Fótbolti á Norðurlöndum

Íslendingarnir á skotskónum
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir á skotskónum fyrir lið sitt, Sarpsborg, í norska boltanum í kvöld.

Fanndís á skotskónum í sigri
Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt marka Kolbotn sem vann góðan 3-2 útisigur á Amazon Grimstad í efstu deild norsku knattspyrnunnar í dag. Kolbotn er í þriðja sæti deildarinnar en liðið hefur enn ekki tapað leik.

Matthías og Guðmundur kjöldregnir á heimavelli
Matthías Villhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson voru báðir í byrjunarliði Start sem beið afhroð á heimavelli gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 0-6 sigur Strømsgodset. Staðan var 0-4 í hálfleik.

Tap hjá Íslendingaliðinu Avaldsnes
Íslendingaliðið Avaldsnes tapaði í dag 1-2 gegn Røa í norsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Fjórir Íslendingar leika með Avaldsnes en það eru þær. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Mist Edwardsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Þær léku allar allan leikinn í dag.

Sara Björk skoraði og Þóra hélt hreinu
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði eitt marka LdB Malmö sem vann öruggan 4-0 heimasigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sex leikja bið Start eftir sigri á enda
Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson fögnuðu flottum útisigri í kvöld með félögum sínum í Start en liðið vann þá 1-0 sigur á Odd. Þetta var fyrsti deildarsigur Start í sex leikjum eða síðan að liðið vann Vålerenga 19. apríl.

Arnór með tvö mörk í stórsigri
Arnór Smárason er loksins laus við meiðslin og skoraði tvö mörk fyrir Esbjerg í 6-2 sigri á Odense í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Íslendingaliðin SönderjyskE og Randers unnu bæði sína leiki en FCK Kaupmannahöfn tapaði.

Guðmundur skoraði beint úr aukaspyrnu
Guðmundur Þórarinsson skoraði frábært mark beint úr aukaspyrnu í 2-4 tapi Sarpsborg 08 á móti Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Guðmundur jafnaði metin í 2-2 en Rosenborg skoraði tvö mörk á síðustu sex mínútunum og tryggði sér öll þrjú stigin.

Birkir skoraði í sigri Brann
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson var á skotskónum í 10. umferð norsku úrvalsdeildarinnar sem fram fór í dag en það varð jafntefli í báðum Íslendingaslögum dagsins.

Þrjú íslensk mörk í flottum sigri Avaldsnes
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk og Mist Edvardsdóttir skoraði eitt þegar Avaldsnes vann 3-0 heimasigur á Klepp í norsku kvennadeildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Avaldsnes í tímabilinu en liðið er nýliði í deildinni.

Umeå með annan sigurinn í röð með Katrínu í vörninni
Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå IK FF unnu 4-0 heimasigur á botnliði Sunnanå SK í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í kvöld. Umeå hefur nú unnið tvö leiki í röð með Katrínu í vörninni.

Silkeborg nánast fallið og þjálfarinn að hætta
Bjarni Þór Viðarsson og félagar hans í Silkeborg eru svo gott sem fallnir úr dönsku úrvalsdeildnini eftir að hafa tapað, 2-0, fyrir Horsens í gær.

Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Fanndís og félagar fögnuðu sigri í Íslendingaslagnum
Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliði Kolbotn þegar liðið vann 3-1 sigur á Avaldsnes í Íslendingaslag í norsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Kolbotn hefur unnið 4 af 5 fyrstu leikjum sínum og er í þriðja sæti deildarinnar.

Sara Björk með tvö mörk í stórsigri
Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin þegar LdB FC Malmö vann 5-0 stórsigur á Elísabetu Gunnarsdóttur og stelpunum hennar í Kristianstad í dag í Íslendingaslag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta.

Ari Freyr á skotskónum
Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var á meðal markaskorara Sundsvall í sænsku 1. deildinni í dag.

Hjálmar og félagar á toppinn
Lið Hjálmars Jónssonar, IFK Göteborg, hafði betur gegn liði þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Kristins Steindórssonar, Halmstad, er þau mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Margrét Lára og félagar apa eftir Beverly Hills
Kristianstad vann góðan sigur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðið hefur farið ágætlega af stað í ár og ætlar sér stóra hluti líkt og Margrét Lára Viðarsdóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.

Mist opnaði markareikninginn hjá Avaldsnes
Mist Edvardsdóttir skoraði eitt marka Avaldsnes sem gerði 4-4 jafntefli gegn Erninum frá Þrándheimi í norsku úrvalsdeidlinni í knattspyrnu í dag.

Íslendingar í bikarúrslitum
Theodór Elmar Bjarnason, Elfar Freyr Helgason, Arnór Smárason, Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson spila með liðum sínum í bikarúrslitum í Danmörku og Hollandi í dag.

Mánaðarbið á enda hjá Kristjáni Erni og félögum
Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Hönefoss unnu 2-1 útisigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti deildarsigur liðsins í meira en mánuð.

Minntust látins félaga á 27. mínútu
Leikmenn AIK og IFK Gautaborgar gerðu hlé á leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi til að minnast markvarðarins Ivan Turina.

AIK klikkaði á tveimur vítum en vann samt
Helgi Valur Daníelsson og félagar í AIK unnu 3-1 heimasigur á IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Matthías lagði upp mark í jafntefli við meistarana
Matthías Vilhjálmsson lagði upp mark Start þegar nýliðarnir gerðu 1-1 jafntefli á móti norsku meisturunum í Molde. Molde hefur unnið norska meistaratitilinn undir stjórn Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár en á enn eftir að vinna leik á þessari leiktíð.

Riise kveður landsliðið
John Arne Riise gagnrýndi á dögunum ákvörðun Egils Drillo Olsen að gera sig ekki að varafyrirliða landsiðsins. Í dag tilkynnti hann að hann væri hættur að leika fyrir hönd þjóðar sinnar.

Guðjón lagði upp sigurmark Halmstad
Nýliðar Halmstad unnu 1-0 sigur á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

Malmö komst á toppinn
LdB FC Malmö er komið í efsta sætið í sænsku kvennadeildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í Íslendingaslag í 4.umferðinni í dag. LdB FC Malmö og Tyresö eru með jafnmörg stig en Malmö er með betri markatölu.

Margrét Lára kom af bekknum og skoraði tvö mörk
Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæra innkomu þegar Kristianstad vann 4-1 útisigur á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Margrét Lára kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði tvö mörk.

Tap hjá Steinþóri og félögum
Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar hans í Sandnes Ulf urðu að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli á móti Vålerenga í dag þegar liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Guðbjörg hélt hreinu í fyrsta sigri Avaldsnes
Avaldsnes, nýliðarnir í norsku úrvalsdeildinni í kvennafótbolta, fengu sín fyrstu stig í dag þegar liðið vann 2-0 útisigur á Vålerenga.