Þýski boltinn

Fréttamynd

Lahm vill fara til Barcelona

Þýski landsliðsmaðurinn Philipp Lahm hjá Bayern Munchen lét þau orð falla í viðtali við Bild í dag að hann hefði áhuga á að fara til Barcelona. Þessi 23 ára gamli bakvörður hefur verið hjá Bayern í tvö ár og sló í gegn með landsliðinu á HM í fyrrasumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bayern enn án taps

Bayern München vann sinn áttunda leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann Bochum, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

"Kloni" tryggði Bayern sigur

Bayern Munchen vann í gær mikilvægan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Það var Ítalinn Luca Toni sem skoraði sigurmarkið skömmu fyrir hlé eftir sendingu frá Miroslav Klose.

Fótbolti
Fréttamynd

Podolski gagnrýndur enn og aftur

Þýski landsliðsframherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen hefur verið gagnrýndur mikið síðan hann var keyptur til félagsins árið 2006. Hann hefur nú fengið þau skilaboð að ef hann bæti ekki leik sinn fljótlega eigi hann ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Forysta Bayern aðeins eitt stig

Bayern Munchen þurfti í dag að sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Schalke í toppleiknum í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þrumufleygur Iva Rakitic á 36. mínútu sló þögn á 66,000 áhorfendur á Alianz Arena, en Miroslav Klose jafnaði metin fyrir heimamenn níu mínutum eftir hlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose skoraði bæði í sigri á Wales

Tvö mörk frá Miroslav Klose færðu Þýskalandi 2-0 sigur yfir Wales í D-riðlinum. Þessi sóknarmaður Bayern München skoraði fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mínútna leik og bætti síðan öðru við með skalla í þeim síðari.

Fótbolti
Fréttamynd

Jose Sosa úr leik hjá Bayern

Argentínski landsliðsmaðurinn Jose Sosa getur ekki leikið með Bayern Munchen næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla. Sosa var keyptur til Bayern fyrir stórfé frá Estudiantes í sumar. Miðjumaðurinn efnilegi hafði reyndar aðeins komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar á leiðinni til Våleranga

Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þessa stundina á leiðinni til Noregs þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliðinu Våleranga í fyrramálið. Ef Gunnar Heiðar stenst skoðunina mun hann skrifa undir tíu mánaða lánssamning við félagið, eða til lok júní. Þetta staðfestir Ólafur Garðarson, umboðsmaður leikmannsins, í samtali við Vísi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke jafnaði í lokin

Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alexander Meier skoraði eina markið í leik Eintracht Frankfurt og Hansa Rostock þar sem heimamenn hrósuðu sigri. Þá gerðu Wolfsburg og Schalke 1-1 jafntefli þar sem Schalke jafnaði á 86. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þriðji sigur Bayern í röð

Bayern München fer vel af stað í þýsku Bundesligunni en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína. Liðið lagði Hannover að velli 3-0 í dag en mörkin skoruðu Luca Toni, Mark van Bommel og Hamit Altintop.

Fótbolti
Fréttamynd

Santa Cruz vill fara frá Bayern Munchen

Paragvæski framherjinn Roque Santa Cruz, er ákveðinn í að komast frá Bayern Munchen, en hann er sagður vera ofarlega á óskalista Manchester City og Blackburn. Framherjinn hefur átt erfitt hjá félaginu upp á síðkastið og er aftarlega í goggunarröðinni hjá Uli Hoeness, framkvæmdastjóra Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitzfeld ánægður með nýju leikmennina

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segist ekki geta beðið eftir að leiktíðin hefjist í Þýskalandi eftir að félagið pungaði út 70 milljónum evra til leikmannakaupa í sumar. Hann segir nýju leikmennina ekki aðeins smellpassa inn í liðið á vellinum heldur séu þeir allir góðir drengir.

Fótbolti
Fréttamynd

Makaay farinn til Feyenoord

Framherjinn Roy Makaay er farinn frá Bayern Munchen í Þýskalandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Feyenoord í heimalandi sínu. Bayern keypti Makaay fyrir metfé, 18,75 milljónir evra, árið 2003. Hann var ekki inni í framtíðarplönum þýska félagsins fyrir næstu leiktíð og snýr nú aftur til félagsins sem hann lék með í heimalandinu fyrir áratug.

Fótbolti
Fréttamynd

Makaay vildi ekki fara til Bremen

Nú er ljóst að hollenski framherjinn Roy Makaay mun fara frá Bayern Munchen eftir að félagið festi kaup á Miroslav Klose frá Bremen. Makaay fellur fyrir vikið aftar í goggunarröðinni hjá liðinu og segir talsmaður Bayern honum frjálst að fara - þó aðeins fyrir rétt verð.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose skrifar undir hjá Bayern

Bayern Munchen sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að félagið hafi nú loks fest kaup á landsliðsmanninum Miroslav Klose frá Werder Bremen. Klose var markakóngur á HM í Þýskalandi í fyrra og hefur lengi verið orðaður við Bayern. Klose hefur þegar undirritað samning við Bayern sem sagður er gilda til ársins 2011. Kaupverðið er um 12 milljónir ef marka má frétt Kicker um málið, en formlegt kaupverð var ekki gefið upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Robert Kovac til Þýskalands á ný

Króatíski varnarjaxlinn Robert Kovac hefur ákveðið að snúa aftur í þýsku úrvalsdeildina en í dag gekk hann frá samningi við Dortmund. Kovac lék með Juventus á síðustu leiktíð en var með lausa samninga þar í sumar. Hann hafði upprunalega ætlað að ganga í raðir Dinamo Zagreb í heimalandinu, en ákvað að fara til Þýskalands þar sem hann er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa spilað með Leverkusen og Bayern á árum áður.

Fótbolti
Fréttamynd

Helmingur leikmanna notaði örvandi lyf

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Peter Neururer fullyrðir að allt að helmingur knattspyrnumanna í þýsku knattspyrnunni hafi notað örvandi lyf á árum áður. Neururer hefur þjálfað mörg lið í efstu deildum í Þýskalandi, þar á meðal Schalke og FC Köln.

Fótbolti
Fréttamynd

Makaay og Santa Cruz geta farið frá Bayern

Framherjarnir Roque Santa Cruz og Roy Makaay gætu báðir verið á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar ef félagið nær að festa kaup á framherjanum Miroslav Klose frá Werder Bremen. Bayern á ekki sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en forráðamenn félagsins láta það ekki stöðva sig í að kaupa leikmenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose ætlar til Bayern

Þýski landsliðsframherjinn Miroslav Klose hjá Werder Bremen staðfesti endanlega í dag að hann ætlaði sér að ganga í raðir Bayern Munchen í sumar. Klose er 28 ára en á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Bremen og það kemur til með að flækja málið nokkuð. "Ég hef ákveðið að spila fyrir Bayern á næstu leiktíð, en ég mun engu að síður leggja mig allan fram með Bremen ef ekkert verður af félagaskiptunum," sagði Klose.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery semur við Bayern Munchen

Bayern Munchen festi í dag kaup á franska landsliðsmanninum Franck Ribery frá Marseille í Frakklandi fyrir 26 milljónir evra og hefur hann þegar undirritað fjögurra ára samning við þýska stórveldið. Því er svo haldið fram að fjórar milljónir evra muni bætast við kaupverðið ef Bayern nær að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Ribery sló í gegn með Frökkum á HM í fyrra og hefur verið mjög eftirsóttur - meðal annar af Arsenal. Hann er 24 ára gamall og á að baki 18 landsleiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery á leið til Bayern fyrir metfé

Franski landsliðsmaðurinn, Franck Ribery, er á leið til Bayern Munchen fyrir metfé. Talið er að Ribery skrifi undir samning við félagið á fimmtudaginn. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath tekur við Wofsburg

Felix Magath hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Wofsburg. Auk þess að þjálfa liðið verður honum gert að sjá alfarið um leikmannamál hjá félaginu. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2010, en hann stýrði áður Bayern Munchen og gerði liðið að tvöföldum meisturum tvö ár í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Diego leikmaður ársins í Þýskalandi

Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen var í dag kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það voru leikmennirni sjálfir sem stóðu að valinu. Diego gekk í raðir Bremen frá Porto fyrir 6 milljónir evra fyrir síðasta tímabil og fékk ríflega 50% atkvæða í kjörinu. Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke var kjörinn besti markvörðurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Toni fer til Bayern

Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina mun ganga í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti forseti ítalska félagsins í dag. Toni stóð til boða að ganga til liðs við bæði stórliðin í Mílanó, en hinn 30 markaskorari vildi heldur fara ti Þýskalands af virðingu við Fiorentina. Talið er að verðmiðinn á kappanum verði í kring um 8 milljónir punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Nurnberg þýskur meistari

Nurnberg tryggði sér í gær dramatískan sigur í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þegar liðið lagði nýkrýnda deildarmeistara Stuttgart 3-2 í framlengdum úrslitaleik á Ólympíuleikvangnum. Stuttgart spilaði með 10 menn frá 31. mínútu þegar markaskoraranum Cacau var vísað af velli fyrir að kýla andstæðing sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Stuttgart eiga titilinn skilinn

Armin Veh, þjálfari nýkrýndra Þýskalandsmeistara Stuttgart, segir fráleitt að halda því fram að lið hans eigi titilinn ekki skilið. Leikmenn og forráðamenn Schalke létu hafa eftir sér eftir lokaumferðina í gær að lið sem væri á toppnum í þrjár vikur af 34 vikna tímabili ætti ekki skilið að standa uppi sigurvegari. Schalke var á toppi deildarinnar í 15 vikur í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuttgart meistari í Þýskalandi

Stuttgart varð í dag meistari í þýsku knattspyrnunni en þá sigraði liðið Energie Cottbus, 2:1, á heimavelli í lokaumferð deildarinnar. Stuttgart nægði að fá eitt stig fyrir leikinn til að tryggja sér meistaratitilinn en eftir slæma byrjun í dag, þar sem Cottbus náði forystu eftir 19. mínútna leik, náðu heimamenn að svara með tveimur mörkum.

Fótbolti