Verðlag Verðbólga eykst milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 24.7.2024 09:45 Stýrivextir mögulega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar Hagfræðingur hjá Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hagkerfisins og taka þess í stað stærri lækkunarskref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst. Viðskipti innlent 24.7.2024 08:01 Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskipti erlent 17.7.2024 15:44 Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar. Innlent 17.7.2024 13:40 Veitingamenn berjist í bökkum Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum. Innlent 17.7.2024 11:43 Nærri níu af hverjum tíu íbúðum verið keyptar af fjárfestum á árinu Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga. Innherji 15.7.2024 11:01 Almenningur dæmdur úr leik Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga. Umræðan 15.7.2024 09:53 Dýr smjörvi á Egilsstöðum vekur mikla athygli Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar. Neytendur 13.7.2024 10:24 Hækkun fasteignaverðs „helsti drifkraftur“ verðbólgunnar síðasta áratug Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð. Innherji 12.7.2024 11:05 Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta lækkað verðbólgu og stórbætt lífskjör Íbúðaskortur skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem veldur hækkunum á verði fasteigna, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags. Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir 37% hækkun verðbólgunnar. Umræðan 12.7.2024 09:50 „Við erum bara að reyna að lifa af“ Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Viðskipti innlent 11.7.2024 07:01 „Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Viðskipti innlent 10.7.2024 22:15 Spá aukinni verðbólgu Hægfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga muni verða 5,9 prósent í júlí. Viðskipti innlent 10.7.2024 14:54 Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. Innlent 8.7.2024 18:53 Glútenlaust gull á grillið Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Skoðun 4.7.2024 08:01 Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Innlent 2.7.2024 13:04 Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Viðskipti innlent 1.7.2024 14:43 Helmingaði kostnaðinn við matarinnkaup Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa. Neytendur 1.7.2024 08:14 Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Neytendur 1.7.2024 07:40 Telur jafnvel „ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október“ Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“ Innherji 28.6.2024 17:34 Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:43 Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. Neytendur 20.6.2024 10:20 Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18.6.2024 14:35 Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Viðskipti innlent 17.6.2024 19:00 Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Neytendur 6.6.2024 12:01 Lítil samkeppni milli raftækjarisa Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Neytendur 6.6.2024 09:12 „Sláandi“ verðbólgu má líklega tengja við kjarasamninga Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar. Innherji 31.5.2024 07:00 Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09 Hægir á verðhækkunum matvöru Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. Neytendur 23.5.2024 22:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 31 ›
Verðbólga eykst milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2024, er 633,2 stig og hækkar um 0,46 prósent frá fyrri mánuði. Ársverðbólga er nú 6,3 prósent og eykst um 0,5 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 24.7.2024 09:45
Stýrivextir mögulega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar Hagfræðingur hjá Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hagkerfisins og taka þess í stað stærri lækkunarskref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst. Viðskipti innlent 24.7.2024 08:01
Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskipti erlent 17.7.2024 15:44
Þrettán þúsund krónur fyrir nótt í tjaldi Á vefsíðunni Booking.com má finna auglýsingu þar sem boðið er upp á gistingu í Hornafirði í fullútbúnu tjaldi, og er verðið í kringum þrettán þúsund krónur. Gistingin virðist almennt falla vel í kramið á gestum, en umsagnir eru flestar jákvæðar. Innlent 17.7.2024 13:40
