Dómarinn brást ekki við söngvum um kynferðisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2013 19:45 Bojan Pandzic ásamt aðstoðarmönnum sínum á góðri stundu, Mynd/www.daladomare.n.nu Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Stuðningsmenn Djurgården sungu svæsna söngva um leikmann Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Umræða stuðningsmanna á knattspyrnuleikjum hefur verið til umræðu hér á landi undanfarið eftir að Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, söng óviðeigandi söng um Bjarna Guðjónsson leikmann KR á dögunum. Silfurskeiðin bað Bjarna afsökunar og er málið úr sögunni. Ekki hefur komið til þess að dómari hafi þurft að flauta leik af vegna hegðunar stuðningsmanna hér á landi. Hins vegar virðist hafa verið tilefni til í umræddum leik í Svíþjóð um helgina. Tilefni söngva stuðningsmanna Djurgården var að Miiko Albornoz, bakvörður Malmö, var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni í febrúar. Minntu stuðningsmennirnir á dóminn í tíma og ótíma og var orðbragðið ljótt. Eftirlitsmaðurinn Göran Lundberg sagði í viðtali eftir leikinn að ekkert væri hægt að gera. Sömuleiðis sagði dómarinn, Bojan Pandzic, að hann hefði spurt eftirlitsmanninn ráða og fengið sömu svör. Hann gæti ekkert gert.Expressen í Svíþjóð fylgir málinu eftir og afhjúpar vanþekkingu eftirlitsdómarans og dómarans í umræddu máli. Blaðamaður Expressen hafði samband við Gerhard Sager, formann Knattspyrnusambands Svíþjóðar, sem leiðrétti dómarann og eftirlitsmanninn. „Það er hlutverk dómarans að ákveða hvort flauta eigi leikinn af. Það er líka dómarans að meta hvort hróp séu það alvarleg að ástæða sé til að flauta leikinn af,“ segir Sager við Expressen. Því sé ekki rétt að ekkert hafi verið við hegðun stuðningsmannanna að gera. Sager vísar í reglur Evrópska knattspyrnusambandsins sem séu skýrar hvað þetta varði. Ef um meiðandi hróp séu að ræða eða snúi að kynþáttafordómum, sem líkja mætti hrópum stuðningsmanna Djurgården við, þurfi dómarinn að ákveða sig. Reglan sé sú að áhorfendur fái tvær viðvararnir en láti þeir ekki segjast skuli flauta leikinn af.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira