
Vladimír Pútín

Pútin tjáir sig og lofar rannsókn á dauða Prigozhin
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sendir fjölskyldu Yevgeny Prigozhin samúðarkveðjur. Hann tjáði sig í fyrsta sinn um dauða Wagner leiðtogans í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag.

Þögull um Prigozhin en fagnar fyrirhugaðri stækkun BRICS
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um fregnir af dauða Yevgeny Prigozhin né hafa stjórnvöld í Moskvu viljað gefa út formlega yfirlýsingu um málið.

Segir dauða Prigozhin ekki koma á óvart
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir dauða Yevgeny Prigozhin, eiganda málaliðahópsins Wagner Group, ekki hafa komið sér á óvart. Hann segir lítið gerast í Rússlandi án aðkomu Vladimírs Pútín, forseta.

Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner
Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara.

Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín
Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.

Fer ekki til Suður-Afríku vegna handtökuskipunar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar ekki til Suður-Afríku á fund BRICS-ríkjanna svokölluðu. Ef Pútín færi ætti hann á hættu að vera handtekinn fyrir stríðsglæpi í Úkraínu.

Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika
Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries.

Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf
Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt.

„Okkar æðstu yfirmenn stungu okkur í bakið“
Rússneskur herforingi sem leiddi hermenn í suðurhluta Úkraínu segist hafa verið rekinn fyrir að vekja athygli yfirmanna sinna á slæmu ástandi á víglínunum. Ivan Popov, yfirmaður 58. hers Rússlands, sendi frá sér skilaboð í gær þar sem hann sagði forsvarsmenn hersins hafa stungið hermenn í bakið.

Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum
Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald.

Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur
Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45.

Úkraína án Rússlands: Fyrirheitna landið
Eftir á að hyggja er grein Vladímír Pútín „Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna“ (2021) ætlað að rökstyðja innrás í Úkraínu. Greinin er birt á vefsíðu Kremlar þann 12. júlí 2021 (klukkan 17:00). Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Í neðangreindu máli skoða ég þá réttlætingu sem Pútín teflir fram fyrir hernaðaraðgerð gegn Úkraínu, til samanburðar réttlætingar arfleifðar Ísraelsmanna í Kanaanlandi, samkvæmt 1. Mósebók.

Raunveruleg ógn við vald Pútíns
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni.

Wagner-liðar fá sakaruppgjöf og Prigozhin fer til Belarús
Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins, hefur lýst því yfir að uppreisninni sé lokið. Þetta kemur fram í ávarpi sem hann sendi frá sér nú síðdegis. Hann segist hafa náð samkomulagi við Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta Rússlands, um að binda enda á uppreisnina.

Wagner í hart gegn rússneska hernum og Prigozhin eftirlýstur
Yevgeny Prigozhin, rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn Wagner Group og hefur tekið virkan þátt í innrás Rússa í Úkraínu, lýsti því yfir í kvöld að leiðtogaráð Wagner hefði ákveðið að fara í hart gegn leiðtogum Varnarmálaráðuneytis Rússlands og að „rústa“ öllum sem standa í vegi þeirra.

„Til fjandans með þá“
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að til greina kæmi að beita kjarnorkuvopnum, ef öryggi Rússlands væri ógnað. Þá sagði Pútín að Rússar myndi ekki fækka kjarnorkuvopnum sínum, sama hvurslags samkomulag Vesturlönd reyndi að gera við Rússland.

Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands.

Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu.

Málaliðar Wagner handsömuðu og börðu rússneskan ofursta
Málaliðar Wagner Group lentu á dögunum í skotbardaga við rússneska hermenn nærri Bakhmut. Bardaginn endaði með því að málaliðarnir handsömuðu rússneskan undirofursta, börðu hann og þvinguðu hann til að játa að hafa skipað mönnum sínum að skjóta á málaliðana.

Stjórn skotfélagsins biður rússnesku þjóðina og Pútín afsökunar
Stjórn Skotfélags Húsavíkur vill biðja rússnesku þjóðina og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, afsökunar. Það er eftir að sendiráð Rússlands á Íslandi kvartaði yfir því að mynd af andliti Pútíns hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu skotfélagsins á Facebook fyrir mót.

Rússar reiðir Skotfélagi Húsavíkur vegna myndar af Pútín
Forsvarsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi eru ósáttir við það að mynd af Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafi verið sett á skotskífu í auglýsingu á Facebooksíðu Skotfélagsins. Andlit forsetans var notað í auglýsingu fyrir mót og var hún birt í gær.

Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti.

Óttast ósigur Rússa og varar við byltingu heima fyrir
„Við erum í stöðu þar sem við getum einfaldlega glatað Rússlandi,“ segir Yevgeniy Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, í viðtali við Konstantin Dolgov, einn þekktasta herbloggara Rússlands.

Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni
Bardagar eru enn sagðir eiga sér stað í Belgorod héraði í Rússlandi, þar sem rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa eru sagðir hafa lagt undir sig minnst eitt þorp í Rússlandi. Rússar segja mennina sem gerðu árásina vera úkraínska skæruliða en Úkraínumenn segja þá Rússa sem berjist gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.

Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi.

Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás
Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu.

Pútín sé réttdræpur vegna glæpa sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur enga trú á því að hægt verði að draga Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, fyrir dóm fyrir glæpi sína. Segir hann Úkraínumenn í fullum rétti að ráða hann af dögum.

Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun
Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er.

Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“
Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu.

Kallar eftir samstöðu með Pútín
Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd.