Fótbolti á Norðurlöndum Matthías kominn heim Fótbolti 22.10.2006 21:37 Tilboð væntanlegt í dag Fótbolti 22.10.2006 21:37 Guðmundur gerir það gott Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991. Fótbolti 8.10.2006 20:20 Brann lagði Odd Grenland Síðasti leikurinn í 22. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Íslendingalið Brann vann þar 1-0 sigur á Odd Grenland og þar spilaði FH-ingurinn Ármann Smári Björnsson sinn fyrsta leik fyrir norska félagið. Hann spilaði allar 90 mínúturnar líkt og Ólafur Örn Bjarnason, en Kristján Sigurðsson var í leikbanni að þessu sinni. Fótbolti 2.10.2006 19:40 Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. Fótbolti 1.10.2006 20:08 Allt vitlaust eftir leik FCK og Bröndby FC Kaupmannahöfn komst í dag á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum í Bröndby. Hannes Sigurðsson spilaði allan leikinn með Bröndby en til óláta kom milli stuðningsmanna liðanna í kvöld og loga nú slagsmál á fleiri en einum stað í borginni að sögn dönsku lögreglunnar. Fótbolti 1.10.2006 19:51 Vonlítið hjá Norrköping Garðar Gunnlaugsson, Stefán Þórðarson og félagar í Norrköping töpuðu í gær þýðingarmiklum leik í sænsku 1. deildinni. Liðið á í mikilli keppni við Örebro um þriðja sætið í deildinni sem veitir umspilsrétt um úrvalsdeildarsæti og mættust liðin á heimavelli Norrköping. Fótbolti 30.9.2006 20:25 Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. Fótbolti 24.9.2006 21:01 Óvænt úrslit í bikarnum Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Fótbolti 21.9.2006 20:03 Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. Fótbolti 18.9.2006 20:38 Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. Fótbolti 18.9.2006 20:38 Íslendingarnir á skotskónum Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni. Fótbolti 17.9.2006 19:53 Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hjálmar Jónsson var í liði IFK frá Gautaborg sem vann góðan 4-1 útisigur á Häcken og Emil Hallfreðsson spilaði síðasta hálftímann þegar lið hans Malmö tapaði 3-1 á útivelli fyrir Helsingborg. IFK Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, en Malmö er í því fjórða með 28 stig. Fótbolti 12.9.2006 20:00 Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. Fótbolti 8.9.2006 21:15 Æfir með Malmö í viku Þórhildur Stefánsdóttir, fimmtán ára leikmaður með HK, mun síðar í mánuðinum halda til Svíþjóðar þar sem hún mun æfa með unglingaliði Malmö í eina viku en aðallið félagsins leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 8.9.2006 21:15 Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Fótbolti 29.8.2006 20:44 Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fótbolti 29.8.2006 20:43 Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. Fótbolti 25.8.2006 14:37 Vill burt frá Stoke City Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann. Fótbolti 23.8.2006 21:46 Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 23.8.2006 19:37 Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. Fótbolti 23.8.2006 19:18 Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. Fótbolti 23.8.2006 16:38 Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31 Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29 Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. Fótbolti 18.8.2006 21:16 Ég smellpassa inn í Norrköping Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið. Fótbolti 17.8.2006 19:54 Indriði Sigurðsson farinn frá KR Indriði Sigurðsson leikur ekki með KR á þessu ári. Indriði hefur samið við Oslóarfélagið SFK Lyn og heldur utan í fyrramálið. Frá þessu er greint á heimasíðu KR. Fótbolti 8.8.2006 21:31 Útsendarar enskra liða fylgdust með Veigari Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar þriggja enskra úrvalsdeildarfélaga hafi fylgst með Veigari Páli Gunnarssyni í gærkvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri Stabæk á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 25.7.2006 14:06 Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. Fótbolti 24.7.2006 22:05 Larsson spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli í kvöld Helsingborg vann í kvöld lið Péturs Hafliða Marteinssonar og félaga hans í Hammarby 3-1 ísænska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur Henke Larsson á heimavelli með Helsingborg. Fótbolti 6.7.2006 21:21 « ‹ 114 115 116 117 118 ›
Guðmundur gerir það gott Sænska knattspyrnuliðið Skövde tryggði sér á laugardag sæti í þriðju efstu deild þar í landi, en þjálfari liðsins er Guðmundur Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Víkings hér á landi. Guðmundur hefur búið í Svíþjóð undanfarin ár en hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Víkingum árið 1991. Fótbolti 8.10.2006 20:20
Brann lagði Odd Grenland Síðasti leikurinn í 22. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í kvöld. Íslendingalið Brann vann þar 1-0 sigur á Odd Grenland og þar spilaði FH-ingurinn Ármann Smári Björnsson sinn fyrsta leik fyrir norska félagið. Hann spilaði allar 90 mínúturnar líkt og Ólafur Örn Bjarnason, en Kristján Sigurðsson var í leikbanni að þessu sinni. Fótbolti 2.10.2006 19:40
Rosenborg í efsta sætinu Rosenborg jók forskot sitt á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið bar sigurorð af Íslendingaliði Lyn 2-1. Stefán Gíslason og Indriði Sigðurðsson voru báðir í byrjunarliði Lyn í dag. Fótbolti 1.10.2006 20:08
Allt vitlaust eftir leik FCK og Bröndby FC Kaupmannahöfn komst í dag á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 1-0 sigri á grönnum sínum í Bröndby. Hannes Sigurðsson spilaði allan leikinn með Bröndby en til óláta kom milli stuðningsmanna liðanna í kvöld og loga nú slagsmál á fleiri en einum stað í borginni að sögn dönsku lögreglunnar. Fótbolti 1.10.2006 19:51
Vonlítið hjá Norrköping Garðar Gunnlaugsson, Stefán Þórðarson og félagar í Norrköping töpuðu í gær þýðingarmiklum leik í sænsku 1. deildinni. Liðið á í mikilli keppni við Örebro um þriðja sætið í deildinni sem veitir umspilsrétt um úrvalsdeildarsæti og mættust liðin á heimavelli Norrköping. Fótbolti 30.9.2006 20:25
Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. Fótbolti 24.9.2006 21:01
Óvænt úrslit í bikarnum Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær. Fótbolti 21.9.2006 20:03
Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. Fótbolti 18.9.2006 20:38
Mínus tvö stig í síðustu fimm leikjum Eftir afar gott gengi í fyrri hluta móts í sænsku úrvalsdeildinni hefur Stokkhólmsliðið Hammarby ekki náð sér á strik á undanförnum vikum. Auk þess sem leikur liðsins gegn Djurgården var blásinn af í síðasta mánuði vegna óláta áhorfenda hefur liðið nú ekki unnið síðustu fimm leiki í röð og tapað fjórum þeirra. Hammarby var lengi vel í efsta sæti deildarinnar framan af sumri en er nú fallið í sjötta sæti. Til að bæta gráu á svart voru þrjú stig dregin af liðinu vegna fyrrnefndra óláta. Fótbolti 18.9.2006 20:38
Íslendingarnir á skotskónum Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni. Fótbolti 17.9.2006 19:53
Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hjálmar Jónsson var í liði IFK frá Gautaborg sem vann góðan 4-1 útisigur á Häcken og Emil Hallfreðsson spilaði síðasta hálftímann þegar lið hans Malmö tapaði 3-1 á útivelli fyrir Helsingborg. IFK Gautaborg er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig, en Malmö er í því fjórða með 28 stig. Fótbolti 12.9.2006 20:00
Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. Fótbolti 8.9.2006 21:15
Æfir með Malmö í viku Þórhildur Stefánsdóttir, fimmtán ára leikmaður með HK, mun síðar í mánuðinum halda til Svíþjóðar þar sem hún mun æfa með unglingaliði Malmö í eina viku en aðallið félagsins leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 8.9.2006 21:15
Stokkhólmsslagurinn leystist upp Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Fótbolti 29.8.2006 20:44
Hélt ég myndi aldrei losna við meiðslin Sölvi Geir Ottesen knattspyrnumaður var heldur óvænt í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Djurgården þegar liðið mætti Hammarby í leik í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum þar sem hann sleit krossbönd í hné en reyndar hefur hann nánast sleitulaust verið meiddur síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Fótbolti 29.8.2006 20:43
Fær tveggja leikja bann Sænski framherjinn Henrik Larsson hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd sænska knattspyrnusambandsins eftir að hafa slegið til andstæðings síns í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Larsson átti á tíma yfir höfði sér lögreglukæru vegna þessa, en fallið var frá þeim áformum. Fótbolti 25.8.2006 14:37
Vill burt frá Stoke City Hannes Þ. Sigurðsson staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann vilji fara frá Stoke City sem leikur í ensku 1. deildinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa norsk lið mikinn áhuga á að klófesta kappann. Fótbolti 23.8.2006 21:46
Larsson sleppur með skrekkinn Sænski framherjinn Henrik Larsson verður ekki ákærður fyrir líkamsárás eftir að sannað þótti að hann hefði kýlt andstæðing sinn í leik með Helsingborg um síðustu helgi. Saksóknari tilkynnti þetta í dag, en Larsson á hinsvegar enn yfir höfði sér leikbann að hálfu sænska knattspyrnusambandsins. Fótbolti 23.8.2006 19:37
Stefán fór á kostum hjá Lyn Stefán Gíslason var hetja Lyn í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við Lilleström á heimavelli sínum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stefán skoraði tvö marka Lyn og það síðara var jöfnunarmark liðsins í uppbótartíma. Indriði Sigurðsson var einnig í liði Lyn, en leikmenn Lilleström voru manni færri allan síðari hálfleikinn og komust raunar í 3-1 í leiknum áður en Stefán tók til sinna ráða í lokin. Fótbolti 23.8.2006 19:18
Beðið eftir niðurstöðu læknisskoðunar Enn er óvíst hvort markahæsti leikmaður Landsbankadeildar karla í knattspyrnu, Marel Baldvinsson í Breiðablik, gangi í raðir norska liðsins Molde. Hann gekkst nú síðdegis undir læknisskoðun hjá norska félaginu. Í kjölfarið skrifaði hann svo undir tveggja og hálfsárs samning en er þessa stundina í flugvél á leið aftur heim til Íslands. Fótbolti 23.8.2006 16:38
Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31
Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29
Óvíst hvað tekur við í haust Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö í ár en hann kom til liðsins um áramótin. Þangað var hann lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham sem hann er samningsbundinn. Hvað tekur við í haust er enn í lausu lofti en að öllu óbreyttu heldur hann aftur til Tottenham þegar tímabilið í Svíþjóð er búið. Fótbolti 18.8.2006 21:16
Ég smellpassa inn í Norrköping Sóknarmaðurinn Garðar Gunnlaugsson gekk í raðir sænska liðsins Norrköping fyrir skömmu og er að koma sér fyrir þar ytra. Hann hefur farið vel af stað í sænska boltanum og skorað tvö mörk í þeim þremur leikjum sem hann hefur leikið til þessa. Hann var ekki lengi að finna fjölina og segist smellpassa inn í liðið. Fótbolti 17.8.2006 19:54
Indriði Sigurðsson farinn frá KR Indriði Sigurðsson leikur ekki með KR á þessu ári. Indriði hefur samið við Oslóarfélagið SFK Lyn og heldur utan í fyrramálið. Frá þessu er greint á heimasíðu KR. Fótbolti 8.8.2006 21:31
Útsendarar enskra liða fylgdust með Veigari Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar þriggja enskra úrvalsdeildarfélaga hafi fylgst með Veigari Páli Gunnarssyni í gærkvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri Stabæk á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 25.7.2006 14:06
Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. Fótbolti 24.7.2006 22:05
Larsson spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli í kvöld Helsingborg vann í kvöld lið Péturs Hafliða Marteinssonar og félaga hans í Hammarby 3-1 ísænska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur Henke Larsson á heimavelli með Helsingborg. Fótbolti 6.7.2006 21:21
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent