

KSÍ hefur sett sig í samband við, hinn norska þjálfara, Age Hareide um að taka við karlalandsliði Íslands.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að markmiðið sé að næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta verði þjálfari með mikla, alþjóðlega reynslu. Fáir íslenskir þjálfarar passi við það viðmið.
Freyr Alexandersson hefur ekki í hyggju að taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta nú þegar starfið er laust eftir brottrekstur Arnars Þórs Viðarssonar.
Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum.
Ole Gunnar Solskjær er þjálfarinn sem íslenska þjóðin þarf á að halda. Þetta segir Baldur Sigurðsson, fótboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, var gestur í síðasta þætti hlaðvarpsins Chat After Dark. Var Arnar spurður hvort ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands væri sanngjörn. Það er að reka Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara.
Nokkrir af leikmönnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hafa sent Arnari Þór Viðarssyni þakklætiskveðju á samfélagsmiðlum, í kjölfar þess að Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í gær.
Arnar Þór Viðarsson stýrði íslenska karlalandsliðinu í síðasta sinn þegar það vann Liechtenstein, 0-7, á sunnudaginn. Leikurinn fór fram á sama stað og síðasti landsleikur hans sem leikmanns.
Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld.
Miðað við svör Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Íslandsmeistara Breiðabliks, er afar ólíklegt að hann verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.
Knattspyrnusamband Íslands tók stóra ákvörðun í gær og tímasetning hennar kom mörgum í opna skjöldu.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það eðlilegt að Arnar Þór Viðarsson hafi ekki tekið vel í það þegar honum var sagt upp störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dag.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að stjórn sambandsins hafi ekki lengur haft trú á því að Arnar Þór Viðarsson væri rétti maðurinn til að koma íslenka karlalandsliðinu í fótbolta á stórmót.
Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina?
Stjórn KSÍ hefur rekið Arnar Þór Viðarsson úr starfi þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Ólafur Ingi Skúlason segir það mikið afrek fyrir íslenska U-19 ára landslið karla í fótbolta að komast á lokamót EM í þessum aldursflokki.
Orri Steinn Óskarsson og Hilmir Mikaelsson skoruðu mörk U19 ára landsliðs Íslands er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Ungverjum í undankeppni EM í kvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti á lokamóti EM sem fram fer á Möltu í júlí.
Aron Einar Gunnarsson setti tvö met þegar hann skoraði þrennu í sjö marka sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í gær.
Ísland setti met yfir stærð sigurs í keppnisleik í Liechtenstein í dag. En andstæðingurinn var einkar slakur.
Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var eðlilega sáttur með lífið eftir 7-0 sigur liðsins gegn Liechtenstein í dag.
„Það er alveg jafn gaman að vinna 7-0 eins og það er leiðinlegt að tapa,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson eftir öruggan sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Liechtenstein í dag.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann vægast sagt öruggan 7-0 sigur er liðið heimsótti Liechtenstein í Vaduz í undankeppni EM 2024 í dag. Eftir að hafa aðeins skorað tvö mörk í fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttirnar í þeim síðari og margir leikmenn íslenska liðsins geta gengið sáttir frá borði.
Venju samkvæmt var fólk duglegt að ræða landsleikinn á Twitter og jákvæðnin réð ríkjum aldrei þessu vant.
Ísland svaraði fyrir tapið gegn Bosníu með 0-7 sigri gegn Liechtenstein. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, gerði þrennu. Davíð Kristján, Hákon Arnar og Mikael Egill skoruðu allir sitt fyrsta landsliðsmark. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn við Liechtenstein á Rheinpark Stadion í Vaduz liggur fyrir. Arnar Þór Viðarsson gerir tvær breytingar frá leik fimmtudagsins.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir hafa verið gríðarerfitt að horfa á leik Íslands og Bosníu á fimmtudagskvöld. Aron var í leikbanni og sá leikinn af hliðarlínunni.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði ekki mikið um mögulegar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn við Liechtenstein í dag. Liðið átti slakan leik í Bosníu á fimmtudag.
Þrír í teymi íslenska karlalandsliðsins eiga afar slæmar minningar frá Vaduz hvar Ísland sækir Liechtenstein heim í undankeppni EM í dag. Þar varð liðið niðurlægt fyrir fimmtán árum síðan. Ísland mætir Liechtenstein á ný í dag.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði á Rheinpark Stadion í Liechtenstein í dag fyrir leik við heimamenn á sama velli á morgun. Einbeiting einkenndi menn sem virðast staðráðnir í að bæta upp fyrir slæmt tap í Bosníu á fimmtudag.