Orkuskipti

Fréttamynd

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir fé­lagið vera í „ein­stakri stöðu“

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Innherji
Fréttamynd

Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf

„Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stór­sýning í Kaup­túni

Mikið verður um að vera hjá Toyota Kauptúni á laugardag, 9. september þegar blásið verður til sannkallaðrar stórsýningar frá kl. 12 – 16.

Samstarf
Fréttamynd

Raf­magns­leysi

Rafmagn er grundvallarorkugjafi okkar. Það lýsir upp heimili okkar og án þess gæti verið flókið að elda kvöldmatinn, þvo þvott og geyma matvæli. Þá er rafmagn mikilvægt í heilbrigðisþjónustu þar sem það knýr áfram lífsnauðsynleg lækningatæki. Sífellt fleiri rafmagnsbílar koma á göturnar, jafnvel rafmagnsflutningabílar.

Skoðun
Fréttamynd

SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra fé­laga og fast­eigna í eigna­safninu

Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Orkuskipti og óvinsælar aðgerðir

„Við munum setja okkur sjálfstætt landsmarkmið um 55% samdrátt á losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við árið 2005. Lögð verður áhersla á markvissar og metnaðarfullar aðgerðir til að draga úr losun vegna landnotkunar og hraða orkuskiptum á öllum sviðum. Markmiðið er að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. “

Skoðun
Fréttamynd

Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent

Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdir hafnar vegna nýrra vindmylla í Þykkvabæ

Framkvæmdir eru hafnar í Þykkvabæ vegna tveggja vindmylla, sem fyrirhugað er að rísi í september á undirstöðum þeirra vindmylla sem þar stóðu áður. Ný viðhorfskönnun sýnir að sextíu prósent íbúa í Þykkvabæ eru andvígir nýjum vindmyllum.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna.

Innlent
Fréttamynd

Segir að einfalt ætti að vera að fá heimild fyrir Hvammsvirkjun

Forstjóri Landsvirkjunar segir að það ætti að vera tiltölulega einfalt mál að fá aftur virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun, aðeins hafi vantað samtal milli tveggja ríkisstofnana. Hann gagnrýnir úrskurðarnefnd fyrir að fella leyfið úr gildi og koma þannig í veg fyrir að mikilvægar framkvæmdir hefjist í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja reisa vindorku­garða við Hellis­heiði

Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Búrfellslundur settur í bið og ó­vissa um Hvammsvirkjun

Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúningur framkvæmda í uppnám

Forstjóri Landsvirkjunar segir ljóst að undirbúningur framkvæmda við Hvammsvirkjun fari í uppnám eftir að virkjunarleyfi var fellt úr gildi. Til stóð að bjóða út fyrstu undirbúningsáfanga strax í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 

Innlent
Fréttamynd

Hætta við lokun flugvallar vegna orkuskipta í flugi

Ríkisstjórn Sviþjóðar hefur snúið við ákvörðun um lokun Bromma-flugvallar í Stokkhólmi og segir hann gegna lykilhlutverki í orkuskiptum flugsins. Ákvörðunin er þvert á vilja borgarstjórnar Stokkhólms sem stefndi að því að loka flugvellinum eftir tvö ár.

Erlent