Southgate útilokar ekki að velja leikmenn sem spila í Sádi Arabíu Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. ágúst 2023 07:00 Gareth Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, landsliðsþjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að það væri heimskulegt að útiloka leikmenn frá enska landsliðinu kjósi þeir að spila í Sádi Arabíu. Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, sem hefur verið fyrirliði Liverpool undanfarin ár og fastamaður í enska landsliðinu, gekk á dögunum til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu. Í gegnum tíðina hafa leikmenn farið til Mið-Austurlanda á efri árum ferils síns eftir að hafa gert það gott í evrópskum fótbolta og hafa margir efast um að leikmenn geti haldið áfram að spila með landsliðum í Evrópu í hæsta gæðaflokki á sama tíma og menn spila í deildum sem eru lægra skrifaðar en þær evrópsku. Southgate segist ekki útiloka það að Henderson, og aðrir enskir leikmenn, geti haldið áfram að spila með enska landsliðinu þó þeir spili í Sádi Arabíu. „Það væri heimskulegt að gera það. Afhverju ættum við að útiloka einhvern vegna þess hvar hann spilar? Við þurfum að sjá hvernig þeir spila,“ segir Southgate. „Við höfum einhverja hugmynd um hvernig deildin hjá þeim mun virka en við getum ekki vitað það fyrr en við sjáum deildina fara af stað.“ Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því að deildin í Sádi Arabíu hefjist um næstu helgi en margir öflugir leikmenn hafa fetað í fótspor Cristiano Ronaldo í sumar og samið við sádi arabísk lið. Ber þar helsta að nefna Karim Benzema, Sadio Mane, Sergej Milinkovic-Savic, N´Golo Kante, Ruben Neves og Marcelo Brozovic svo einhverjir séu nefndir. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Enski miðjumaðurinn Jordan Henderson, sem hefur verið fyrirliði Liverpool undanfarin ár og fastamaður í enska landsliðinu, gekk á dögunum til liðs við Al Ettifaq í Sádi Arabíu. Í gegnum tíðina hafa leikmenn farið til Mið-Austurlanda á efri árum ferils síns eftir að hafa gert það gott í evrópskum fótbolta og hafa margir efast um að leikmenn geti haldið áfram að spila með landsliðum í Evrópu í hæsta gæðaflokki á sama tíma og menn spila í deildum sem eru lægra skrifaðar en þær evrópsku. Southgate segist ekki útiloka það að Henderson, og aðrir enskir leikmenn, geti haldið áfram að spila með enska landsliðinu þó þeir spili í Sádi Arabíu. „Það væri heimskulegt að gera það. Afhverju ættum við að útiloka einhvern vegna þess hvar hann spilar? Við þurfum að sjá hvernig þeir spila,“ segir Southgate. „Við höfum einhverja hugmynd um hvernig deildin hjá þeim mun virka en við getum ekki vitað það fyrr en við sjáum deildina fara af stað.“ Beðið er með mikilli eftirvæntingu eftir því að deildin í Sádi Arabíu hefjist um næstu helgi en margir öflugir leikmenn hafa fetað í fótspor Cristiano Ronaldo í sumar og samið við sádi arabísk lið. Ber þar helsta að nefna Karim Benzema, Sadio Mane, Sergej Milinkovic-Savic, N´Golo Kante, Ruben Neves og Marcelo Brozovic svo einhverjir séu nefndir.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira