Að þykja vænt um komandi kynslóðir Kristrún Frostadóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun