Fótbolti á Norðurlöndum

Rúrik spilaði allan leikinn í sigri
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB og spilaði allan leikinn þegar að liðið vann 1-0 útisigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Stabæk greiðir Nancy 33 milljónir vegna sölu Veigars Páls
Forráðamenn norska félagsins Stabæk hafa tilkynnt að félagið hafi komist að samkomulagi við Nancy í Frakklandi um að greiða því 1,6 millón norskra króna, um 33 milljónir króna, vegna sölunnar á Veigar Páli Gunnarssyni til Vålerenga. Þetta gætu reynst góð tíðindi fyrir Stjörnuna og KR.

Rommedahl nálgast óðum metið hans Schmeichel
Dennis Rommedahl lék sinn 113. landsleik fyrir Dani í sigrinum á Svíum í vináttulandsleiknum á Parken á föstudagskvöldið og er núna orðin sá útileikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir danska A-landsliðið.

Ari Freyr gerir nýjan samning við Sundsvall
Ari Freyr Skúlason hefur gert nýjan tveggja ára samning við sænska liðið Gif Sundsvall en í ár hjálpaði Ari Freyr sænska liðinu að vinna sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Lögreglan vill fá frekari upplýsingar um félagaskipti Veigars Páls
Lögreglan í Osló hefur óskað eftir því að fá að vita hvers konar viðskipti áttu sér stað þegar að Veigar Páll Gunnarsson var seldur frá Stabæk til Vålerenga. Leiði það til sakfellingar gætu forráðamenn félaganna endað í fangelsi.

Ætlaði Rosenborg líka að taka þátt í leikritinu um Veigar Pál?
Norskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga en málið hefur vakið gríðarlega mikla athygli þar í landi og þótt víðar væri leitað.

Aron skoraði í Íslendingaslag
Aron Jóhannsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni er lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli við SönderjyskE á útivelli í kvöld.

Platini segir um svik að ræða í máli Veigars Páls
Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, segir söluna á Veigari Páli Gunnarssyni frá Stabæk til Vålerenga ekki heiðarlega. Platini var staddur í Noregi um helgina þar sem hann fylgdist með bikarúrslitaleikjum karla og kvenna.

Öruggur sigur hjá FCK
Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði FCK í dag og léku allan leikinn í 3-0 sigri á Lyngby.

Birkir Már og félagar töpuðu í bikarúrslitum
Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Brann sem tapaði 2-1 gegn Álasund í úrslitaleik norska bikarsins í dag. Bjarni Ólafur Eiríksson var ekki í leikmannahópi Brann.

Arnór lagði upp tvö mörk
Arnór Smárason og félagar í danska liðinu Esbjerg eru sem fyrr á toppi dönsku B-deildarinnar. Þeir unnu öruggan sigur í dag.

Guðjón og félagar sænskir bikarmeistarar
Valsarinn Guðjón Pétur Lýðsson kom ekkert við sögu þegar lið hans, Helsingborg, varð sænskur bikarmeistari í dag.

Arnór lagði upp mark í flottum sigri Esbjerg
Arnór Smárason lagði upp eitt marka Esbjerg sem vann 4-1 heimasigur á Fredericia í dönsku b-deildinni í kvöld.

Drillo spáir því að Birkir Már og félagar tapi bikarúrslitaleiknum
Egil Drillo Olsen, þjálfari norska fótboltalandsins, er ekki bjartsýnn fyrir hönd Birkis Más Sævarssonar og félaga í Brann sem mæta Aalesund í norska bikarúrslitaleiknum á sunnudaginn. Aalesund getur unnið bikarinn í annað skiptið á þremur árum en Brann vann bikarinn síðast árið 2004.

Sara Björk skoraði tvö mörk í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð
Sænsku meistararnir í LdB Malmö eru í flottum málum í Meistaradeildinni eftir 3-1 útisigur á austurríska liðinu Neulengbach í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Solskjær dreymir um að mæta sem þjálfari á Old Trafford
Ole Gunnar Solskjær var ein af hetjum Manchester United fyrir ekki svo löngu og er nú einn af fjölmörgum lærisveinum Sir Alex Ferguson sem hafa reynt fyrir sér í þjálfun.

Syrianska hélt sér uppi á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma - myndband
Syrianska hafði í dag betur gegn Ängelholm, 3-1, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Samanlagt vann Syrianska 4-3 sigur en liðið komst áfram á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma.

Ferguson og Ferdinand sendu Solskjær hamingjuóskir
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sendi í kvöld Ole Gunnar Solskjær hamingjuóskir eftir að Molde tryggði sér í kvöld norska meistaratitilinn í knattspyrnu.

Birkir skoraði tvö og Molde varð meistari
Birkir Már Sævarsson átti stóran þátt í því að Molde tryggði sér í kvöld norska meistaratitilinn en hann skoraði tvö mörk í 6-2 sigri Brann á Rosenborg í kvöld.

Molde hársbreidd frá titlinum - Stefán skoraði
Molde er hársbreidd frá því að tryggja sér norska meistaratitlinn en liðið þarf að bíða eitthvað enn eftir 2-2 jafntefli við Strömsgodset í kvöld. Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde.

Sölvi skoraði en meiddist í Íslendingaslag
Sölvi Geir Ottesen skoraði eitt mark sinna manna í FCK þegar að liðið vann 3-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni. Sölvi þurfti þó að fara meiddur af velli í seinni hálfleik.

Hönefoss meistari í norsku B-deildinni
Þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson urðu í dag meistarar í norsku B-deildinni en þá fór lokaumferð tímabilsins fram.

Guðjón Pétur og félagar í bikarúrslitin
Guðjón Pétur Lýðsson og félagar hans í Helsinborg geta bætt öðrum titli í safnið um næstu helgi en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitum sænsku bikarkeppninnar.

Salan á Veigari á borð lögreglu
Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði – og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið.

Arnór tryggði Esbjerg sigur
Skagamaðurinn Arnór Smárason tryggði liði sínu. Esbjerg, sætan útisigur á Viborg í kvöld.

Sölvi skoraði í sigurleik gegn Bröndby
Íslendingaliðið FCK komst aftur á sigurbraut í kvöld er það skellti Bröndby, 3-0, í grannaslag í danska bikarnum.

Stabæk og Vålerenga fengu háar sektir vegna Veigars
Norska knattspyrnusambandið tók skandalinn í kringum söluna á Veigari Páli Gunnarssyni engum vettlingatökum í dag. Stabæk og Vålerenga voru nefnilega sektuð um samtals 18 milljónir íslenskra króna.

Platini ætlar að mæta á bikarúrslitaleikinn hjá Birki Má og félögum
Michel Platini, forseti UEFA, hefur boðað komu sína á bikarúrslitaleikinn í Noregi sem fram fer á Ullevaal-leikvanginum í Osló sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi. Það eru lið Brann og Aalesund sem mætast í úrslitaleiknum í ár en landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er fastamaður hjá Brann.

Ari Freyr þegar hafnað tilboðum frá Svíþjóð og Noregi
Ari Freyr Skúlason, leikmaður sænska knattspyrnuliðsins GIF Sundsvall, er reiðubúinn að skoða möguleika sína en samningur hans við félagið rennur út í desember næstkomandi.

Norræni boltinn: Töp hjá Íslendingaliðunum
Það gekk ekkert sérstaklega vel hjá Íslendingaliðunum í Skandinavíu í kvöld. FCK tapaði á heimavelli gegn Nordsjælland á meðan Valerenga lá gegn Álasundi.