framvegis,“ segir Sólveig varðandi nálgun í kjaraviðræðum. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt helstu stéttarfélaga í samstarfi við Samtök atvinnulífs og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Þar var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Spurt-og-svarad-um-SALEK-GAPDF207KBSækja skjal Vantaði þekkingu í fyrstu hjá ASÍ Hún segir enga viðleitni frá mörgum félögum innan ASÍ að þurfa að endurnýja umboð sitt til að leiða félagið. Með því að þurfa að sigra kosningar, segir Sólveig, fáist kraftur til að knýja fram raunverulegar kjarabætur. „Ég fullyrði að ef hnignun hefði ekki átt sér stað innan vébanda ASÍ værum við ekki á þessum stað.“ Varðandi stéttasamvinnu og núning við fráfarandi forseta og BHM sem dæmi segir Sólveig að bandalagið hafi unnið gegn vinnandi fólki. Í átökunum innan ASÍ segir Sólveig Anna að hún hafi ekki haft nógu mikla þekkingu þegar hún kom þar inn fyrst. „Svo áttaði ég mig á því að hörðustu stéttaátökin voru þarna inni þegar ég mætti mikilli fyrirstöðu frá hálaunahópum sem vildu koma fram með þá kröfu að konurnar með 300 þúsund og kallarnir með 1,2 milljónir ættu að fá það sama í skattalækkanir.“
ASÍ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48 Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39
Óskar þess að ró færist yfir verkalýðshreyfinguna fyrir gerð kjarasamninga Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að ríkið haldi sig til hlés þar til á lokametrum kjaraviðræðna í haust. Hann segist óska eftir því að ró færist yfir ASÍ áður en gengið verði að samningsborðinu. 15. ágúst 2022 08:48
Mikilvægt að taktur náist fyrir komandi kjarasamninga Formaður Bandalags háskólamanna segir mikilvægt að taktur náist innan Alþýðusambands Íslands fyrir komandi kjaraviðræður. Þær setji öðrum aðilum verkalýðshreyfingarinnar ramma. Náist sá taktur ekki gæti opinberi markaðurinn þurft að taka af skarið. 14. ágúst 2022 22:14