Ítalski boltinn

Fréttamynd

Loftus-Che­ek einnig farinn frá Chelsea

Enska knattspyrnufélagið Chelsea heldur áfram að taka til í herbúðum sínum. Ruben Loftus-Cheek er genginn í raðir AC Milan á Ítalíu. Enski miðjumaðurinn kostar Mílanó-liðið um 15 milljónir punda [2,6 milljarða íslenskra króna].

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United reyna aftur við Rabiot

Leit Manchester United að liðstyrk á miðjuna heldur áfram en liðið hefur gert Adrien Rabiot, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Rabiot er að renna út um mánaðarmótin og Juventus fá þá ekki evru fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Weah aftur í Seríu A

Juventus eru um það bil að ganga frá kaupum á bandaríska vængmanninum Timothy Weah, frá Lille í Frakklandi. Timothy verður þá annar meðlimur Weah fjölskyldunnar til að spila í Seríu A en faðir hans, George Weah, gerði garðinn frægan með AC Milan undir lok síðustu aldar.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert eftir­sóttur

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson virðist á óskalista þónokkurra liða í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hann var á dögunum orðaður við stórveldið AC Milan en nú hafa þrjú ný lið verið nefnd til sögunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Lukaku með risatilboð frá Sádí-Arabíu

Framtíð Romelu Lukaku virðist vera algjörlega óráðin. Lukaku lék með Inter í vetur þar sem hann var á láni. Hann er ennþá leikmaður Chelsea en hefur ítrekað lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og þá helst hjá Inter. 

Fótbolti
Fréttamynd

Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum

Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri

Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

Goðsögnin rekin frá Milan

Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“

Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan táraðist á kveðju­stundinni

Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli vann og endaði með níutíu stig

Napoli vann sigur í lokaleik sínum í Serie A á tímabilinu. Liðið er fyrir löngu síðan búið að tryggja sér ítalska meistaratitilinn en með sigrinum í dag náði Napoli níutíu stigum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk er ítalskur bikarmeistari

Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag ítalskur bikarmeistari í knattspyrnu með félagsliði sínu Juventus. Dramatískt mark á lokametrum leiksins tryggði Juventus titilinn.

Fótbolti