Fótbolti

Fréttamynd

Russo skaut Englandi í undanúrslit

England er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í dag. Alessia Russo var hetja Englendinga en hún skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Coventry úr leik í deildarbikarnum

Fyrsta umferð enska deildarbikarins, Carabao Cup, hélt áfram í kvöld og bar þar helst til tíðinda að 3. deildarlið Wimbledon sló 1. deildarlið Coventry út í dramatískum leik þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Ótrúleg dramatík í uppbótartíma í Ljubljana

Ótrúlegar senur áttu sér stað í Ljúblíana í gær í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Matevž Vidovšek var hetja heimamanna þegar hann varði vítaspyrnu þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Harry Kane færist nær Bayern

Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Harry Kane frá Tottenham heldur áfram en stjórnendur Tottenham eru vongóðir um að geta kreist nokkrar milljónir enn úr Bayern Munchen sem flugu til Lundúna á dögunum til samningaviðræðna við Tottenham.

Fótbolti
Fréttamynd

Gianlugi Buffon leggur hanskana á hilluna

Ítalski markvörðurinn og goðsögnin Gianlugi Buffon hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir langan og farsælan feril. Buffon, sem varð 45 ára í janúar, lék yfir 1.100 keppnisleiki á 28 ára ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

Panathinaikos áfram í Meistaradeildinni

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tryggðu sig áfram í næstu umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Dnipro-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham

Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin.

Fótbolti