Lið Hjálmars Jónssonar, IFK Göteborg, hafði betur gegn liði þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Kristins Steindórssonar, Halmstad, er þau mættust í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Lokatölur 1-0 á Gamla Ullevi þar sem Tobias Hysen skoraði eina mark leiksins.
Hjálmar sat á bekknum allan leikinn hjá Göteborg. Guðjón var í liði Halmstad og lék allan leikinn. Kristinn kom af bekknum 25 mínútum fyrir leikslok.
Göteborg komst á topp deildarinnar með sigrinum en Halmstad er í tólfta sæti.

