„Það þarf að gera meira og hraðar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2025 13:46 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segist hafa mikinn skilning á því að fjárhagsstaða fólks sé mismunandi og að það séu ákveðnir hópar sem finni margfalt meira fyrir háu vaxtastigi en aðrir. Húsnæðis- og efnahagspakki sem er í fatvatninu muni taka á veruleika þeirra hópa. Vísir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum. Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Fréttir síðustu vikna gefa ekki endilega tilefni til mikillar bjartsýni. Kristrún var spurð hvort það væru ekki blikur á lofti. „Við höfum haft ákveðnar áhyggjur af þáttum eins og mjög háu raungengi sem hefur gert útflutningsgreinum erfitt fyrir, auðvitað höfum við líka áhyggjur af því hvað verðbólgan er treg niður á við, þrátt fyrir að hún hafi minnkað umtalsvert,“ sagði Kristrún sem bætti við að vextir hefðu þó lækkað um eitt og hálft prósent sem skilaði sér í því að meðalfjölskylda þyrfti að borga um það bil 50 þúsund krónum minna en ella. „Í lok dags er þetta í höndum Seðlabankans. Við verðum að treysta því að þeir taki réttar ákvarðanir og virða þær en við gerum það sem við getum gert á ríkisfjármálahliðinni, sem er að stefna að því að skila afkomunni yfir núllinu, það er að segja fyrir 2027.“ En eruði samt að gera allt sem þið getið gert í ljósi þess hversu íþyngjandi hátt vaxtastigið er? Hversu lengi getur fólk búið við þetta háa vaxtastig? Þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fólki sem hefur minna á milli handanna. Er það ekki einmitt stjórnvöld sem gætu unnið að þessum málum með sanngjarnari hætti en Seðlabankinn er fær um? „Við grípum auðvitað ekki inn í vaxtaákvörðunarferli en það er alveg rétt að háir vextir þeir bitna með mismunandi hætti á fólki, ungt fólk, skuldsett fólk, það finnur meira fyrir því en eignamikið fólk og eldra fólk og þar eru auðvitað ákveðin tól og tæki af hálfu hins opinbera. Við reynum að beita ríkinu með þeim hætti að húsnæðisstuðningur fari til þeirra sem helst þurfa.“ Í farvatninu sé húsnæðis og efnahagspakki. „Til þess meðal annars að bregðast við þessum aðstæðum. Það þarf að gera meira og hraðar. Og við sögðum að ef það þyrfti að gera meira hraðar, þá myndum við gera það. Úrræðin sem við erum að líta til er markvissari húsnæðisstuðningur og að reyna að fá hlutdeildarlánin til að virka betur og svo höfum við líka í huga aðgerðir sem snúa að því að draga úr fjármagnsvæðingu húsnæðismarkaðarins og að loka glufum,“ sagði Kristrún Frostadóttir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verðlag Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31 Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd muni halda stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Nefndin mun kynna vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku, þann 8. október. 2. október 2025 12:31
Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi. 24. september 2025 14:22
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent