Óvænt hættur í fótbolta: „Hjartað er ekki lengur þar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 14:31 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Getty/Mikolaj Barbanell Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 34 ára gamall, eftir farsælan feril þar sem hann lék lengst af með stórliðum Arsenal og Juventus. Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira