Alfreð: Andstæðingurinn var ekki mættur til þess að spila fótbolta Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2023 21:48 Alfreð Finnbogason skoraði eitt mark í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann sannfærandi 4-0 sigur gegn Liechtenstein. Alfreð Finnbogason, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, skoraði eitt mark og var ánægður með sigurinn. „Það var smá húllumhæ þar sem Gylfi [Þór Sigurðsson] náði að koma til baka og skora tvö mörk. Þetta eru skrítnir leikir þegar að mótherjinn er ekki kominn til þess að spila fótbolta. Við gerðum það sem búist var við af okkur og fengum þrjú stig og erum sáttir,“ sagði Alfreð Finnbogason ánægður með sigurinn. Alfreð var spurður út í stöðuna á liðinu og ungu landsliðsmennina. „Mér finnst hún á mjög fínum stað. Við erum að fá eldri leikmenn til baka og það er meira jafnvægi á reynslu og ungum heldur en fyrir 2-3 árum þar sem ungu strákunum var hent strax í djúpu laugina.“ „Ég held að við séum að fá kjarna í kringum þá og það er þjálfarans að búa til réttu blönduna. Mér finnst við vera með miklu meiri breidd núna og mér líst gríðarlega vel á framhaldið.“ Klippa: Alfreð Finnboga eftir leik Alfreð hélt áfram að tala um ungu landsliðsmennina og hlakkar til framhaldsins „Þeir eru léttari og liprari. Við vorum með góða fótboltamenn upp á okkar besta en vorum líka með góða blöndu af leikmönnum sem gerðu allt til þess að vinna. Við vorum með hávaxið lið á þeim tíma en núna erum við með öðruvísi leikmenn og spilum öðruvísi. Ég er mjög spenntur fyrir blöndunni í liðinu og að fá að vera í hlutverki í þessu liði er mjög spennandi,“ sagði Alfreð Finnbogason að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
„Það var smá húllumhæ þar sem Gylfi [Þór Sigurðsson] náði að koma til baka og skora tvö mörk. Þetta eru skrítnir leikir þegar að mótherjinn er ekki kominn til þess að spila fótbolta. Við gerðum það sem búist var við af okkur og fengum þrjú stig og erum sáttir,“ sagði Alfreð Finnbogason ánægður með sigurinn. Alfreð var spurður út í stöðuna á liðinu og ungu landsliðsmennina. „Mér finnst hún á mjög fínum stað. Við erum að fá eldri leikmenn til baka og það er meira jafnvægi á reynslu og ungum heldur en fyrir 2-3 árum þar sem ungu strákunum var hent strax í djúpu laugina.“ „Ég held að við séum að fá kjarna í kringum þá og það er þjálfarans að búa til réttu blönduna. Mér finnst við vera með miklu meiri breidd núna og mér líst gríðarlega vel á framhaldið.“ Klippa: Alfreð Finnboga eftir leik Alfreð hélt áfram að tala um ungu landsliðsmennina og hlakkar til framhaldsins „Þeir eru léttari og liprari. Við vorum með góða fótboltamenn upp á okkar besta en vorum líka með góða blöndu af leikmönnum sem gerðu allt til þess að vinna. Við vorum með hávaxið lið á þeim tíma en núna erum við með öðruvísi leikmenn og spilum öðruvísi. Ég er mjög spenntur fyrir blöndunni í liðinu og að fá að vera í hlutverki í þessu liði er mjög spennandi,“ sagði Alfreð Finnbogason að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira