Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar 19. september 2006 00:01 Ásthildur Helgadóttir Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð