Alþingiskosningar 2021

Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september.

Stór mál eiga alltaf að vera sett í þjóðaratkvæðagreiðslu er varða framtíð Íslands
Það er nánast ekkert stefnumál Vinstri grænna sem hefur náð fram að ganga eða þau hafa verið svikin í stjórnarsáttmála. Eitt af þessum málum er alþjóðleg friðarhyggja. Nato hefur nú verið með æfingar undir ríkisstjórn Vinstri grænna.

Verður oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi
Eyjólfur Ármannsson verður oddviti framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september.

Loks búið að boða formlega til kosninga
Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.

Frítt fyrir börnin
Af hverju þykir það eðlilegt að sum börn geti stundað allar þær tómstundir sem þau vilja en önnur ekki? Væri það ekki eðlilegt að við sem samfélag myndum líta svo á að öll börn gætu stundað allar þær tómstundir sem þau vilja?

Hið raunverulega lím ríkisstjórnar
Fyrr í vetur lagði Viðreisn fram beiðni á Alþingi um skýrslu sem felur í sér kortlagningu eignarhalds og umsvifa íslenskra útgerðarfyrirtækja og dótturfyrirtækja þeirra í íslensku atvinnulífi. Þetta er lykilplagg.

Smit frestar aðalfundi Pírata
Aðalfundi Pírata fyrir alþingiskosningarnar í haust, sem fram átti að fara um helgina, hefur verið frestað um eina viku. ágúst. Ástæðan er sú starfsmaður Vogs á Fellströnd, þar sem halda á fundinn, greindist smitaður af kórónuveirunni.

Betur sjá augu en auga
Fyrirsögn pistilsins „betur sjá augu en auga“ er vinsamlega ábending um að Hafrannsóknarstofnun er okkar eina stofnun sem sinnir rannsóknum í hafinu við Ísland og fiskistofnum í lögsögu landsins.

Hinn duldi faraldur
Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan.

Að ræna komandi kynslóðir
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum.

Að þykja vænt um komandi kynslóðir
Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Vill rjúfa þing á fimmtudag
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi.

Haraldur Ingi efstur á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi
Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Akureyrarbæ, mun leiða lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Framboðslisti flokksins í kjördæminu var birtur nú á tólfta tímanum en Margrét Pétursdóttir, verkakona, mun taka annað sæti á listanum.

Fangelsismál á Íslandi og kostnaður við fanga
Kostnaður vegna sérhvers fanga er staðlaður um ISK 10.000.000 á ári. Við stefnum að því að lækka hann verulega.

Loftslagsaðgerðir verði kosningamál allra flokka
Loftslagsstefna Íslands þarf að taka róttökum breytingum og allir flokkar og fjölmiðlar verða að gera loftslagsaðgerðir að ríkjandi kosningamáli sínu í Alþingiskosningunum í september. Þetta eru kröfur náttúruverndarsamtakanna Landverndar eftir að nýjasta vísindaskýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar birtist í gær.

Tvö samfélög
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra.

Vald Sjálfstæðisflokksins byggi á þjónkun annarra flokka
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings en sækja sterka stöðu sína til „þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið“.

Sjálfstæðisflokkurinn er jaðarflokkur
Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt.

Börn sem kosta
Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira.

Um spænska togara og hræðsluáróður
„Sameiginleg sjávarútvegsstefna heitir sameiginleg sjávarútvegsstefna af því að hún er sameiginleg.“ Þessi fleygu orð lét Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra falla á Alþingi í vor þegar umræða fór fram um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið að frumkvæði þingflokks Viðreisnar.

Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins
Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga.

Er þitt blóð verra en mitt?
Nú þegar hinsegin dagar ganga í garð er gott að líta aðeins í kringum sig og hugsa. Hugsa afhverju erum við enn að minna á rétt hinsegin fólks og baráttu þeirra? Hugsa hvað viljum við gera betur? Og hvar getum við gert betur?

Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkisstjórn
„Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var.

Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Menningarstríð héraðsdómara og Sjálfstæðismanns
Síðustu misseri hefur farið meira og meira fyrir innflutningi á vegum ákveðinna hægri manna. Nú er ekki um innflutning á vörum að ræða heldur á bandarísku menningarstríðunum svokölluðu sem flutt eru inn til heimabrúks.

Sólveig Anna býður sig fram til Alþingis fyrir sósíalista
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skipar fjórða sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar flokksins er oddviti.

Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Hrátt hakk í gær en grænmetisdagur hjá Sigmundi í dag
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins varð sársvangur á ferðalagi sínu um landið í gær. Hann leysti málið á sinn eigin hátt, keypti íslenskt hakk sem hann borðaði hrátt. Það hefði hann aldrei gert ef kjötið hefði verið utan úr heimi.

Lykillinn að öllu
Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs.