Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið.
Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira