Skotflaugar féllu á Kænugarð Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 12:01 Einn maður lét lífið í árás Rússa á Kænugarð í nótt. AP/Alex Babenko Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa skotið niður sex af sjö skotflaugum og 71 af drónunum. Þar að auki munu fjörutíu drónar hafa verið stöðvaðir með því að trufla kerfi þeirra. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt upp í loftið og falla svo á skotmörk sín á miklum hraða. Takist að skjóta þær niður eru þær því hvort eð er líklegar til að valda skaða á jörðu niðri. Sjá einnig: Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tjáði sig um árás næturinnar og sagði að ógnarherferð Rússa gegn Úkraínu myndi ekki hætta að sjálfu sér. Kallaði hann eftir samstöðu meðal bakhjarla Úkraínu og sagði árásina til marks um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði ekki áhuga á friði. Hann héldi árásum sínum á Úkraínumenn og úkraínskar borgir áfram. https://www.facebook.com/GeneralStaff.ua/posts/pfbid06HdJWbNPKPSMK4fmWdUGmNmdGshJiijqsQ2uJe8TSJJMkym6Epv1w8kWFsQScLJPl Reuters hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að níu ára gamalt barn sé meðal þeirra sem særðust í Kænugarði. Þá segir fréttaveitan að árásin hafi einnig valdið tjóni á mikilvægum innviðum í Tjernihív-héraði, þar sem tveir munu hafa særst. A huge sinkhole has formed in one of Kyiv's districts after a night attack. pic.twitter.com/vkWCvfUoLg— WarTranslated (@wartranslated) February 12, 2025 Rússar hafa á þeim þremur árum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst skotið aragrúa eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Margar þessara árása hafa beinst að orkuinnviðum. Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn fjölgað eigin árásum á skotmörk í Rússlandi töluvert. Þar hafa Úkraínumenn notast mikið við eigin sjálfsprengidróna. Þær beinast margar að innviðum varðandi olíuframleiðslu og vinnslu í Rússlandi og á þeim að vera ætlað að koma höggi á hagkerfi Rússlands og olíubirgðum rússneska hersins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51