Kaup og sala fyrirtækja Snorri og Óskar kaupa Valhöll Fasteignasalarnir Snorri Björn Sturluson og Óskar H. Bjarnasen hafa tekið við rekstri Valhallar fasteignasölu af stofnanda hennar, Ingólfi Geir Gissurarsyni. Báðir hafa þeir ekki starfað hjá stofunni áður. Viðskipti innlent 23.3.2023 17:25 Myllan mögulega mætt í mæjónesið Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 22.3.2023 15:12 Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17.3.2023 17:33 Sena og Concept Events sameinast Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu. Viðskipti innlent 16.3.2023 15:59 OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf. Viðskipti innlent 13.3.2023 11:06 Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær. Innherji 8.3.2023 09:00 Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Viðskipti innlent 7.3.2023 16:10 Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:10 Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Innherji 28.2.2023 09:31 Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. Innherji 17.2.2023 14:03 Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. Viðskipti innlent 13.2.2023 10:32 Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Viðskipti innlent 10.2.2023 15:30 Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Viðskipti innlent 26.1.2023 18:46 Hafa keypt Steinsmiðjuna Rein Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík. Viðskipti innlent 17.1.2023 08:15 Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna. Innherji 11.1.2023 13:14 Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.1.2023 23:00 Óvíst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjárfesta á nærri helmingshlut Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum. Innherji 9.1.2023 07:01 Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Viðskipti innlent 8.1.2023 14:21 Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. Innherji 6.1.2023 07:55 Kaupir tvö gagnaver í Finnlandi Hátæknifyrirtækið atNorth hefur keypt tvö gagnaver í Finnlandi. Gagnaverin voru áður í eigu Advania, en atNorth mun strax taka við rekstri þeirra, stjórnun og fasteignum ásamt öllum búnaði. Viðskipti innlent 4.1.2023 08:23 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30 Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31.12.2022 14:49 Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34 Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. Viðskipti innlent 30.12.2022 21:53 Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. Innherji 28.12.2022 16:00 Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. Innherji 7.12.2022 07:01 Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. Viðskipti innlent 5.12.2022 13:44 Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:28 Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13 Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Viðskipti innlent 29.11.2022 15:14 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 13 ›
Snorri og Óskar kaupa Valhöll Fasteignasalarnir Snorri Björn Sturluson og Óskar H. Bjarnasen hafa tekið við rekstri Valhallar fasteignasölu af stofnanda hennar, Ingólfi Geir Gissurarsyni. Báðir hafa þeir ekki starfað hjá stofunni áður. Viðskipti innlent 23.3.2023 17:25
Myllan mögulega mætt í mæjónesið Myllan-Ora ehf. hefur undirritað samning um kaup á Gunnars ehf. en samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupin eru gerð í kjölfar þess að kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. voru gerð ógild í janúar á þessu ári. Viðskipti innlent 22.3.2023 15:12
Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 17.3.2023 17:33
Sena og Concept Events sameinast Fyrirtækin Sena og Concept Events hafa gengið frá samkomulagi um kaup þess fyrrnefnda á því síðarnefnda. Við þetta munu fyrirtækin sameinast og bætast núverandi eigendur Concept Events í hluthafa- og stjórnendahóp Senu. Viðskipti innlent 16.3.2023 15:59
OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf. Viðskipti innlent 13.3.2023 11:06
Ísfélagið kaupir í Ice Fish Farm og verður einn stærsti hluthafinn Ísfélag Vestmannaeyja hefur náð samkomulagi við aðaleiganda Ice Fish Farm um kaup á 16 prósenta hlut í laxeldisfyrirtækinu á Austfjörðum. Viðskiptin verðmeta Ice Fish Farm, sem er skráð á Euronext-markaðinum í Osló, á 55 milljarða íslenskra króna sem er 70 prósentum yfir markaðsvirði fyrirtækisins í gær. Innherji 8.3.2023 09:00
Valli flatbaka segir skilið við Flatbökuna Valgeir Gunnlaugsson hefur verið þekktur sem Valli flatbaka síðan hann stofnaði pizzustaðinn Íslensku flatbökuna. Nú verður þó breyting þar á þar sem Valgeir hefur selt reksturinn. Viðskipti innlent 7.3.2023 16:10
Norskt félag kaupir Þyrluþjónustuna Norska félagið Helitrans AS hefur keypt allt hlutafé í Þyrluþjónustunni ehf. sem á Helo og Reykjavík Helicopters. Seljandi er Narro ehf. og er kaupverðið trúnaðarmál. Viðskipti innlent 3.3.2023 09:10
Sýn kaupir allt hlutafé móðurfélags Já Sýn hefur gengið frá samkomulagi um kaup á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélags upplýsingatæknifyrirtækisins Já, sem rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Innherji 28.2.2023 09:31
Forstjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verðmiði Fossa sé of hár Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna. Innherji 17.2.2023 14:03
Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. Viðskipti innlent 13.2.2023 10:32
Klettur í eigu Skeljungs og Kristján Már nýr forstjóri Kristján Már Atlason verður forstjóri Kletts - sölu og þjónustu en Skeljungur gekk formlega frá kaupum á Kletti í dag. Samhliða tók SKEL fjárfestingafélag yfir Klettagarða 8-10 ehf., félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir hluta af starfsemi Kletts. Viðskipti innlent 10.2.2023 15:30
Kaup KS á Gunnars ógild Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem framleiðir meðal annars Gunnars mæjónes. Segir í ákvörðuninni að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Viðskipti innlent 26.1.2023 18:46
Hafa keypt Steinsmiðjuna Rein Tvær ungar fjölskyldur – þau Arnar Freyr Magnússon og Íris Blöndahl ásamt Fanneyju Sigurgeirsdóttur og Steinari Þór Ólafssyni – hafa keypt Steinsmiðjuna Rein við Viðarhöfða í Reykjavík. Viðskipti innlent 17.1.2023 08:15
Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna. Innherji 11.1.2023 13:14
Stóru-Laugar falar fyrir 160 milljónir króna Ferðaþjónustusvæðið að Stóru-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit hefur verið sett á sölu. Uppsett verð er 160 milljónir króna. Viðskipti innlent 9.1.2023 23:00
Óvíst með skráningu Arctic Adventures eftir kaup fjárfesta á nærri helmingshlut Hópur fjárfesta, leiddur af fyrrverandi forstjóra Arctic Adventures, er að kaupa rúmlega 40 prósenta hlut í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu eftir að hafa nýtt sér forkaupsrétt og gengið inn í tilboð sem fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska gerði í byrjun desember. Kaupsamkomulagið er með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar en ólíklegt þykir, samkvæmt heimildum Innherja, að boðuð skráning Arctic Adventures á hlutabréfamarkað síðar á árinu verði að veruleika með þeim breytingum sem nú verða á hluthafahópnum. Innherji 9.1.2023 07:01
Stækka Hótel Hellu og opna tvö hótel á Rangárbökkum Legendary Hotels & Resorts ehf. keypti nýverið 100 prósent hlut í Hótel Hellu og til stendur að gera það að fjögurra stjörnu hóteli með 68 herbergjum. Þá hefur félagið einnig keypt svæði Árhúsa við Rangárbakka og ætlar að opna tvö hótel á svæðinu. Viðskipti innlent 8.1.2023 14:21
Verður þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtækið mælt í veltu Fyrirhugaður samruni Ísfélags Vestmannaeyja og Ramma á Siglufirði er nýjasti gjörningurinn í þeirri samrunahrinu sem hafin er í íslenskum sjávarútvegi. Mælt í veltu verður sameinað félag þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi miðað við rekstrartölur ársins 2021. Innherji 6.1.2023 07:55
Kaupir tvö gagnaver í Finnlandi Hátæknifyrirtækið atNorth hefur keypt tvö gagnaver í Finnlandi. Gagnaverin voru áður í eigu Advania, en atNorth mun strax taka við rekstri þeirra, stjórnun og fasteignum ásamt öllum búnaði. Viðskipti innlent 4.1.2023 08:23
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. Viðskipti innlent 3.1.2023 19:30
Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31.12.2022 14:49
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31.12.2022 10:34
Jónas og Áslaug kaupa Blómaborg: „Aðalfókusinn verður á að búa til eitthvað fallegt“ Hjónin Jónas Sigurðsson, sem oft er kenndur við Ritvélar framtíðarinnar, og Áslaug Hanna Baldursdóttir hafa fest kaup á Blómaborg í Hveragerði. Samhliða kaupunum flytja þau austur fyrir fjall í íbúð sem fylgir með búðinni. Viðskipti innlent 30.12.2022 21:53
Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. Innherji 28.12.2022 16:00
Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu. Innherji 7.12.2022 07:01
Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri. Viðskipti innlent 5.12.2022 13:44
Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:28
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. Viðskipti innlent 1.12.2022 13:13
Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Viðskipti innlent 29.11.2022 15:14