Ítalski boltinn

Snilli Zlatans tryggði AC Milan þrjú stig - myndband
Það má með sanni segja að það sé Svíanum Zlatan Ibrahimovic að þakka að AC Milan situr nú í toppsæti ítölsku deildarinnar því aðra helgina í röð skoraði hann sigurmark liðsins í 1-0 sigri.

Balotelli mátti þola kynþáttaníð frá eigin stuðningsmönnum
Ítalskir stuðningsmenn urðu sér til háborinnar skammar í gær er þeir voru með kynþáttaníð í garð leikmanns ítalska landsliðsins, Mario Balotelli.

Leonardo líklegastur til að taka við af Benitez
Þó svo Massimo Moratti, forseti Inter, segi að Rafa Benitez verði ekki rekinn sem þjálfari Inter eru ítalskir fjölmiðlar ekki að kaupa það.

Aquilani vill fá Glen Johnson til Juve
Alberto Aquilani vill að enski landsliðsbakvörðurinn Glen Johnson komi til Juventus en þeir náðu greinilega vel saman þann tíma sem Aquilani spilaði með Liverpool-liðinu.

Ronaldinho ætlar að vera áfram í Milan
Brasilíumaðurinn Ronaldinho segist ætla að vera áfram í herbúðum AC Milan en samningur hans við félagið rennur út í lok leiktíðar.

Donadoni tekur við Cagliari
Fyrrum landsliðsþjálfari Ítala, Roberto Donadoni, hefur tekið við starfi knattspyrnustjóra hjá Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni.

Mario Balotelli fær tíuna hjá ítalska landsliðinu á morgun
Mario Balotelli, framherji Manchester City, fær stóra tækfærið með ítalska landsliðinu annað kvöld þegar liðið mætir Rúmeníu í vináttuleik í Klagenfurt í Austurríki. Balotelli verður í byrjunarliðinu og fær treyju númer tíu.

Sneijder: Benitez verður ekki rekinn
Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter á Italíu, hefur ekki trú á því að Rafael Benitez knattspyrnustjóri verði rekinn frá félaginu.

Zlatan tryggði Milan sigur á sínum gömlu félögum
AC Milan komst í kvöld á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið lagði nágranna sína í Inter, 1-0, í risaslag helgarinnar.

Moratti hefur tröllatrú á Benitez
Stórleikur dagsins í ítalska boltanum er viðureign Inter og AC Milan. Rafa Benitez, þjálfari Inter, fékk stuðningsyfirlýsingu fyrir leikinn frá stjórnarformanni félagsins.

Forseti Sampdoria er með Cassano-vírusinn
Ricardo Garrone, forseti Sampdoria, hefur engan áhuga á því að sættast við framherjann Antonio Cassano en Sampdoria sækir nú mál fyrir dómstólum svo það geti sagt upp samningnum við leikmanninn.

Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó
Zlatan Ibrahimovic er búinn að fá sérstakt heiðursbeltið í tækvondó en hann fékk það þó ekki fyrir að sparka ítrekað í liðsfélaga sína hjá AC Milan. Zlatan hefur verið með svarta beltið í tækvondó síðan að hann var 17 ára en fékk þessa viðurkenningu hjá ítölskum tækvondóklúbb í vikunni.

Inzaghi ætlar ekki að gefast upp
Framherjinn aldni Filippo Inzaghi er ekki af baki dottinn þó svo hann hafi meiðst illa og muni líklega ekki spila meira í vetur.

Sneijder: Verðum að gleyma Mourinho
Stjarna Inter, Wesley Sneijder, segir að það sé kominn tími á að leikmenn félagsins gleymi José Mourinho og einbeiti sér að því að skila góðu starfi fyrir Rafa Benitez.

Tímabilið gæti verið búið hjá Inzaghi
Framherjinn síungi, Filippo Inzaghi, varð fyrir alvarlegum meiðslum gegn Palermo og svo gæti farið að hann spili ekki meira með AC Milan í vetur.

Cassano hlýddi engum skipunum
Mál Antonio Cassano og Sampdoria er afar áhugavert. Félagið freistar þess nú að segja upp samningnum við leikmanninn og þarf að fara með málið fyrir dómstóla til þess.

Ronaldo vill fá Adriano til Corinthians
Brasilíumaðurinn Ronaldo vill gjarnan að Adriano komi aftur til Brasilíu og spili sér við hlið í liði Corinthians.

Inzaghi íhugar að fara frá Milan
Filippo Inzaghi, sóknarmaður AC Milan, segist gjarnan fá að vilja spila meira en hann hefur fengið að gera með Milan undanfarið.

Buffon: Fer ekki til Manchester United
Gianluigi Buffon ætlar ekki að fara frá Juventus og ganga til liðs við Manchester United. Þetta segir hann við ítalska fjölmiðla í dag.

Tímabilið líklega búið hjá Samuel
Líklegt er að Walter Samuel, leikmaður Inter, geti ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en talið er að hann hafi slitið krossband í leik Inter gegn Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.

Roma hafði betur gegn nágrönnunum í Lazio
Það var sannkallaður nágrannaslagur þegar Lazio og Roma mættust á Ólympíuleikvangnum í Róm í dag. Roma hafði betur gegn toppliði Lazio, 0-2, og voru það Marco Borriello og Mirko Vucinic sem skoruðu mörkin í síðari hálfleik.

Enn hikstar Inter
Inter gerði í kvöld jafntefli við Brescia á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sneijder: Fer aldrei aftur til Real
Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter, segir að það komi ekki til greina að hann muni einn daginn snúa aftur til Real Madrid á Spáni.

Benitez vill fá Lucas til Inter
Fæstir búast við því að Brasilíumaðurinn Lucas Leiva verði mikið lengur í herbúðum Liverpool en hann hefur engan veginn staðið undir væntingum.

AC Milan vill kaupa Del Piero í janúar
Silvio Berlusconi, forseti AC Milan hefur staðfest að félagið sé búið að gera Alessandro Del Piero, leikmanni Juventus, tilboð.

Cassano til í að greiða eina milljón evra með sér
Antonio Cassano er til í ganga ansi langt til þess að vera áfram í herbúðum Sampdoria. Félagið hefur fengið nóg af hegðun leikmannsins og hefur ákveðið að segja upp samningnum við hann.

Juventus vann AC Milan og Totti fékk rautt í sigri Roma
Juventus vann 2-1 útisigur á AC Milan í ítölsku A-deildinni í kvöld og er nú aðeins tveimur situgm á eftir AC Milan í 4. sæti deildarinnar. Roma vann 2-0 sigur á Lecce í hinum leik dagsins en Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk að líta rauða spjaldið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Milan á sérstakan sess í hjarta mínu
Einn eftirminnilegasti leikmaður AC Milan á síðari árum er Hollendingurinn með síðu lokkana, Ruud Gullit. Hann segir að AC Milan muni alltaf eiga sérstakan sess í hjarta sínu.

Ranieri óttast ekki um starf sitt
Þó svo ítalskir fjölmiðlar keppist við að greina frá því að Claudio Ranieri verði rekinn frá Roma fyrr frekar en síðar heldur þjálfarinn því enn fram að hann sé öruggur í starfi.

Leikmenn Roma orðaðir við Manchester United og Liverpool
Tveir leikmennn ítalska liðsins Roma gætu verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina ef marka má fréttir ítalska blaðsins Il Corriere dello Sport. Þetta eru landsliðsmennirnir Daniele De Rossi og Mirko Vucinic.