Ætlaði Rosenborg líka að taka þátt í leikritinu um Veigar Pál? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. nóvember 2011 21:43 Veigar Páll hefur verið mikið í umræðunni í Noregi síðustu daga og vikurnar. Mynd/Vilhelm Norskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga en málið hefur vakið gríðarlega mikla athygli þar í landi og þótt víðar væri leitað. Ekki er útilokað að lögreglan framkvæmi eigin rannsókn og að hausar verið látnir fjúka vegna þeirra vafasömu viðskipta sem áttu sér stað í kringum félagaskiptin. Veigar Páll er þó sjálfur saklaus aðili í málinu. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um greiddi Vålerenga eina milljón norskra króna fyrir Veigar en með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára gömlum leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir króna. Stabæk hafði keypt Veigar Pál frá franska liðinu Nancy en í þeim kaupum fylgdu þeir skilmálar að ef Veigar Páll yrði seldur á samningstímanum, fengi Nancy helming kaupverðsins til sín. Með því að selja Veigar Pál á eina milljón norskra króna en ekki fimm endaði Stabæk með því að greiða Nancy hálfa milljón króna - ekki tvær og hálfa. Í fréttum TV 2 í Noregi í kvöld var svo greint frá því að Rosenborg, sem var sagt reiðubúið að borga 3-4 milljónir króna fyrir Veigar Pál á sínum tíma, hafi sent svipað tilboð til Stabæk. Það hljómaði upp á eina milljón fyrir Veigar Pál og svo 4,25 milljónir fyrir leikmann að nafni Johan Andersson. Samningur þess síðarnefnda við Stabæk rennur út í sumar. Norska knattspyrnusambandið sektaði Stabæk um 500 þúsund norskar krónur vegna málsins og Vålerenga um 350 þúsund. Þá voru tveir forráðamenn Stabæk settir í bann í átján mánuði og einn hjá Vålerenga í tólf mánuði. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Salan á Veigari Páli gæti endað sem lögreglurannsókn Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 28. október 2011 13:00 Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk og Vålerenga fengu háar sektir vegna Veigars Norska knattspyrnusambandið tók skandalinn í kringum söluna á Veigari Páli Gunnarssyni engum vettlingatökum í dag. Stabæk og Vålerenga voru nefnilega sektuð um samtals 18 milljónir íslenskra króna. 27. október 2011 18:24 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. 5. nóvember 2011 08:00 Salan á Veigari á borð lögreglu Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði – og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 29. október 2011 08:30 Sleppur Veigar Páll við keppnisbann? Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu. 26. október 2011 11:30 Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. 14. október 2011 17:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Norskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga en málið hefur vakið gríðarlega mikla athygli þar í landi og þótt víðar væri leitað. Ekki er útilokað að lögreglan framkvæmi eigin rannsókn og að hausar verið látnir fjúka vegna þeirra vafasömu viðskipta sem áttu sér stað í kringum félagaskiptin. Veigar Páll er þó sjálfur saklaus aðili í málinu. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um greiddi Vålerenga eina milljón norskra króna fyrir Veigar en með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára gömlum leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir króna. Stabæk hafði keypt Veigar Pál frá franska liðinu Nancy en í þeim kaupum fylgdu þeir skilmálar að ef Veigar Páll yrði seldur á samningstímanum, fengi Nancy helming kaupverðsins til sín. Með því að selja Veigar Pál á eina milljón norskra króna en ekki fimm endaði Stabæk með því að greiða Nancy hálfa milljón króna - ekki tvær og hálfa. Í fréttum TV 2 í Noregi í kvöld var svo greint frá því að Rosenborg, sem var sagt reiðubúið að borga 3-4 milljónir króna fyrir Veigar Pál á sínum tíma, hafi sent svipað tilboð til Stabæk. Það hljómaði upp á eina milljón fyrir Veigar Pál og svo 4,25 milljónir fyrir leikmann að nafni Johan Andersson. Samningur þess síðarnefnda við Stabæk rennur út í sumar. Norska knattspyrnusambandið sektaði Stabæk um 500 þúsund norskar krónur vegna málsins og Vålerenga um 350 þúsund. Þá voru tveir forráðamenn Stabæk settir í bann í átján mánuði og einn hjá Vålerenga í tólf mánuði.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Salan á Veigari Páli gæti endað sem lögreglurannsókn Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 28. október 2011 13:00 Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11 Stabæk og Vålerenga fengu háar sektir vegna Veigars Norska knattspyrnusambandið tók skandalinn í kringum söluna á Veigari Páli Gunnarssyni engum vettlingatökum í dag. Stabæk og Vålerenga voru nefnilega sektuð um samtals 18 milljónir íslenskra króna. 27. október 2011 18:24 Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16 Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. 5. nóvember 2011 08:00 Salan á Veigari á borð lögreglu Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði – og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 29. október 2011 08:30 Sleppur Veigar Páll við keppnisbann? Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu. 26. október 2011 11:30 Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. 14. október 2011 17:15 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Salan á Veigari Páli gæti endað sem lögreglurannsókn Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 28. október 2011 13:00
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. október 2011 20:11
Stabæk og Vålerenga fengu háar sektir vegna Veigars Norska knattspyrnusambandið tók skandalinn í kringum söluna á Veigari Páli Gunnarssyni engum vettlingatökum í dag. Stabæk og Vålerenga voru nefnilega sektuð um samtals 18 milljónir íslenskra króna. 27. október 2011 18:24
Stabæk sveik Nancy um 41 milljón í sölunni á Veigari Páli Norska sjónvarpsstöðin TV 2 greindi frá því í kvöld að Stabæk hafi svikið franska liðið Nancy um tvær milljónir norskra króna (41 milljón íslenskra króna) þegar félagið seldi íslenska framherjann Veigar Pál Gunnarsson til Vålerenga á dögunum. 12. október 2011 22:16
Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA. 5. nóvember 2011 08:00
Salan á Veigari á borð lögreglu Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði – og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið. 29. október 2011 08:30
Sleppur Veigar Páll við keppnisbann? Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu. 26. október 2011 11:30
Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. 14. október 2011 17:15