
Fótbolti á Norðurlöndum

Íslendingar leggja upp mörk
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði upp mark Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn topplði Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arnór Sveinn orðinn grænmetisæta
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að miðla af reynslu sinni hvernig hann breytti mataræði sínu til hins betra.

Markvörðurinn var hjartveikur
Staðfest hefur verið að Ivan Turina markvörður sænska knattspyrnuliðsins AIK, sem fannst látinn í rúmi sínu í morgun, hafi verið hjartveikur.

Markvörður AIK lést í nótt
Ivan Turina, markvörður sænska félagsins AIK sem Helgi Valur Daníelsson leikur með, féll frá í nótt aðeins 32 ára að aldri.

Gummi skaut Start áfram í bikarnum
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson skoraði sigurmark Start þegar liðið lagði Egersund 3-2 á útivelli í norska bikarnum í dag.

Riise hraunar yfir félaga sína
Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins.

Skúli Jón enn í frystikistunni
Skúli Jón Friðgeirsson var ónotaður varamaður þegar að Elfsborg vann 3-1 útisigur á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Pálmi Rafn og Matthías skoruðu báðir
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri Lilleström á Start í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Gunnar Heiðar í banastuði
Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Arnór Smárason voru á skotskónum fyrir lið sín í Svíþjóð og Danmörku í kvöld.

Mark Gunnars dugði ekki til sigurs
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skorað fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið tapaði gegn Syrianska, 3-1.

Stefnum á titilinn
Margrét Lára Viðarsdóttir er mætt til leiks í sænsku úrvalsdeildinni eftir fimm mánaða endurhæfingu vegna skurðaðgerðar. Markadrottningin er öll að koma til og segir Íslendingaliðið Kristianstad stefna á sænska meistaratitilinn.

Klúðrað sex vítum í röð
Hallgrímur Jónasson var í liði SönderjyskE sem lagði OB Odense 4-1 að velli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Aukaspyrnumark hjá Ara Frey
Ari Freyr Skúlason var á skotskónum með Sundsvall þegar liðið lagði Varberg 4-0 í b-deild sænsku knattspyrnunnar í dag.

Guðný Björk á skotskónum
Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði síðara mark Kristianstad í 2-1 útisigri á Mallbacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Stórt tap í fyrsta leik
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Avaldsnes sem steinlá á útivelli gegn Lilleström í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Elmar og Elfar í úrslit danska bikarsins
Randers tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar eftir 4-2 samanlagðan sigur á Horsens.

Fimm íslensk bikarmörk í Noregi
Fjölmargir leikir fóru fram í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Fimm íslensk mörk litu dagsins ljós.

Matthías skoraði í bikarsigri
Start vann 2-0 sigur á neðrideildarliðinu Vigör í fyrstu umferð norsku bikarkeppninnar í dag.

Ragnar skoraði fyrir FCK
Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta markið þegar að FCK hafði betur gegn ríkjandi meisturunum í Nordsjælland í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar.

Hannes á bekknum hjá Mjällby
Hannes Þ. Sigurðsson var í leikmannahópi Mjällby í fyrsta sinn í dag en hann var ónotaður varamaður í 2-1 sigri á Helsingborg.

Steinþór tryggði fyrsta sigurinn fyrir Sandnes
Steinþór Freyr Þorsteinsson var hetja Sandnes Ulf í dag er hann skoraði eina mark leiksins gegn Tromsö. Markið kom á 55. mínútu en þetta var fyrsti sigur Sandnes í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Start fyrst til að taka stig af Rosenborg
Nýliðarnir og Íslendingaliðið Start varð í kvöld fyrsta liðið til þess að taka stig af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á þessu tímabili.

Gunnar Heiðar skoraði og lagði upp annað
Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti stóran þátt í 2-1 sigri sinna manna í Norrköping á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þórarinn Ingi lagði upp jöfnunarmark
Þórarinn Ingi Valdimarsson lagði upp jöfnunarmark Sarpsborg 08 þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á útivelli á móti Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Guðmundur tryggði Start jafntefli
Guðmundur Kristjánsson skoraði þegar að Start gerði 2-2 jafntefli við Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Hannes í sænsku úrvalsdeildina
Sænskir fjölmiðlar fullyrða að Hannes Þ. Sigurðsson sé genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Mjällby.

Pálmi og Kristján í sigurliðum í kvöld
Íslendingaliðin Lilleström og Hönefoss unnu sína fyrstu leiki í norsku úrvalsdeildinni í vetur í kvöld.

Arnór og félagar í góðum gír á nýju ári
Arnór Smárason spilaði síðustu fimmtán mínúturnar þegar Esbjerg vann 1-0 heimasigur á AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en Esbjerg-liðið er að byrja vel eftir vetrarfríið.

Theódór Elmar fór heim með öll stigin úr Íslendingaslagnum
Theódór Elmar Bjarnason og félagar í Randers unnu í dag 2-0 útisigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en Randers-liðið er áfram í þriðja sæti deildarinnar.

Alfreð upp að hlið Atla Eðvalds
Alfreð Finnbogason skoraði í gær sitt 21. deildarmark í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar hann hjálpaði Heerenveen að vinna 2-0 sigur á Feyenoord og er Alfreð nú í 2. til 3. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.