Skagamaðurinn Arnór Smárason tryggði liði sínu. Esbjerg, sætan útisigur á Viborg í kvöld.
Braithwaite kom Esbjerg yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks en Viborg jafnaði strax í upphafi þess seinni.
Esbjerg svaraði að bragði með sigurmarki Arnórs. Sem sagt þrjú mörk á þremur mínútum.
Esbjerg er á toppi dönsku B-deildarinnar.
