Fótbolti

Fréttamynd

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vísa til trúnaðar í tengslum við á­bendingu um meint brot

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Brennur fyrir því að öll börn út­skrifist með bros á vör

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum.

Lífið
Fréttamynd

Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá

Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrstu töpuðu stig Brasilíu

Kólumbía varð í kvöld fyrsta liðið til að taka stig af Brailíumönnum í undankeppni HM 2022 þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli í Kólumbíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Abra­ham fær traustið gegn Andorra

Tammy Abraham fær traustið hjá Gareth Southgate í kvöld og mun byrja leik Englands gegn Andorra í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag.

Fótbolti