Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus staðfesti í dag kaup á fjórum ítölskum landsliðsmönnum fyrir tæpar 40 milljónir evra samtals eða rúma sex milljarða króna.
Þetta eru þeir Alessandro Matri, Fabio Quagliarella, Simone Pepe og Marco Motta sem voru allir á láni hjá Juventus á síðustu leiktíð.
Matri er 26 ára sóknarmaður sem kom til Juventus frá Cagliari í janúar síðastliðnum. Juventus greiddi nú 15,5 milljónir evra fyrir hann.
Quagliarella lék með Juventus alla síðustu leiktíð sem lánsmaður frá Napoli en kaupverð hans var 10,5 milljónir evra. Þá sömdu þeir Pepe og Motta við Juventus en þeir komu báðir frá Udinese.
Allir fjórir skrifuðu undir fjögurra ára samning við Juventus, nema Quagliarella sem samdi til ársins 2014.
