
Ástin á götunni

Stóra boltamálinu lokið
Spilað verður með opinberan keppnisbolta Álfukeppninnar frá Adidas í Pepsi-deild karla í sumar. Töluverð umræða hefur verið undanfarnar vikur vegna ódýrari gerðar Adidas-bolta sem stóð til að nota.

Blikastelpurnar sáu um Wales
Íslenska 16 ára landslið kvenna í knattspyrnu vann flottan 4-0 sigur á Wales í dag á sérstöku undirbúningsmóti UEFA en leikurinn fór fram í Wales. Það voru Blikarnir Esther Rós Arnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir sem skoruðu þrjú markanna en fjórða markið var sjálfsmark.

Íslensku stelpurnar í riðli með Dönum
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Danmörku í undankeppni HM kvenna 2015 en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Sviss í dag.

Tóku fagn Stjörnustrákanna á MTV
Fögn liðsmanna Stjörnunnar í Pepsi-deild karla sumarið 2011 slógu í gegn víða um heiminn. Lítið hefur farið fyrir fögnum Garðbæinga síðan þá en þau eru þó ekki gleymd úti í hinum stóra heimi.

Arnór Guðjohnsen fer á kostum
Arnór Guðjohnsen er vafalítið einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.

Setti hann í samskeytin eftir fimmtán sekúndur
Karlalið ÍBV í knattspyrnu er þessa dagana í æfingaferð í Bournemouth á Englandi. Liðið vann í gær 2-0 sigur á varaliði Bournemouth í æfingaleik.

Risastökk á FIFA-listanum
Frækinn sigur Íslands á Slóveníu í undankeppni HM 2014 skilar karlalandsliði Íslands í knattspyrnu upp um 19 sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun.

Valur áfram í Lengjubikarnum
Valur gulltryggði sæti sitt í fjórðungsúrslitum Lengjubikarsins með 2-0 sigri á KA í kvöld. Þá gerðu Leiknir og Þór 2-2 jafntefli.

Kristján Flóki til FCK
FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason gengur í raðir danska knattspyrnuliðsins FC Kaupmannahafnar þann 1. júlí. Flóki skrifaði undir þriggja ára samning við danska félagið í dag.

Rohde snýr aftur til Blika
Breiðablik hefur komist að samkomulagi við Nichlas Rohde um að leika með félaginu í Pepsi-deildinni í sumar.

Týndi sonurinn snýr heim
Magnús Þórir Matthíasson mun spila með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar. Magnús Þórir lék með Fylki á síðustu leiktíð en samkvæmt heimildum Fótbolta.net fer hann með Keflavík til Spánar í æfingaferð félagsins í dag.

FH fær liðsstyrk frá Chelsea
Miðjumaðurinn Ashlee Hincks leikur með FH í Pepsi-deild kvenna á komandi leiktíð. Hincks hefur þegar fengið félagaskipti í FH.

Sleit krossband
Markvörðurinn Árni Freyr Ásgeirsson, sem varið hefur mark Keflvíkinga í Lengjubikarnum undanfarnar vikur, missir af komandi tímabili í efstu deild.

Fylkir og ÍBV skildu jöfn
Víkingur frá Ólafsvík er öruggt með efsta sæti 1. riðils Lengjubikars karla, þar sem að Fylkir og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í kvöld.

Draumamark Lexa
Alexander Veigar Þórarinsson bauð upp á stórglæsilegt mark í 3-0 sigri BÍ/Bolungarvíkur á Tindastóli í Lengjubikarnum á laugardaginn.

David James ekki í markinu í kvöld
Ekkert verður af því að David James spili sinn fyrsta leik fyrir ÍBV þegar liðið mætir Fylki í Lengjubikarnum í kvöld. Þetta staðfesti Hermann Hreiðarsson, þjálfari liðsins, í samtali við fréttastofu.

Vaknaði við slæm tíðindi
Óvíst er hve mikinn þátt Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur í Pepsi-deild karla, getur tekið þátt í komandi tímabili.

Elfar Árni skoraði tvö á gamla heimavellinum
Breiðablik er með fjögurra stiga forystu á toppi síns riðils í Lengjubikarnum eftir 4-1 sigur á Völsungi á Húsavíkurvelli í dag.

8-0 í færum en stelpurnar fengu bara eitt stig
Íslenska 19 ára landslið kvenna í fótbolta gerði 1-1 jafntefli á móti Norður-Írlandi í fyrsta leik sínum í milliriðli um sæti í úrslitakeppni EM en riðillinn er spilaður í Portúgal. Íslenska liðið náði ekki að tryggja sér sigur þrátt fyrir margar lofandi sóknir.

Rúnar enn orðaður við Lokeren
Belgískir fjölmiðlar segja í dag frá áhuga belgíska liðsins Lokeren á þjálfara KR, Rúnari Kristinssyni.

Ólafsvíkingar lögðu meistarana
Víkingur frá Ólafsvík er enn með fullt hús stiga í 1. riðli Lengjubikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Íslandsmeisturum FH í kvöld.

Langþráður sigur hjá strákunum
Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta byrjar undankeppni EM vel því liðið vann í dag 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk. Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlinum og fyrsti sigurleikur 21 árs landsliðsins síðan í september 2011.

KSÍ er 66 ára í dag
Í dag eru 66 ár liðin síðan að fjórtán félög og íþróttabandalög stofnuðu Knattspyrnusamband Íslands 26. mars 1947. KSÍ minnist þessara tímamóta á heimasíðu sinni í dag.

Bikarúrslitaleikjaárið mikla í Garðabæ
Stjörnumenn fóru í bikarúrslitaleik karla í blaki um helgina og náði félagið því þar með einstakri fernu. Á síðustu sjö mánuðum hefur Stjarnan átt karlalið í bikarúrslitum í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki.

Stjarnan á flesta leikmenn í 19 ára landsliði kvenna
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari 19 ára landsliðs kvenna í fótbolta, hefur valið hópinn sem leikur í milliriðli EM í Portúgal dagana 4. - 9. apríl næstkomandi. Íslensku stelpurnar mæta þar Portúgal, Finnlandi og Norður-Írlandi.

Eigum að hætta að tuða í dómaranum
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði vonast til að endurheimta sæti sitt í byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Ætla að bæta árangur Péturs
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld.

Ég gef aldrei eftir
Ari Freyr Skúlason hefur í stjórnartíð Lars Lagerbäck fest sig í sessi sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, þrátt fyrir að hann hafi síðustu ár spilað sem varnartengiliður með liði sínu. "Vinnusemin er númer eitt hjá mér,“ segir hann.

Eigum góða möguleika á að skora í kvöld
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld.

Þetta er bara fótbolti
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður á ekki von á öðru en að hann verði í byrjunarliði Íslands gegn Slóveníu á morgun. Hann hefur hagað öllu sínu undirbúningstímabili á Íslandi með þennan leik í huga.