Veitingamenn berjist í bökkum Veitingamennirnir Aðalgeir Ásvaldsson og Simmi Vill segja að rekstrarumhverfi veitingastaða á Íslandi sé erfitt, gjaldþrot séu regluleg. Veitingamenn séu almennt ekki að okra, þótt finna megi undantekningar til dæmis á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir segja að óvíða sé harðari samkeppni en í veitingabransanum. Innlent 17.7.2024 11:43
Nærri níu af hverjum tíu íbúðum verið keyptar af fjárfestum á árinu Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga. Innherji 15.7.2024 11:01
Almenningur dæmdur úr leik Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert íbúðarhúsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir íbúð til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt fasteignir á yfirstandandi ári eru fjárfestar af ýmsum toga. Umræðan 15.7.2024 09:53
Dýr smjörvi á Egilsstöðum vekur mikla athygli Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar. Neytendur 13.7.2024 10:24
Hækkun fasteignaverðs „helsti drifkraftur“ verðbólgunnar síðasta áratug Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð. Innherji 12.7.2024 11:05
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta lækkað verðbólgu og stórbætt lífskjör Íbúðaskortur skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem veldur hækkunum á verði fasteigna, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags. Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir 37% hækkun verðbólgunnar. Umræðan 12.7.2024 09:50
„Við erum bara að reyna að lifa af“ Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Viðskipti innlent 11.7.2024 07:01
„Komin upp í þak“ í verðlagningu Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár. Viðskipti innlent 10.7.2024 22:15
Spá aukinni verðbólgu Hægfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga muni verða 5,9 prósent í júlí. Viðskipti innlent 10.7.2024 14:54
Ísland hafi lengi verið einn dýrasti áfangastaður heims Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að Ísland hafi í tíu ár verið eitt af þremur dýrustu löndum heims. Ferðamenn vilji þrátt fyrir það koma til Íslands, og greiða fyrir það þessi háu verð. Ísland sé þó að dragast aftur úr í samkeppni við lönd eins og Noreg, meðal annars vegna þrálátrar verðbólgu. Innlent 8.7.2024 18:53
Glútenlaust gull á grillið Nú er ég á leið út á land og þurfti því að birgja okkur upp af glútenlausu fæði þar sem það er víst af skornum skammti á landsbyggðinni, úrvalið takmarkað og hillurnar oft orðnar tómar á föstudögum. Skoðun 4.7.2024 08:01
Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Innlent 2.7.2024 13:04
Biðin eftir vaxtalækkun gæti lengst enn frekar Hagfræðideild Landsbankans segir það hugsanlegt að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Það fari allt eftir því hvenær verðbólga og verðbólguvæntingar benda til frekari hjöðnunar. Viðskipti innlent 1.7.2024 14:43
Helmingaði kostnaðinn við matarinnkaup Fanneyju Friðriksdóttur má með réttu kalla hagsýna húsmóður eftir að hafa helmingað kostnað við matarkaup á einum mánuði. Sjónvarpsþættirnir Viltu finna milljón voru innblástur til Fanneyjar sem notaðist við snjallverslun Krónunnar til að kaupa engan óþarfa. Neytendur 1.7.2024 08:14
Í áfalli yfir dýrari dekkjum og Hlöllabát Ódýrasti Hlöllabáturinn kostar nú 2500 krónur og dekk í Costco hækkuðu um rúm tuttugu prósent á fjórum vikum. Neytendur 1.7.2024 07:40
Telur jafnvel „ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október“ Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“ Innherji 28.6.2024 17:34
Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Viðskipti innlent 28.6.2024 12:43
Verðbólga nú 5,8 prósent Verðbólga mælist nú 5,8 prósent miðað við vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði. Hún var 6,2 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga var mest í febrúar 2023 þegar hún var 10,3 prósent. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. Viðskipti innlent 27.6.2024 09:23
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. Neytendur 20.6.2024 10:20
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18.6.2024 14:35
Ísland að detta úr tísku Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Viðskipti innlent 17.6.2024 19:00
Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Neytendur 6.6.2024 12:01
Lítil samkeppni milli raftækjarisa Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Neytendur 6.6.2024 09:12
„Sláandi“ verðbólgu má líklega tengja við kjarasamninga Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar. Innherji 31.5.2024 07:00
Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30.5.2024 10:09
Hægir á verðhækkunum matvöru Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. Neytendur 23.5.2024 22:40