Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnurnar sem fóru forgörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2023 07:00 Íslenska liðið fagnar því að Gylfi Þór sé orðinn markahæstur frá upphafi. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann Liechtenstein 4-0 í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Sigurinn var síst of stór en hans verður munað sem leiksins þar sem Gylfi Þór Sigurðsson bætti markamet íslenska karlalandsliðsins. Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Sjá meira
Gylfi Þór var fyrir leik gærkvöldsins aðeins einu marki frá því að jafna markamet Kolbeins Sigþórssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þegar í ljós kom að Gylfi Þór myndi byrja leikinn þá var strax farið að spá því að hann myndi allavega jafna markametið eða mögulega bæta það. Það tók Gylfa Þór ekki langan tíma að láta til sín taka. Það var svo á 22. mínútu sem Ísland fékk vítaspyrnu eftir að fyrirgjöf Gylfa Þórs fór í hendina á varnarmanni gestanna. Gylfi Þór fór sjálfur á punktinn og negldi boltanum í slá og inn. Alfreð Finnbogason tvöfaldaði forystuna áður en fyrri hálfleikur var úti. Klippa: Mörkin á Laugardalsvelli og vítaspyrnunar sem fóru forgörðum Gestirnir fengu hins vegar vítaspyrnu áður en flautað var til fyrri hálfleiks eftir að boltinn fór í hönd Alfons Sampsted innan vítateigs. Elías Rafn Ólafssonar gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Sandro Wieser en samherji hans fylgdi eftir og minnkaði muninn. Það þurfti hins vegar að taka spyrnuna aftur þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn. Wieser steig aftur á punktinn og þrumaði framhjá, staðan 2-0 í hálfleik. Gylfi Þór sannfærði þjálfarateymið um að spila tíu mínútur til viðbótar í síðari hálfleik og þær nýtti hann í að skora annað mark sitt og bæta þar með markamet íslenska karlalandsliðsins. Hákon Arnar Haraldsson gulltryggði svo sigur 4-0 sigur Íslands. Mörkin fjögur ásamt vítaspyrnum gestanna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Fleiri fréttir Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Sjá meira