Riise hraunar yfir félaga sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 06:30 Riise í vænni klemmu á milli risans Brede Hangeland og Íslendinganna Arons Einars og Kára Árnasonar. Mynd/Vilhelm Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Norski landsliðsmaðurinn John Arne Riise er allt annað en sáttur við ákvörðun landsliðsþjálfara Norðmanna að velja Tarik Elyounoussi sem varafyrirliða liðsins. Riise sagði í viðtali við TV2 í gær að hann hefði átt að taka við fyrirliðabandinu þegar Brede Hangeland var skipt af velli í æfingaleiknum á móti Úkraínu á dögunum. Það var þó Tarik Elyounoussi sem mætti til síðari hálfleiksins með fyrirliðabandið um upphandlegginn. „Þegar þú hefur spilað 110 landsleiki og hefur feril eins og ég að baki ætti það að vera næstum því sjálfvirkt að ég fengi fyrirliðabandið," sagði Riise í viðtalinu. „Á vellinum eru það bara við Brede sem látum í okkur heyra. Enginn annar. Það er ekki ætlun mín að móðga Tarik eða neinn annan en enginn segir neitt nema við Brede. Þannig að ég var hundsvekktur með þetta."Egil Drillo Olsen (t.h.), landsliðsþjálfari Norðmanna, á Laugardalsvelli.Mynd/VilhelmElyounoussi svaraði fyrir sig í gærkvöldi og sagði ekki rétt að aðrir leikmenn liðsins en stórstjörnurnar tvær létu í sér heyra á vellinum. „Það er gott að hafa þá tvo á vellinum en það eru fleiri sem bera ábyrgð. Það eru ungir leikmenn í landsliðinu sem hungrar í árangur og mikilvægt að við berum ábyrgð," segir Elyounoussi sem spilar á kantinum hjá Rosenborg. „Håvard Nordtveit er leiðtogatýpa. Moa hefur sig líka í frammi svo að við höfum nokkra sem eru duglegir að tjá sig. Mér finnst því ekki rétt hjá Riise að þeir séu þeir einu sem tjái sig," segir Elyounoussi við Nettavisen. Ísland og Noregur eru saman í riðli í undankeppni fyrir HM 2014. Ísland vann 2-0 sigur í leik liðanna á Laugardalsvelli í haust. Stöðuna í riðlinum má sjá hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira