Ítalski boltinn Inter ekki á eftir Benitez Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool. Fótbolti 19.5.2010 19:59 Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern. Fótbolti 19.5.2010 15:05 Juventus búið að stela þjálfara Sampdoria - Del Neri ráðinn til Juve Luigi Del Neri, þjálfari Sampdoria, verður næsti þjálfari Juventus en þetta var tilkynnt aðeins nokkrum dögum eftir að Del Neri stýrði Sampdoria inn í Meistaradeildina í lokaumferð ítölsku deildarinnar. Juventus er því búið að næla í þjálfara spútnikliðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Fótbolti 19.5.2010 14:46 Mourinho: Real eða Inter Jose Mourinho segir að það eina sem komi til greina hjá honum í sumar er að halda áfram sem knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu eða þá taka við Real Madrid á Spáni. Fótbolti 19.5.2010 11:01 Berlusconi íhugar að selja Milan Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, veltir því fyrir sér þessa dagana að selja félagið sem hann hefur farið fyrir í ein 24 ár. Fótbolti 18.5.2010 14:01 Ronaldinho fær tveggja ára samning Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir. Fótbolti 18.5.2010 10:10 Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar. Fótbolti 18.5.2010 09:30 Adriano orðaður við Roma Brasilíski framherjinn og þunglyndissjúklingurinn, Adriano, er smám saman að koma lífi sínu í réttar skorður á nýjan leik og hann íhugar nú að snúa aftur í evrópska boltann. Fótbolti 17.5.2010 19:26 Galliani: Ronaldinho verður áfram hjá Milan Adriano Galilani, stjórnarformaður AC Milan, á ekki von á öðru en að Ronaldinho verði áfram í herbúðum félagsins. Fótbolti 17.5.2010 15:55 Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil. Fótbolti 16.5.2010 17:03 Milito: Mikilvægasta mark sem ég hef skorað - myndband „Þetta er mikilvægasta mark ferils míns. Við erum í skýjunum og eigum það skilið," sagði Diego Milito sem tryggði Inter 1-0 sigur á Siena og þar með Ítalíumeistaratitilinn. Fótbolti 16.5.2010 15:47 Inter Ítalíumeistari - Milito með sigurmarkið Inter varð í dag Ítalíumeistari fimmta árið í röð eftir 1-0 útisigur gegn Siena. Það var Diego Milito sem skoraði markið sem tryggði Inter titilinn á 57. mínútu. Fótbolti 16.5.2010 14:54 Ranieri: Ég er orðinn mjög þreyttur á Mourinho Claudio Ranieri, þjálfari Roma, lét Jose Mourinho loksins aðeins heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar sem fram fer í dag. Fótbolti 15.5.2010 22:07 Ronaldinho skoraði tvö í kveðjuleik landa síns og AC Milan vann Juve 3-0 Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir AC Milan sem vann í kvöld 3-0 sigur á Juventus í síðasta leik liðanna í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Þetta var einnig síðasti leikur AC Milan undir stjórn Leonardo sem tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta með liðið. Fótbolti 15.5.2010 21:12 Francesco Totti hitti Russell Crowe í Colosseum fyrir leikinn á morgun Leikmenn Roma ætla greinilega að reyna sækja sér kraft og baráttuanda til skylmingaþrælanna í Rómaveldi fyrir lokaumferðina í ítölsku deildinni á morgun ef marka má hvar fyrirliði liðsins eyddi gærdeginum. Roma er í keppni um ítalska titilinn við Jose Mourinho og lærisveina hans í Inter Milan. Fótbolti 15.5.2010 19:46 Iker Casillas: Kallar eftir stöðugleika hjá Real Madrid Iker Casillas, markvörður spænska stórliðsins Real Madrid, vill að Manuel Pellegrini fái tækifæri til að þjálfa liðið áfram og hann kallar eftir meiri stöðugleika hjá félaginu. Real Madrid stendur líklega uppi titlalaust eftir tímabilið þrátt fyrir að hafa, síðasta sumar, eytt gríðarlegum fjármunum í marga af bestu leikmönnum heims. Fótbolti 14.5.2010 23:02 Leonardo hættir með AC Milan eftir Juventus-leikinn á morgun Leonardo, þjálfari AC Milan, hefur ákveðið í samráði við yfirmenn félagsins að hætta með ítalska liðið eftir tímabilið. Hann stjórnar því AC Milan liðinu í síðasta sinn í lokaumferðinni á morgun. Fótbolti 14.5.2010 14:54 Framtíð Mourinho ákveðin eftir tímabilið Gabriele Oriali, yfirmaður íþróttamála hjá Inter á Ítalíu, segir að framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho ráðist að tímabilinu loknu. Fótbolti 14.5.2010 13:16 Milan og Juventus gætu skipst á framherjum Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að mögulegt er að Milan og Juventus gætu skipst á framherjum - þeim Klaas-Jan Huntelaar og David Trezeguet. Fótbolti 14.5.2010 10:22 Beckham heilsaði upp á félaga sína hjá Milan David Beckham mætti mjög óvænt á æfingu hjá AC Milan í dag en hann mætti þangað til þess að hvetja fyrrum félaga sína til dáða fyrir lokaleik liðsins gegn Juventus. Fótbolti 13.5.2010 17:17 Mourinho: Ég mun þjálfa Real Madrid Portúgalski þjálfarinn José Mourinho heldur áfram að halda forráðamönnum Inter á tánum en hann hefur nú sagt að hann muni þjálfa Real Madrid fyrr frekar en síðar. Fótbolti 13.5.2010 17:02 Mourinho segist ekki hafa talað við nein félög Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter. Fótbolti 11.5.2010 16:42 Fari Mourinho til Real Madrid fær Rafa Benítez símtal frá Inter Innanhússlagur hjá Real Madrid ræður því hvort Jose Mourinho taki við knattspyrnuliði félagsins eða ekki. Samningur hans er tilbúinn og hann vill taka við, en óvíst er hvort af því verði. Fótbolti 11.5.2010 11:12 Totti fær fjögurra leikja bann - en bara í bikarleikjum Fólskulegt brot Francesco Totti, fyrirliða Roma, í bikarleiknum á móti Inter á dögunum hefur engin áhrif á þátttöku hans í lokaumferðum ítölsku deildarinnar þar sem Roma er að berjast um ítalska meistaratiitilinn við Inter. Fótbolti 10.5.2010 12:32 Mourinho fór í fýluferð til Þýskalands Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur sagt að ferðalag hans til Þýskalands þar sem hann fór til að skoða Bayern-liðið hafi verið tilgangslaust en hann fór og fylgdist með leik liðsins gegn Hertha Berlin. Bayern sigraði leikinn 3-1 og fagnaði meistaratitlinum þar í landi eftir leikinn. Fótbolti 9.5.2010 14:51 Inter og Roma með sigra - úrslitin ráðast í lokaumferðinni Bæði toppliðin á Ítalíu Inter og Roma sigruðu bæði sína leiki í dag en ljóst er að meistarar verða krýndir í síðustu umferð deildarinnar sem fram fer um næstu helgi. Fótbolti 9.5.2010 19:35 Litið á Ranieri sem „lúser" hjá Chelsea Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum og hann hefur nú sent Claudio Ranieri, þjálfara Roma, vænar sneiðar. Lið þeirra mættust í úrslitum bikarsins á dögunum og þá vann Inter. Liðin berjast einnig á toppi ítölsku deildarinnar. Fótbolti 8.5.2010 20:33 Framtíð Ronaldinho ræðst eftir tímabilið Framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan er í lausu lofti enda þarf leikmaðurinn líklega að taka á sig mikla launalækkun ef hann vill spila áfram fyrir félagið. Fótbolti 6.5.2010 16:17 Vargas má fara til Real fyrir rétta upphæð Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid geti keypt Juan Manuel Vargas frá Fiorentina fyrir 25 milljónir evra. Vargas hefur lengi verið orðaður við spænska félagið. Fótbolti 6.5.2010 11:38 Totti sparkar í Balotelli - myndband Francesco Totti missti algjörlega stjórn á skapi sínu í bikarúrslitaleik AS Roma og Inter í gær sem Inter vann. Fótbolti 6.5.2010 08:48 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 198 ›
Inter ekki á eftir Benitez Einhverjir stuðningsmenn Liverpool hafa eflaust orðið vonsviknir þegar Marco Branca, íþróttastjóri Inter, sagði félagið ekki vera á höttunum eftir Rafa Benitez, stjóra Liverpool. Fótbolti 19.5.2010 19:59
Van Bommel: Luca Toni sofnaði á liðsfundi með Louis van Gaal Mark van Bommel, fyrirliði Bayern Munchen, hefur sagt frá því að deilur ítalska framherjans Luca Toni og þjálfarans Louis van Gaal hafi hafist þegar Toni sofnaði á liðsfundi með Van Gaal síðasta sumar. Þetta gerist á öðrum degi Hollendingsins í starfi sem þjálfari Bayern. Fótbolti 19.5.2010 15:05
Juventus búið að stela þjálfara Sampdoria - Del Neri ráðinn til Juve Luigi Del Neri, þjálfari Sampdoria, verður næsti þjálfari Juventus en þetta var tilkynnt aðeins nokkrum dögum eftir að Del Neri stýrði Sampdoria inn í Meistaradeildina í lokaumferð ítölsku deildarinnar. Juventus er því búið að næla í þjálfara spútnikliðsins í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Fótbolti 19.5.2010 14:46
Mourinho: Real eða Inter Jose Mourinho segir að það eina sem komi til greina hjá honum í sumar er að halda áfram sem knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu eða þá taka við Real Madrid á Spáni. Fótbolti 19.5.2010 11:01
Berlusconi íhugar að selja Milan Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, veltir því fyrir sér þessa dagana að selja félagið sem hann hefur farið fyrir í ein 24 ár. Fótbolti 18.5.2010 14:01
Ronaldinho fær tveggja ára samning Brasilíumaðurinn Ronaldinho verður væntanlega áfram í herbúðum AC Milan eftir allt saman. Nýr tveggja ára samningur liggur á borðinu sem verður væntanlega skrifað undir. Fótbolti 18.5.2010 10:10
Inter gerir ekki ráð fyrir að halda Mourinho Massimo Moratti, forseti Inter, er farinn að búa sig undir að þurfa að leita að nýjum þjálfara í stað José Mourinho. Portúgalinn er sterklega orðaður við Real Madrid og flest bendir til þess að hann fari þangað í sumar. Fótbolti 18.5.2010 09:30
Adriano orðaður við Roma Brasilíski framherjinn og þunglyndissjúklingurinn, Adriano, er smám saman að koma lífi sínu í réttar skorður á nýjan leik og hann íhugar nú að snúa aftur í evrópska boltann. Fótbolti 17.5.2010 19:26
Galliani: Ronaldinho verður áfram hjá Milan Adriano Galilani, stjórnarformaður AC Milan, á ekki von á öðru en að Ronaldinho verði áfram í herbúðum félagsins. Fótbolti 17.5.2010 15:55
Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil. Fótbolti 16.5.2010 17:03
Milito: Mikilvægasta mark sem ég hef skorað - myndband „Þetta er mikilvægasta mark ferils míns. Við erum í skýjunum og eigum það skilið," sagði Diego Milito sem tryggði Inter 1-0 sigur á Siena og þar með Ítalíumeistaratitilinn. Fótbolti 16.5.2010 15:47
Inter Ítalíumeistari - Milito með sigurmarkið Inter varð í dag Ítalíumeistari fimmta árið í röð eftir 1-0 útisigur gegn Siena. Það var Diego Milito sem skoraði markið sem tryggði Inter titilinn á 57. mínútu. Fótbolti 16.5.2010 14:54
Ranieri: Ég er orðinn mjög þreyttur á Mourinho Claudio Ranieri, þjálfari Roma, lét Jose Mourinho loksins aðeins heyra það á blaðamannafundi í gær fyrir lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar sem fram fer í dag. Fótbolti 15.5.2010 22:07
Ronaldinho skoraði tvö í kveðjuleik landa síns og AC Milan vann Juve 3-0 Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvö mörk fyrir AC Milan sem vann í kvöld 3-0 sigur á Juventus í síðasta leik liðanna í ítölsku deildinni á þessu tímabili. Þetta var einnig síðasti leikur AC Milan undir stjórn Leonardo sem tilkynnti fyrir leikinn að hann myndi hætta með liðið. Fótbolti 15.5.2010 21:12
Francesco Totti hitti Russell Crowe í Colosseum fyrir leikinn á morgun Leikmenn Roma ætla greinilega að reyna sækja sér kraft og baráttuanda til skylmingaþrælanna í Rómaveldi fyrir lokaumferðina í ítölsku deildinni á morgun ef marka má hvar fyrirliði liðsins eyddi gærdeginum. Roma er í keppni um ítalska titilinn við Jose Mourinho og lærisveina hans í Inter Milan. Fótbolti 15.5.2010 19:46
Iker Casillas: Kallar eftir stöðugleika hjá Real Madrid Iker Casillas, markvörður spænska stórliðsins Real Madrid, vill að Manuel Pellegrini fái tækifæri til að þjálfa liðið áfram og hann kallar eftir meiri stöðugleika hjá félaginu. Real Madrid stendur líklega uppi titlalaust eftir tímabilið þrátt fyrir að hafa, síðasta sumar, eytt gríðarlegum fjármunum í marga af bestu leikmönnum heims. Fótbolti 14.5.2010 23:02
