
Brúðkaup

Tímalausar og fallegar brúðargjafir
Brúðkaupstímabilið er í algleymingi og fjölmargir hafa fengið boð í brúðkaup næstu vikurnar. Með því vaknar hin klassíska spurning: Hvað á maður að gefa verðandi brúðhjónum?

Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman
„Við gerðum þetta á frekar óhefðbundinn hátt og vorum bæði mjög ánægð með þá ákvörðun,“ segir tískugyðjan nýgifta Helga Jóhannsdóttir. Helga, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi. Blaðamaður ræddi við hana um þennan draumadag.

Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney
Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni.

„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“
„Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið.

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni
Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið
Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman.

Bezos færir brúðkaupið vegna mótmæla
Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, hefur ákveðið að færa brúðkaupið sitt úr miðbæ Feneyja eftir mótmæli íbúa og loftslagsaðgerðasinna. Um tvö hundruð gestir hafa boðað komu sína, þar á meðal heimsfrægt fólk.

„Þetta er auðvitað klisja en hann var fullkominn“
„Við Dalli erum ekki þekkt fyrir hálfkák svo við ákváðum snemma að taka dansinn alla leið og tókum Dirty Dancing,“ segir Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. Hún og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband núna í júní og vissu strax að þau vildu halda miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn.

Feneyjabúar æfir yfir glæsibrúðkaupi Bezos
Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, og Lauren Sanchez unnusta hans skipuleggja þessa dagana þriggja daga brúðkaup í Feneyjum í lok mánaðarins. Fjöldi íbúa borgarinnar mótmælir áætlununum og segir þarfir íbúa þurfa að víkja fyrir ferðamönnum.

Stjörnum prýtt brúðkaup landsliðsmanns í Grikklandi
Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast.

Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar
„Hvað getur klikkað þegar maður er með allt sitt besta fólk að fagna ástinni?“ spyr presturinn Hjördís Perla Rafnsdóttir sem gekk að eiga sinn heittelskaða, fyrrum fótboltalandsliðskappann og athafnamanninn Kára Árnason, við einstaka athöfn í Cascais í Portúgal um helgina. Hjördís Perla ræddi við blaðamann um þennan stórkostlega dag.

„Það má ekki gleyma því af hverju við vorum að þessu“
„Ég lagði mikla áherslu á að gestirnir upplifðu gleði og skemmtun,“ segir hin nýgifta Anna Claessen. Hún gekk að eiga ástina í lífi, Halldór Benediktsson, þann 24. maí síðastliðinn. Blaðamaður ræddi við Önnu um þennan ógleymanlega og dásamlega dag þeirra hjóna.

„Grínast oft með að ég gaf honum um ellefu ár til að hætta við“
„Athöfnin stendur klárlega upp úr. Hún var hátíðleg og dásamleg, en jafnframt frjálsleg. Ég held að við höfum verið búin að vera við altarið í um tvær mínútur þegar strákarnir vildu koma til okkar og voru í fanginu okkar allan tímann,“ segir hin nýgifta Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir. Hún giftist ástinni sinni, Guðlaugi Steinarri Gíslasyni, í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 24. maí síðastliðinn. Blaðamaður ræddi við Aldísi um stóra daginn og augnablikin sem stóðu upp úr á deginum.

Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri
Þau Rebekka Eva Valsdóttir og Ásgeir Andri Helenuson eru æskuást hvors annars.

Nýtt met slegið í fjölda giftinga
Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár.

Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri
Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari, og eiginmaður hans, Edgar Antonio Lucena Angarita, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu þann 27. mars síðastliðinn. Í tilefni dagsins ákváðu þeir að fá sér húðflúr á baugfingur í stað þess að bera hefðbundna hringa.

Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið
Ragnar Sigurðsson, knattspyrnumaður, og eiginkona hans, Elena Bach, endurnýjuðu heitin með glæsilegri brúðkaupsveislu í Rússlandi í byrjun desember síðastliðnum. Hjónin gengu í hjónaband í október 2020. Ragnar og Elena birtu óséðar myndir frá deginum á Instagram.

Eva sýnir giftingahringinn
Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, birti mynd af vinstri hönd sinni á Instagram. Á myndinni má veglegan, gylltan giftingahring með stórum steini á baugfingri hennar.

„Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“
Hjónin og listaparið Ellen Margrét Bæhrenz og Arnmundur Ernst Backman gengu í hjónaband við hátíðlega athöfn í Nesvík á Kjalarnesi þann 21. desember síðastliðinn í návist sinna nánustu. Blaðamaður ræddi við Ellen um ástina og stóra daginn.

Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman
Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þau Kári muni nýta hverja einustu stund sem þau fái saman. Frá þessu greinir hún í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum.

Atli Steinn genginn í það heilaga
Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gekk í það heilaga í gær, gamlársdag, við suðurbarm Miklagljúfurs í Bandaríkjunum og er nú giftur hinni norsku Anítu Sjøstrøm Libell Andersen.

Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga
Dóra Júlía Agnarsdóttir, plötusnúður og blaðamaður, giftist Báru Guðmundsdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði, við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í gær.

Brúðkaup ársins 2024
Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga, hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024.

Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi
Ungverski ljósmyndarinn Bettina Vass hlaut á dögunum fyrstu verðlaun sem besti alþjóðlegi brúðkaupsljósmyndarinn í International Wedding Photographer of the Year. Bettina er sérhæfð í brúðkaupsljósmyndun og hefur verið búsett á Íslandi síðustu tólf ár.

Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi
Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona og Teitur Skúlason lögfræðingur giftu sig með sínu nánasta fólki að Borg á Mýrum í sumar en slógu svo upp í veislu í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöld þar sem Kristín Tómasdóttir stýrði athöfninni.

Bryndís og Haukur nýbökuð hjón
Bryndís Ýrr Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Arion banka, og Haukur Harðarson, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi, giftu sig á laugardaginn í Dómkirkjunni.

Bjarki og Rósa orðin hjón
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir giftu sig um helgina.

„Dagurinn var algjörlega fullkominn“
Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn.

María Thelma og Steinar Thors héldu brúðkaup ársins
Nýgiftu hjónin María Thelma Smáradóttir leikkona og Steinar Thors, skiptastjóri hjá Straumi, gengu í hjónaband við fallega athöfn í Hallgrímskirkju liðna helgi. Lífið ræddi við hjúin um stóra daginn, og ógleymanlegt og þaulskipulagt bónorð Steinars.

„Ekki þurrt auga í salnum“
„Við vissum svo sem að þetta yrði magnað en vá, það var bara ekki þurrt auga í salnum á þessu augnabliki,“ segir Guðríður Gunnlaugsdóttir. Hún og eiginmaður hennar Andri Jóns komu sínu nánasta fólki rækilega á óvart um helgina þegar tvöfalt fertugsafmæli þeirra breyttist óvænt í brúðkaup.