Verð ef til vill í Færeyjum næsta sumar 19. september 2006 00:01 Ásthildur Helgadóttir Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún leikur með Malmö. Um helgina skoraði hún bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Linköping á útivelli. Hún er markahæst í deildinni ásamt öðrum leikmanni og hefur skorað 17 mörk. "Við hefðum kannski viljað vinna leikinn en úrslitin voru svo sem sanngjörn miðað við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Ásthildur. "Við vorum ánægð með úrslitin enda var leikurinn mjög vel spilaður." Malmö er í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Djurgården sem tapaði sínum leik á sunnudag. Umeå er svo gott sem búið að tryggja sér meistaratitilinn, en Ásthildur segir að Malmö stefni að því að ná öðru sætinu eða halda því þriðja í það minnsta. "Við viljum að minnsta kosti fá verðlaunapening. Það er mikilvægt upp á næsta tímabil til að fá leikmenn til liðsins og halda okkar leikmönnum. Við eigum einnig eftir að spila við Djurgården sem verður því mikilvægur leikur upp á þetta að gera." Ásthildur segir að árangur hennar fyrir framan mark andstæðingsins sé samkvæmt hennar væntingum en hún skoraði einnig sautján mörk í deildinni í fyrra. "Í fyrra var ég mjög ánægð þar sem ég var að byrja að spila aftur eftir erfið meiðsli. En ég hef spilað betur nú í sumar, ég hef náð mér að fullu og bætt hraða og fleiri atriði í mínum leik. Liðið er heldur ekki eins sterkt og það var í fyrra og því mikilvægt að mér gangi vel að skora." Ásthildur er ekki enn búin að ákveða hvað hún gerir næsta sumar en henni stendur til boða að halda áfram hjá Malmö. Hún ætlaði að koma heim í sumar og spila með Blikum en lét undan þrýstingi Svíanna. Hún hefur hins vegar hafið störf hjá Línuhönnun og hefur því verið að flakka á milli landa. Hún var einmitt á leið til Íslands í gær. "Nú fæ ég smá frí en ég neita því ekki að þetta hefur verið þreytandi, maður býr nánast í ferðatöskunni. Ég er sérstaklega þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að sýna mér þennan stuðning því ég hef mjög lítið náð að vinna. Hún er þó engu nær um hvað hún gerir næsta sumar enda sé mikið þrýst á hana á báðum vígstöðum. Ætli ég verði ekki í bát einhvers staðar á milli næsta sumar. Eða kannski bara í Færeyjum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjá meira