Fótbolti

Fréttamynd

„Líður eins og við höfum tapað“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú töp í seinustu fjórum hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Barcelona í seinustu fjórum deildarleikjum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford

Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford.

Lífið