Leonardo hættir með AC Milan eftir Juventus-leikinn á morgun Leonardo, þjálfari AC Milan, hefur ákveðið í samráði við yfirmenn félagsins að hætta með ítalska liðið eftir tímabilið. Hann stjórnar því AC Milan liðinu í síðasta sinn í lokaumferðinni á morgun. Fótbolti 14.5.2010 14:54
Framtíð Mourinho ákveðin eftir tímabilið Gabriele Oriali, yfirmaður íþróttamála hjá Inter á Ítalíu, segir að framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho ráðist að tímabilinu loknu. Fótbolti 14.5.2010 13:16
Milan og Juventus gætu skipst á framherjum Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að mögulegt er að Milan og Juventus gætu skipst á framherjum - þeim Klaas-Jan Huntelaar og David Trezeguet. Fótbolti 14.5.2010 10:22
Beckham heilsaði upp á félaga sína hjá Milan David Beckham mætti mjög óvænt á æfingu hjá AC Milan í dag en hann mætti þangað til þess að hvetja fyrrum félaga sína til dáða fyrir lokaleik liðsins gegn Juventus. Fótbolti 13.5.2010 17:17
Mourinho: Ég mun þjálfa Real Madrid Portúgalski þjálfarinn José Mourinho heldur áfram að halda forráðamönnum Inter á tánum en hann hefur nú sagt að hann muni þjálfa Real Madrid fyrr frekar en síðar. Fótbolti 13.5.2010 17:02
Mourinho segist ekki hafa talað við nein félög Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hann hafi ekki rætt við nein félög um framtíðarstarf en mikið hefur verið skrifað og slúðrað um framtíð hans í boltanum. Mourinho gaf í dag út yfirlýsingu á heimasíðu Inter. Fótbolti 11.5.2010 16:42
Fari Mourinho til Real Madrid fær Rafa Benítez símtal frá Inter Innanhússlagur hjá Real Madrid ræður því hvort Jose Mourinho taki við knattspyrnuliði félagsins eða ekki. Samningur hans er tilbúinn og hann vill taka við, en óvíst er hvort af því verði. Fótbolti 11.5.2010 11:12
Totti fær fjögurra leikja bann - en bara í bikarleikjum Fólskulegt brot Francesco Totti, fyrirliða Roma, í bikarleiknum á móti Inter á dögunum hefur engin áhrif á þátttöku hans í lokaumferðum ítölsku deildarinnar þar sem Roma er að berjast um ítalska meistaratiitilinn við Inter. Fótbolti 10.5.2010 12:32
Mourinho fór í fýluferð til Þýskalands Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefur sagt að ferðalag hans til Þýskalands þar sem hann fór til að skoða Bayern-liðið hafi verið tilgangslaust en hann fór og fylgdist með leik liðsins gegn Hertha Berlin. Bayern sigraði leikinn 3-1 og fagnaði meistaratitlinum þar í landi eftir leikinn. Fótbolti 9.5.2010 14:51
Inter og Roma með sigra - úrslitin ráðast í lokaumferðinni Bæði toppliðin á Ítalíu Inter og Roma sigruðu bæði sína leiki í dag en ljóst er að meistarar verða krýndir í síðustu umferð deildarinnar sem fram fer um næstu helgi. Fótbolti 9.5.2010 19:35
Litið á Ranieri sem „lúser" hjá Chelsea Jose Mourinho, þjálfari Inter, er ekki vanur að skafa utan af hlutunum og hann hefur nú sent Claudio Ranieri, þjálfara Roma, vænar sneiðar. Lið þeirra mættust í úrslitum bikarsins á dögunum og þá vann Inter. Liðin berjast einnig á toppi ítölsku deildarinnar. Fótbolti 8.5.2010 20:33
Framtíð Ronaldinho ræðst eftir tímabilið Framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá AC Milan er í lausu lofti enda þarf leikmaðurinn líklega að taka á sig mikla launalækkun ef hann vill spila áfram fyrir félagið. Fótbolti 6.5.2010 16:17
Vargas má fara til Real fyrir rétta upphæð Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid geti keypt Juan Manuel Vargas frá Fiorentina fyrir 25 milljónir evra. Vargas hefur lengi verið orðaður við spænska félagið. Fótbolti 6.5.2010 11:38
Totti sparkar í Balotelli - myndband Francesco Totti missti algjörlega stjórn á skapi sínu í bikarúrslitaleik AS Roma og Inter í gær sem Inter vann. Fótbolti 6.5.2010 08:48