Fjármál heimilisins

Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað?
65 ára kona spyr:

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði:

„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“
Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið.

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins, sem mælir breytingar á mikilvægustu daglegu innkaupum heimilanna í matvöruverslunum, hækkaði um 0,31 prósent í júní miðað við maí. Þetta er talsvert minni hækkun en mánuðina á undan, þar sem hækkunin hefur verið yfir hálfu prósenti á mánuði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ.

Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt
Formaður Neytendasamtakanna segir svokallaðar „ósýnilegar stöðumælasektir“ ekki eiga að líðast hér á landi. Hann kallar eftir því að stjórnvöld feti í fótspor Dana sem hafa bannað þannig sektir.

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Spurning barst frá þrjátíu og eins árs gömlum karlmanni:

Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið
Húsnæði á Íslandi er almennt verulega vantryggt fyrir bruna og allt of margir láta hjá líða að uppfæra brunabótamat á eignum sínum. Dæmi eru um að fólk sitji eftir með sárt ennið og fái litlar sem engar bætur eftir eldsvoða.

Samkeppnin tryggir hag neytenda
Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu?

Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best?
Spurning barst frá þrjátíu og fjögurra ára karlmanni:

Kjarasamningar undirritaðir fyrir nær allt launafólk
Kjarasamningar til ársins 2028 hafa verið undirritaðir fyrir nær allt launafólk bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði í yfirstandandi samningalotu sem hófst í febrúar 2024. Í heild er áætlað að gerðir hafi verið um 250 kjarasamningar í núverandi lotu. Á kjörskrám stéttarfélaganna voru um 189 þúsund manns.

Hvenær kemur að okkur?
Það er spurning. Fátækt er vaxandi vandamál á Íslandi, bilið lengist á milli þeirra ríku og þeirra sem fátækir eru. Fátækt er til í allskonar myndum.

„Þetta er glórulaust rugl í ráðherra“
Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér.

„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“
Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt.

Fjárfestavernd sem gengur of langt?
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta.

Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu
Spurning barst frá lesanda, þrjátíu og tveggja ára konu:

Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni
Dæmi eru um að fólk sem fellur fyrir netsviki tapi allt að 20 milljónum á svipstundu með því að samþykkja einfalda beiðni í símanum. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að tilkynna netsvik tafarlaust þrátt fyrir skömm. Hver klukkutími skiptir máli.

Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu
Fasteignamat á Íslandi hækkar um 9,2% á milli ára og eru hækkanirnar mestar á Suðurnesjum og á Norðurlandi. Seltjarnarnes er síðan hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu.

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað.

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi.

Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati fyrir árið 2026 verða kynntar á opnum fundi sem fram fer klukkan 10. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins?
Ég man vel þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Ég og kærastinn minn vorum ótrúlega stressuð áður en við fórum í gegnum greiðslumatið því okkur dreymdi um að byrja búa sjálf í stað þess að vera í kjallaranum hjá tengdaforeldrum mínum, eins frábær og þau eru.

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Auður, fjármálaþjónusta Kviku fyrir sparnaðarreikninga, hefur nú innreið sína á húsnæðislánamarkað og mun opna þessa nýju þjónustu í dag.

Vextir lækka hjá Íslandsbanka
Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn.

Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi
Dæmi eru um að fólk tapi háum fjárhæðum þegar það samþykkir auðkenningarbeiðnir í hugsunarleysi, og millifærir þar með á svikahrappa úti í heimi. Engar bætur er að fá ef fólk notast við rafræn skilríki til að samþykkja slíkar millifærslur.

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Landsbankinn og Arion banki hafa tilkynnt um breytta vexti inn- og útlána. Breyttir vextir taka gildi hjá Arion banka þriðjudaginn 27. maí og Landsbankanum þriðjudaginn þriðja júní.

„Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“
Starfsmenn Arion banka sem hafa sett upp það sem kallast Escape room innan bankans sem kennir fólki að læra að bera kennsl á netsvindl.

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir ljóst að verðbólga þurfi að hjaðna verulega ef halda eigi vaxtalækkunarferlinu áfram. Seðlabankastjóri segir af og frá að slakað hafi verið á aðhaldi með 25 punkta lækkun stýrivaxta.

Samhjálp í kapphlaupi við tímann
Leigusamningi Samhjálpar vegna húsnæðis Kaffistofunnar hefur verið sagt upp og rýma þarf húsnæðið fyrir mánaðamót september október. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, hefur áhyggjur af því að ekki finnist nýtt húsnæði fyrir Kaffistofuna í tæka tíð.

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Seðlabankinn hefur boðað til fundar í húsakynnum bankans klukkan 09:30 þar sem ákvörðun peningastefnunefndar bankans um lækkun stýrivaxta verður rökstudd. Sjá má fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi.

Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Niðurstöður álagningar einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, verða birtar á þjónustuvef Skattsins á fimmtudag 22. maí. Inneignir verða greiddar út á föstudegi 30. maí og launagreiðendur fá upplýsingar um skuldir til að draga af launum.