Lífið

Dauða kindin ó­heppi­leg byrjun á brúð­kaupi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Pink Iceland teymið stóð fyrir teiti á dögunum og rifjaði upp ýmis augnablik úr starfinu.
Pink Iceland teymið stóð fyrir teiti á dögunum og rifjaði upp ýmis augnablik úr starfinu. Kristín María

Stemningin á Skólavörðustíg var gríðarlega góð þegar bleika ferðaskrifstofan Pink Iceland bauð í uppskeruhátíð og opnunarteiti nú á dögunum. Margt var um manninn og fjölmargir skáluðu fyrir skemmtilegum augnablikum.

Skrifstofan var að opna nýjar höfuðstöðvar við Skólavörðustíg 16 en Pink Iceland sérhæfir sig í að skipuleggja brúðkaup á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn ásamt því að skipuleggja viðburði erlendis fyrir íslenska hópa og brúðkaup. 

Mikil ábyrgð

Má þar nefna áfangastaði á borð við Ítalíu og Spán fyrir Íslendinga sem vilja fagna ástinni á nýjum stað.

„Í starfinu síðustu fjórtán ár hefur Pink teymið verið svo heppið að vinna með frábæru fólki. 

Saman hefur þessi hópur skapað endalausar minningar, komist í gegnum hin ýmsu þrekvirki og upplifað það að vera hluti af mikilvægum augnablikum í lífi fólks,“ segir Birna Hrönn eigandi og bætir við:

„Að skipuleggja og halda brúðkaup fyrir fólk sem er stundum búið að ferðast yfir hálfan heiminn til að segja já á Íslandi er mikil ábyrgð. 

Það er mikil tilfinningaspenna í loftinu og þá er það ómetanlegt að geta treyst á fólk líkt og þessa samstarfsaðila og vita það að allir eru í sama liðinu og allir leggjast á eitt til að gera daginn eftirminnilegan og dásamlegan.“

Dauð kind og brotnar tennur

Á uppskeruhátíðinni voru rifjuð upp ófá augnablik sem hópurinn hafði tekist á við saman.

„Til dæmis þegar vaða þurfti út í á og veiða upp úr henni dána ær. 

Leiðsögumaðurinn sem var með hópnum sem var bara rétt ókominn á athafnarstað þurfti að fara aðeins af leið til að tefja fyrir svo brúðhjónin kæmu ekki að skipuleggjendum, presti og fiðluleikara að bera kindina sín á milli í hvarf. 

Það hefði ekki verið hugguleg byrjun á brúðkaupsdeginum þeirra.

Svo var það þegar brúðurin dettur á leiðinni út í bíl til að keyra í kirkjuna og brú með fjórum framtönnum losnar. 

Auðvitað þekkti einhver í teyminu tannlækni á Suðurlandi sem gat brunað á stofuna sína á sunnudagsmorgni og á meðan gestirnir biðu voru haldnir litlir tónleikar fyrir þau sem þau héldu að væri íslensk hefð og voru gasalega ánægð með,“ segir Birna og hlær.

Hér má sjá vel valdar myndir frá fjörinu:

Elísa, Inga Rúna og Andri hjá Icelandia ásamt Rannveigu eiganda Eldingar hvalaskoðun og Ástu Kristínu hjá Íslenska ferðaklasanum.Kristín María
Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra og kona hennar Ragnhildur Sverris ásamt Evu Maríu og Birnu Hrönn eiganda Pink Iceland.Kristín María
Huggulegheit við eldinn.Kristín María
Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt var í stuði.Kristín María
Glóey brúðkaupsskipuleggjandi hjá Pink Iceland ásamt Degi Fannari presti.Kristín María
Inga Auðbjörg hjá Siðmennt óskar Evu Maríu eiganda Pink Iceland til hamingju með nýja skrifstofuhúsnæðið.Kristín María
Ásta Kristín hjá Íslenska Ferðaklasanum og Birna Hrönn eigandi Pink Iceland í stuði.Kristín María
Rakel Tómasdóttir hönnuður og listakona.Kristín María
Ivan Svanur hjá Reykjavík Cocktails & Ásthildur förðunarfræðingur.Kristín María
Alba hjá Himbrima ásamt Thelmu og Maríu hjá Blómahönnun.Kristín María
Haukur Hallson hjá Pink Iceland ásamt ljósmyndurunum Styrmi og Heiðdísi.Kristín María
Hannes Sasi eigandi Pink Iceland.Kristín María
Margrét Magnúsdóttir förðunarfræðingur.Kristín María
Valdimar hjá Pink Iceland ásamt eiginmanni sínum Laimonas ljósmyndara hjá Sunday and White Studio og Olya ljósmyndara. Kristín María
Hildur Björk og Heiðrún Helga, prestar sem gifta fyrir Pink Iceland.Kristín María
Þorleifur Þór viðskiptastjóri Íslandsstofu ásamt Rannveigu hjá Eldingu hvalaskoðun.Kristín María





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.