John Snorri á K2
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B2D9CACA2BF75C7A095D187B65484AA4F30285E0D52117E33C47B460C738C002_308x200.jpg)
John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af
Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EC7C4DE4BFF303A0B6E9C43686570BAEF2B9095559293F54C4CC97E74EEA197B_308x200.jpg)
Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum
Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2C4E2E441F6D9F1456DCBBD5667D981859408A0792A151ADB946E20CCDE9962A_308x200.jpg)
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér
Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4BFB5250A704301731508916CC4241B262D06960FB9F4105E7960712F5527C8B_308x200.jpg)
„Vonin um kraftaverk lifir“
Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D68C58C933FCAEC0000E3188F2543075AFA49243C368B0DDA192F1BB69C68D44_308x200.jpg)
Fylgdarlið Johns Snorra á heimleið
Fylgdar- og aðstoðarmenn Johns Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr eru á heimleið. Fjallagarpanna hefur verið saknað í níu daga á fjallinu K2 í Pakistan og hefur víðtæk leit farið fram að göngumönnunum en engin ummerki um þá fundist.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D68C58C933FCAEC0000E3188F2543075AFA49243C368B0DDA192F1BB69C68D44_308x200.jpg)
Þorpsbúar telja líklegt að Sadpara hafi freistað þess að bjarga félögum sínum
Íbúar í þorpinu hans Ali Sadpara, sem nú er leitað á K2 ásamt John Snorra Sigurjónssyni og Juan Pablo Mohr, telja líklegast að annar félaga hans hafi slasast og Sadpara freistað þess að bjarga hópnum í stað þess að halda áfram niður fjallið.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/1631D9A55E46E8F90130B50243450620B8DDB9A5FE6A684CD61751C069332DC5_308x200.jpg)
Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2
Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/6B536DBCAD41D8B0B6D691648DE3576985DA43F50B46BCD26850AAD3CB3C1235_308x200.jpg)
Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt
Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EC7C4DE4BFF303A0B6E9C43686570BAEF2B9095559293F54C4CC97E74EEA197B_308x200.jpg)
Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða
Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D68C58C933FCAEC0000E3188F2543075AFA49243C368B0DDA192F1BB69C68D44_308x200.jpg)
Banna ferðir á K2 út veturinn
Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/6B536DBCAD41D8B0B6D691648DE3576985DA43F50B46BCD26850AAD3CB3C1235_308x200.jpg)
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2
Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4BFB5250A704301731508916CC4241B262D06960FB9F4105E7960712F5527C8B_308x200.jpg)
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“
Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EC7C4DE4BFF303A0B6E9C43686570BAEF2B9095559293F54C4CC97E74EEA197B_308x200.jpg)
Gátu ekki flogið í dag og slæm veðurspá næstu daga
Ekki var unnt að fljúga upp í hlíðar fjallsins K2 til leitar að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans í dag vegna veðurs. Slæm veðurspá er á svæðinu næstu daga, sem gæti gert leitarmönnum erfitt fyrir.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D68C58C933FCAEC0000E3188F2543075AFA49243C368B0DDA192F1BB69C68D44_308x200.jpg)
Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar
Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/EC7C4DE4BFF303A0B6E9C43686570BAEF2B9095559293F54C4CC97E74EEA197B_308x200.jpg)
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“
„Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C94FF545359E6F4C36C9383B39855B6CBA05FC56212FB1CAE7F8456C998C5973_308x200.jpg)
Vonast enn eftir kraftaverki á K2
Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/4BFB5250A704301731508916CC4241B262D06960FB9F4105E7960712F5527C8B_308x200.jpg)
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“
Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/CF8E968D6DF4F6472FF13B2EC117F4D6E073F4CDB34BF8D1CCE7B4E6F7EE823A_308x200.jpg)
Leitað á K2 í morgun en ekkert sést til John Snorra og félaga
Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 fyrir um fjórum tímum en hafa nú snúið aftur. Engin ummerki fundust um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og JP Mohr, sem hefur nú verið saknað í um þrjá sólahringa.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8FB22C0BC5920F50BF80501E49BEAC90DF70F01944ED3D047A02AD151719DE5C_308x200.jpg)
Leit heldur áfram á K2 í dag
Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/28785D632CB75A072B5BD74A2D2F79E21550590693A946180EC5619C941D498D_308x200.jpg)
„Vonin hefur dvínað“
Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/AC1E5070BEEF978ABBF8B7730364565961E815F61035D509DFC834F994D9A01B_308x200.jpg)
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi
Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7CBA5073CB62A0E798031679DC087F71F79379C0EC530F1AF7A3E80507DA06D3_308x200.jpg)
Leit að mestu lokið í dag
Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D0018ECA63F1D791C8A81BA83240A908D6BA861CCF08E651E2D2524D577A68D2_308x200.jpg)
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið
Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/23342F7EAB02902DEED0C972647A189BDE87B66330F12A1618B6CACAF65CD492_308x200.jpg)
Halda leitinni áfram
Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/78C601F0DF705BD378CE653EB4ABC6C82D15CD2ABFCE0DA92781636AB0868551_308x200.jpg)
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“
Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2F38EFE2CFB112A8E6BFE4BAD4AAB1C18C6B17394C75EA473C7713F03224DE12_308x200.jpg)
Leit heldur áfram í birtingu
Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/B996421AB93C08C156228D3419D8F9CE0F75001965EB96133AB4AA9DA7D6D9DC_308x200.jpg)
„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“
„Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/60E5A5301373E7D2184619DF7C158507177788B1EF3A08A2E7B8F8FB5E652EAC_308x200.jpg)
Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar
Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/017CDECE83A5C0465BC45DE0CD177F048CDAA199BCAECA8839E0E689AE1E3DCC_308x200.jpg)
Allar tiltækar bjargir notaðar við leitina
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/699848E34ED282D66774A9DA313341DD207A2E74DD0155ABD32E850DD94AF7D3_308x200.jpg)
Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá
Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.