Að þykja vænt um komandi kynslóðir Kristrún Frostadóttir skrifar 11. ágúst 2021 08:01 Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stefnt er að 100 milljarða króna niðurskurði 2023-25 til að draga úr skuldsetningu vegna heimsfaraldurs í núverandi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þau hafa áhyggjur af vaxtakostnaðinum sem hlýst af því að stöðva skuldasöfnunina seinna, kostnaðinum af fjármagni sem styður við endurreisn eftir náttúruhamfarir. Ekki má íþyngja komandi kynslóðum með of þungum skuldabagga segja þau. Við þurfum að vera ábyrg, hér reynir á ráðdeild til skamms tíma, erfiðar ákvarðanir. Þetta er óútfært – en þau segjast bara ætla að finna 100 milljarða króna í rekstri hins opinbera, 34 milljarða á hverju ári frá árinu 2023-2025 – til að loka fjárlagagatinu. Setjum upphæðina í samhengi. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri kostar 8 milljarða á ári, Háskóli Íslands kostar 17 milljarða, embætti landlæknis 1,5, Þjóðleikhúsið 1,3 og dómstólakerfið í heild 3,5. Jafnvel þótt allar þessar stofnanir og öll þessi starfsemi yrði lögð niður á einu bretti, þá myndi það ekki duga til að mæta niðurskurðarkröfum ríkisstjórnarinnar. Látum liggja á milli hluta að fjárlagagat ríkissjóðs sveiflast með hagkerfinu. Að ef hagkerfið er heilbrigt og umsvif mikil, þá minnkar gatið sjálfkrafa með tíð og tíma. Að ef bæði atvinnulífið og hið opinbera halda að sér höndum samtímis, þá snarminnka umsvif og botninn dettur úr hagkerfinu. Skatttekjur minnka meira og atvinnuleysisútgjöld aukast. Látum líka liggja á milli hluta að samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar ætla þau að herða ólina enn frekar ef efnahagsástandið reynist verra en grunnspá þeirra gerir ráð fyrir. Sem sagt ef efnahagsástandið versnar, samfélagið stendur veikari fótum, þá ætla þau að skera niður enn meira. Forneskjulegar hugmyndir? Já. Enda aðferðir sem við höfum séð aftur og aftur að virka ekki. Umræða um skuldabyrði framtíðarkynslóða á svo sannarlega rétt á sér. Stóra myndin hefur hins vegar tapast. Velferðartap framtíðarkynslóða af því að fara hægar í þá vegferð að vinna okkur út úr COVID skuldunum en nú er stefnt að er mjög lítið miðað við velferðartapið sem niðurskurður grunnþjónustu á viðkvæmum tímum getur haft. En látum það liggja á milli hluta. Því þversögnin í stefnu stjórnvalda er enn athyglisverðari: Ofuráhersla er á að ná markmiði um ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með aðgerðum sem eru til þess fallnar að grafa undan tekjuvexti hagkerfisins - og þar með magna skuldavanda ríkissjóðs til lengri tíma. Fyrir framtíðarkynslóðir. En fátt er um djarfar ákvarðanir í þeim málaflokki sem ungt fólk hefur mestar áhyggjur af. Þar sem stærstu skuldirnir eru að safnast upp: loftslagsmálum. Ef við höfum áhyggjur af framtíðarkynslóðum þá er margfalt ódýrara fyrir okkur að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum núna, byggja upp til framtíðar, en að skera niður almannaþjónustu fyrir skammtíma markmið. Þetta skilur Samfylkingin. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun