Jens Lehmann markmaður Stuttgart gæti átt yfir höfðu sér kæru vegna þjófnaðar. Ástæðan er sú að hann tók gleraugu af stuðningsmanni eftir leik í þýsku úrvalsdeildinni í desember.
Lehmann yfirgaf Bruchweg Stadion, heimavöll Mainz, í fússi eftir 1-1 jafntefli og á leiðinni reif hann gleraugu af manni sem veittist að honum. Eftir nokkra stund skilaði Lehmann gleraugunum en stuðningsmaðurinn er núna að íhuga að kæra Lehmann fyrir athæfið.
Hann hefur þegar talað við lögregluna um málið.
Lehmann baðst síðar afsökunar og sagði að þetta hefði „verið eina leiðin til að þagga niðri í honum".
Lehmann var rekinn af velli í leiknum auk þess sem hann fékk á sig víti undir lok leiksins. Hann var sektaður af Stuttgart þar sem hann var á leiðinni út á flugvöll einn síns liðs í stað þess að bíða eftir rútu liðsins.
Lehmann stal gleraugum af stuðningsmanni og gæti verið kærður
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

