Verðlag Ölgerðin spornar gegn verðhækkunum í von um að þær gangi til baka Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið á sig hluta af verðhækkunum aðfanga, sem hafa í mörgum tilfellum numið tugum prósenta, í von um að þær gangi til baka. Fyrirtækið býst við frekari hækkunum frá ýmsum birgjum og ef aðfangaverð heldur áfram að hækka gæti það þurft að endurmeta verðlagningu enn frekar. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Ölgerðarinnar sem var birt í dag. Innherji 17.5.2022 20:23 Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13.5.2022 23:44 Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi Viðskipti innlent 13.5.2022 11:03 Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa. Innherji 11.5.2022 13:36 Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Neytendur 11.5.2022 12:52 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Viðskipti innlent 11.5.2022 10:40 Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Innlent 8.5.2022 12:15 Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. Innlent 6.5.2022 12:52 Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. Innherji 4.5.2022 20:10 Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Neytendur 4.5.2022 20:08 Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4.5.2022 19:51 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Innlent 4.5.2022 12:28 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Innlent 4.5.2022 12:24 Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Skoðun 4.5.2022 12:16 Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. Innherji 4.5.2022 09:21 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 09:01 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 08:30 Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3.5.2022 17:53 Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. Innlent 3.5.2022 13:22 Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. Innherji 3.5.2022 13:07 Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3.5.2022 12:53 Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. Neytendur 2.5.2022 19:47 Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. Innherji 2.5.2022 08:58 Hagar hafa mun meiri áhyggjur af verðhækkunum en vöruskorti Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segist ekki hafa áhyggjur af því að skortur verði á ákveðnum vörutegundum hér á landi vegna hnökra í aðfangakeðjum. Helsta áhyggjuefni smásölufélagsins eru áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á ráðstöfunartekjur heimila. Þetta kom fram í máli Finns á uppgjörskynningu Haga í morgun. Innherji 29.4.2022 11:37 Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. Viðskipti innlent 28.4.2022 09:03 Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Viðskipti innlent 27.4.2022 14:22 Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. Innherji 27.4.2022 06:00 Arion: Hækkanir íbúðaverðs gætu reynst þrálátari en árið 2017 Ný verðbólguspá Arion banka gerir ráð fyrir því að aprílmæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýni 7,1 prósenta verðbólgu samanborið við 6,7 prósent í mars. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir 7 prósentum í sumar. Innherji 22.4.2022 09:20 Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Viðskipti innlent 12.4.2022 10:56 Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Skoðun 10.4.2022 08:00 « ‹ 22 23 24 25 26 27 28 29 30 … 31 ›
Ölgerðin spornar gegn verðhækkunum í von um að þær gangi til baka Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið á sig hluta af verðhækkunum aðfanga, sem hafa í mörgum tilfellum numið tugum prósenta, í von um að þær gangi til baka. Fyrirtækið býst við frekari hækkunum frá ýmsum birgjum og ef aðfangaverð heldur áfram að hækka gæti það þurft að endurmeta verðlagningu enn frekar. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu Ölgerðarinnar sem var birt í dag. Innherji 17.5.2022 20:23
Pylsan kostar nú 600 krónur hjá Bæjarins beztu Pylsuvagninn Bæjarins beztu hefur hækkað verðið á pylsum og nú kostar ein pylsa með öllu 600 krónur. Verðið hækkaði fyrir tæpri viku síðan og hefur á einu og hálfu ári hækkað um 130 krónur. Neytendur 13.5.2022 23:44
Spá því að verðbólgan nái toppi í lok sumars Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum. Íslandsbanki spáir 7,5 prósent verðbólgu í maí, Landsbankinn 7,6 prósent. Báðir bankar spá því að verðbólgan nái toppi í sumar, en fari svo hægt hjaðnandi Viðskipti innlent 13.5.2022 11:03
Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa. Innherji 11.5.2022 13:36
Oft um þúsund króna munur á hæsta og lægsta kílóaverðinu af fiski Oft var töluverður munur á kílóverði af fiskmeti í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var miðvikudaginn 4. maí. Algengast var að 20 til 40 prósenta munur væri á kílóverði af fiski í könnuninni. Neytendur 11.5.2022 12:52
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. Viðskipti innlent 11.5.2022 10:40
Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni. Innlent 8.5.2022 12:15
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. Innlent 6.5.2022 12:52
Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri „Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja. Innherji 4.5.2022 20:10
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. Neytendur 4.5.2022 20:08
Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Viðskipti innlent 4.5.2022 19:51
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. Innlent 4.5.2022 12:28
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. Innlent 4.5.2022 12:24
Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Verðbólga er komin upp í 7,2% og hefur ekki mælst meiri í 12 ár. Seðlabankinn brást við með enn einni vaxtahækkuninni í morgun sem heimili landsins munu ekki fara varhluta af næstu vikur og mánuði. Skoðun 4.5.2022 12:16
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. Innherji 4.5.2022 09:21
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 09:01
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Viðskipti innlent 4.5.2022 08:30
Segir sorglegt að lífeyrissjóðir standi með stórfyrirtækjum en ekki launafólki Formaður Starfsgreinasambandsins segir skökku skjóta við að lífeyrissjóðirnir, sem eigi stærstan hlut í öllum helstu matvöruverslunum landsins, skuli ekki mótmæla hækkandi matvöruverði. Hækkandi vöruverð komi helst niður á neytendum, launafólki sem eigi sjóðina. Neytendur 3.5.2022 17:53
Minni verðbólga með „byggja til að leigja“ stefnunni Hagfræðingur segir að stjórnvöld og lífeyrissjóðir verði að byggja meira til að auka framboð á fasteignamarkaði og ekki síst undir merkjum „byggja til að leigja“ stefnunnar. Gott framboð af leiguhúsnæði hafi til að mynda haldið aftur af verðbólgu í þýskumælandi löndum Evrópu. Innlent 3.5.2022 13:22
Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“ Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi. Innherji 3.5.2022 13:07
Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Viðskipti innlent 3.5.2022 12:53
Segir hækkanir hjá matvöruverslunum furðulegar þegar þær skili milljarða hagnaði Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir séu að hækka verð á vörum á sama tíma og tilkynnt hafi verið um margra milljarða króna hagnað hjá þessum sömu fyrirtækjum. Neytendur 2.5.2022 19:47
Spár um vaxtahækkun: Markaðurinn klofinn milli 75 og 100 punkta Ríflega helmingur markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 100 punkta á miðvikudaginn. Laust taumhald peningastefnu, mjög lágir raunstýrivextir og vaxandi verðbólguþrýstingur eru meginstef í þeim svörum sem bárust. Innherji 2.5.2022 08:58
Hagar hafa mun meiri áhyggjur af verðhækkunum en vöruskorti Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segist ekki hafa áhyggjur af því að skortur verði á ákveðnum vörutegundum hér á landi vegna hnökra í aðfangakeðjum. Helsta áhyggjuefni smásölufélagsins eru áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á ráðstöfunartekjur heimila. Þetta kom fram í máli Finns á uppgjörskynningu Haga í morgun. Innherji 29.4.2022 11:37
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. Viðskipti innlent 28.4.2022 09:03
Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Viðskipti innlent 27.4.2022 14:22
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. Innherji 27.4.2022 06:00
Arion: Hækkanir íbúðaverðs gætu reynst þrálátari en árið 2017 Ný verðbólguspá Arion banka gerir ráð fyrir því að aprílmæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýni 7,1 prósenta verðbólgu samanborið við 6,7 prósent í mars. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir 7 prósentum í sumar. Innherji 22.4.2022 09:20
Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. Viðskipti innlent 12.4.2022 10:56
Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Skoðun 10.4.2022 08:00