Lífið

Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Glódís og Kristófer eru gift.
Glódís og Kristófer eru gift. Skjáskot

Knattspyrnuparið Glódís Perla Viggósdóttir og Kristófer Eggertsson gengu í hjónaband í gær. Brúðkaupið var haldið á Íslandi en parið býr í Þýskalandi.

Parið trúlofaði sig í  júní árið 2023 en hefur verið saman í fjölda ára. 

Brúðkaupið var haldið á Íslandi og sást hinn fínasti brúðarbíll aka um götur borgarinnar. Þá deildu vinir og vandamenn myndum úr brúðkaupinu á samfélagsmiðlum.

Hjónin búa saman í Þýskalandi þar sem Glódís Perla gerir það gott með Bayern München. Hún var íþróttamaður ársins árið 2024 og var einnig tilnefnd til Ballon d'Or, verðlaun sem besta knattspyrnufólk í heimi keppist um. Glódís Perla hlaut einnig fálkaorðuna á nýársdag 2025.

Kristófer lék með sænska liðinu IFK Eskilstuna en lauk fótboltaferlinum og flutti til Þýskalands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.