Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 17:46 Carlos Borges fagnar einu af mörkum sínum á síðasta tímabili með varaliði Manchester City Vísir/Getty Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin. Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira